Vikan


Vikan - 13.01.1977, Side 46

Vikan - 13.01.1977, Side 46
KOPPCJR 6 TIKRLL Eins og flestar barnakerrnr, sem ég þekki til, er kerran hennar dóttur minnar á fjórum hjólum. Nú vildi svo illa til, að eitt hjólið datt af kerrunni um daginn og engin leið að festa það aftur, þar sem koppurinn, sem heldur því föstu, fannst ekki, hvernig sem leitað var. Það var nóttúrulega ekki um annað að gera en fá nýjan kopp, og ég brá mér í verslunina, þar sem kerran var keypt á sínum tíma. Þar voru tvœr ungar stúlkur við afgreiðslu, önnur á sifelldum þönum milli sima og einhverrar geymslu, sem virtist vera inn af, hin öllu uppteknari af að jórtra tyggigúmmi en að afgreiða viðskiptavini. Ég áræddi þó að víkja mér að henni og segja henni, að mig vantaði hjólkopp á barnakerru. — Hvaða gerð? spurði hún. — Æ, það veit ég ekki, sagði ég (spekúlera aldrei í gerðum, hvorki bíla né barnavagna) en hún er keypt hér hjá ykkur, ég held hún sé nákvæmlega eins og þessar þarna. — Hvernig er hún á litinn? spurði stúlkan og tuggði nú öllu ákafar. Nú versnaði i því, ég er nefnilega engu betri að muna liti en gerðir. — Hún er ljómandi falleg, sagði ég vandræðalega, og hún er rauð, já hún er ábyggilega rauð og svört að innan. — Já, við höfðum einu sinni svoleiðis kerrur. Er grindin máluð eða krómuð? — Ég held hún sé bara alveg einsog á þessum kerrum þarna, sagði ég, ( án þess náttúriega að muna nokkurn skapaðan hlut um það, hvernig grindin var. — Þá getur hún ekki hafa verið keypt hér, við erum bara nýfarin að hafa kerrur með svona grind, sagði stúlkan ósveigjanleg og gerði sig ekki líkiega til að aðstoða mig frekar. En nú var óneitanlega farið að síga í mig. — Attu hjólkoppa á svona kerrur, eins og þarna standa? — Já, sagði stúlkan, en hreyfði sig ekki. — Er þá ekki möguleiki að ég fái einn slíkan keyptan?, sagði ég, það er þá mitt böl, ef hann passar ekki. Ég fékk koppinn, og hann kostaði heilar tíu krónur. Og hann passaði. Við þessa sögu er litlu að bæta. En mér finnst hún gott dæmi um það, hvernig afgreiðslufólk ó ekki að koma fram við viðskiptavini. Verslana- eigendum hlýtur að vera Ijóst, hvað það skiptir miklu máli, að viðskiptavinir fái þokkalegar móttökur, og það er vitaskuld öldungis ófært að yfirheyra viðskiptavin á þann veg, sem hér hefur verið lýst, þótt ég gæti ekki annað en hlegið að því eftir á. Það var rétt eins og það skipti öllu máli fyrir framtíð verslunarinnar að þurfa ekki að selja þennan litla hjólkopp, sem kostaði tíu krónur. Meðal annana ómótstæðilega. Þeir höfðu sínar hugmyndir um vald sitt yfír konunni og sýndu ein- ungis töfra sína, þegar þeir töldu sigurinn vísan. Anna var dugleg og á- hugasöm, góður vinnufélagi, var gamansöm, en hræðilega einmana. Henni fannst stóra rúmið skellihlæja framan í sig hvert sinn sem hún kom heim. Það minnti hana á sigurgleðina, sem gagntók hana daginn sem hún keypti það og um Símon og þeirra samband. Hún þráði ein- hvern til að deila því með sér, þráði heitt af líkama og sál. Anna hélt það ekki út að vera heima á kvöldin. Á mánudagskvöldum var hún í frönskutímum. Eini karl- maðurinnþarvargamall skrif- stofumaður á eftirlaunum, sem hafði de Gaulle að átrúnaðargoði. Á miðviku- dagskvöldum tefldi hún, og þar hitti hún marga herra, en þeir höfðu meiri áhuga á skáklistinni en henni. Á föstudags- og laugar- dagskvöldum fór hún oft út að dansa. Hún lærði fljót- lega, hvert best var að fara. Hún hitti marga unga menn, sem við fystu kynni voru hreint ekki vonlaysir, en hún gætti sín á að fara ekki heim með þeim eða bjóða þeim heim til sín strax. Þar kom þó, að fyrir kurteisissakir bauð hún upp á kaffibolla. En eftir tvær tilraunir var Anna sannfærð um, að allir karlmenn væru eins og soltn- ir úlfar. Prúðir og kurteisir strákar urðu að ófreskjum við það eitt að koma upp 1 litlu íbúðina hennar. Þeir misstu áhuga á kaffi og höfðu ekkert í hausnum annað en að fá hana með sér í rúmið. Anna gerði alvarlega til- raun til að verða ástfangin af einum þessara ungu manna. Hún reyndi að mikla fyrir sér alla hans bestu eiginleika, sem voru reyndar ófáir, en samt fyrirleit hún allt nánara samband við hann. Hún varð að viðurkenna að ást var engin viljaákvörðun, hún gat ekki haft stjórn á tilfinning- um sínum. Anna hætti að sækja skemmtistaðina og eyddi helgunum heima í staðinn, nema ef vinkonur hennar fengu hana til sín. Það var einmitt eitt slíkt kvöld, sem hún kynntist Matthíasi. Vinkonu hennar leiddist að sitja einni, þegar maðurinn henna var að heiman, og þá var gott að hringja til Önnu. Einmitt þegar vinkonan var í miðju kafi að lýsa síðustu fæðingu — fæturnir höfðu komið fyrst — hringdi dyrabjallan. Stór maður með úfið, Ijóst hár og gleraugu á nefinu, kom þjótandi inn úr Eg býst við að stjórinn sé veikur. Einkaritarinn hans var að leggja kapal. 46 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.