Vikan


Vikan - 13.01.1977, Síða 45

Vikan - 13.01.1977, Síða 45
lausláta vegna rúmsins, sagði Anna, — bá beir um það. Ég ætla mér að eiga það. Málið var afgreitt. Hún hafði eiginlega ekki tekið ákvörðunina, það var and- staða foreldra hennar, sem stappaðií hana stálinu. Hún var eiginlega ákveðin í að skila því, þegar móðir hennar hringdi. Hún hló með sjálfri sér að því, hve fjarri hún var því að losna undan áhrifum þeirra. Munurinn var bara sá, að áður hafði hún látið undan óskum þeirra og vilja, nú þrjóskaðist hún gegn þeim. Hún færði rúmið aftur til í herberginu. Setti upp hillu við það fyrir útvarp, lampa, blöð og annað bráð- nauðsynlegt smádót. Ekki minnkaði rúmið við þetta, en það fór betur í herberginu. Anna keypti sér nýmóðins rúmföt. Hún fékk sér líka rúmteppi og saumaði hvorki meira né minna en tíu púða. Þetta var fallegt og lokkandi, og Anna svaf vel milli lit- fagurra sængurklæðanna og allra púðanna. En hún var alltaf ein. I nokkra mánuði er hægt að njóta einverunnar, en til lengdar er hún ekki skemmtileg. Það fannst Önnu að minnsta kosti. Hún hafði ekki orðið sér úti um íbúð til að fá frið til að hlusta á útvarp, sauma púða og lesa. Hún ákvað, að eitthvað yrði hún að gera til að ráða bót á einsemdinni. Á vinnustað Önnu — í útgáfufyrirtæki — vann mað- ur, sem að önnu dómi var reglulegur draumaprins, hár og herðabreiður og fallega eygður. Hann klæddi sig áberandi og eftir nýjustu tísku, talaði fallegt mál, með fallegri rödd, hafði fallegar og vel snyrtar hendur og kímnigáfu. Hann var galla- laus, og þó — hans eini galli var að hann var giftur. Símon hafði gefið Önnu auga frá fyrsta degi. Hann gerði sér erindi inn á skrif- stofu til hennar, lét hana vinna eftirvinnu og hafði boðið henni út að borða í sárabætur. Hann hafði einu sinni kysst hana, og Önnu fannst það yndislegt, en hún hafði reynt að forðast hann eftir það, einmitt af því að henni féll svo ákaflega vel við hann. Þegar hann hafði kysst hana, bjó hún heima hjá foreldrum sínum, nú gegndi öðru máli. Hún var eigin húsbóndi núna og frjálslynd kona, eða svo taldi hún. Símon var strax með á nótunum, þegar hún spurði, hvort þau gætu ekki tekið verkefnin með heim til hennar. Hún sagði, að það yrði ekki eins leiðinlegt að vinna yfirvinnu, af þau væru í heimilislegu umhverfi. Stmon var sammála, hann stakk upp á, að þau fengju sér snarl og drykkju svo kaffi heima hjá henni, meðan þau færu yfir verkefnið. Önnu langaði mest að fá sér kjötbollur og káljafning, en bantaði buff, hún vildi ekki eiga á hættu, að róman- tískar tilfinningar Símons til hennar kólnuðu, ef hún færi að háma í sig jafn hversdags- lega fæðu og kjötbollur. BufFið var seigt, og frönsku kartöflurnar höfðu kraumað of lengi í feitinni, en hvaða máli skipti það. Símon sat og horfði í augu hennar allan tímann og strauk hönd henn- ar. Þau tóku leigubíl heim til hennar, og hann kyssti hana ástríðulaust og hafði fulla stjórn á sér, þetta var koss, sem sagði: ,,Mér finnst þú sæt og skemmrileg.” Anna hafði átt von á meiri ástríðu og hélt, að hún hefði kannski misskilið hann. Símon rak upp stór augu af undrun, þegar hann sá rúmið. Hann flautaði lágt. Ann tók andköf, þegar hann nálgaðist hana, og á því augnabliki lá við, að hún sæi eftir að hafa ekki farið að ráðum móður sinnar. En á ;ftir var hún hamingjusöm /fir að Símon skyldi ekki hika. Hún var sjálf of feimin til að þora að gefa Símoni til kynna, hvers hún óskaði, það var breiða rúmið hennar, sem talaði fyrir hana. Samband þeirra stóð í fjóra mánuði. Anna var hamingju- söm þennan tíma, jafnvel þó hún væri mikið ein. Símon varð líka að sinna fjölskyldu sinni, og það tók sinn tíma. En Anna var ekki að kvarta. En þó hún vildi vera frjáls- lynd, þá var ekki laust við, að samviskan gerði vart við sig. Hún hafði áhyggjur af, að kona Símonar væri afbrýði- söm og óróleg. — Sigríður veit að maður og kona eru ekki eins sköpuð, sagði hann öruggur með sig. Hún veit, að mér líður best heima, ef ég fæ að taka hliðarspor, og slá mér upp við og við. Sigtíður veit, hvað hún syng- jr bætti hann við fullur iðdáunar. Anna hugleiddi orð hans, þegar hann var farinn. Hún fann fyrir óbeit. Henni fannst á einhvern hátt lítilmótlegt að vera hon- um einungis til ánægju, þegai honum bauð svo við að horfa. Þó að Símon talaði off um það, hve yndislegar kon- ur væru, þá fyrirleit hann þær á vissan hátt. Honum féll að vísu vel við undirgefn- ar konur, eins og skynsömu konuna sína, en konur, sem ekki höfðu að hugsjón að vera eftirlátar, góðar og skiln- ingsríkar, kallaði hann kerl- ingar, skruggur og annað ámóta niðrandi. Anna vissi, að hún var djúpt sokkin. Hún var ást- fangin af Símoni og var háð honum. En hún vissi, að hann var ekki verður ástar hennar. Auk þess var hann giftur annarri konu, hún gat ekki lokað augunum fyrir því, þó hún gjarna vildi. Stmon tók því létt, þegar Anna sleit sambandinu. — Þú hefur á réttu að standa, sagði hann. — Við eigum að hætta, áður en við verðum þreytt hvort á öðru. Þetta hefur verið dásamlegur tími, og ég mun aldrei gleyma þér. Þú veist, hvar mig erfinna, ef þú skyldir sjá þig um hönd. Jú, Anna vissi, hvar hann var að finna, og það var freistandi að leita til hans. Hún féll fyrir freistingunni. Símon kom tvisvar heim til hennar eftir að hún sleit sambandinu. Stóra rúmið kom aftur í góðar þarfír og hún fékk alla þá ást og blíðu, sem hún sóttist eftir. Og auðvitað kostaði þetta grát og erfiðleika eftir á. Önnu var ljóst, að hún vildi fá Símon fyrir sig eina, þrátt fyrir ýmsa eiginleika hans, sem hún sætti sig alls ekki við. Hún þrábað hann að fara frá konunni og fyrirleit sig svo fyrir tiltækið. Hún grét og bað, ásakaði hann og tilbað í sama orði. Þetta gat ekki haldið svona áfram. Anna ákvað að taka sig á, áður en hún missti alla virðingu fyrir eigin persónu. Hún sagði upp starfínu og var kvödd með tertu og blómum. Hún vildi komast sem lengst burtu frá Símoni. Hún var nú einu ári eldri en þegar hún flutti að heim- an og taldi sig reynslunni tíkari. Hér eftir ætlaði hún ekki að verða ástfangin af giftum manni. Auðvitað væri best að vera án karlmanna. Anna fór að vinna , á auglýsingaskrifstofu, og þar fékk hún aukanefnið ,,frök- en ísfíall”. Henni fannst þetta ágætt og var laus við ágengni þeirra karlmanna, sem álitu sjálfa sig algjörlega 2. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.