Vikan


Vikan - 13.01.1977, Side 47

Vikan - 13.01.1977, Side 47
dyrunum. Hann var kominn til að fá lánaðan stóran pott og niðursuðuglös. Hann sagðist hafa týnt sveppi og nú ætlaði hann að sjóða þá niður. Hann fékk nú nákvæma lýsingu á því, hvernig fara ætti að. En hann fór ekki, þó að erindinu væri lokið, heldur settist á stól beint á móti Önnu og starði á hana, eilítið ósvífið, en bros hans var einlægt. Anna var fyrst hálf vandræðaleg. Henni féll vel við hann, hann virtist vera allt önnur mann- gerð en herrarnir á veitinga- húsunum. Klukkan ellefu kvöddu þau vinkonu hennar og urðu samferða út. Matthías hélt á pottinum og hafði glösin ofan í. Hann fylgdi Önnu heim, en þegar þangað kom spurði hann, hvort hún hefði ekki áhuga á að koma með honum heim og sjóða niður sveppi. Anna hugsaði sig ekki tvisvar um, og svo fóru þau heim til Matthíasar, sem bjó í 'renndinni. Þau voru lengi að, það var komið að sólar- upprás, þegar Anna gekk heim. Hún hafði sjaldan skemmt sér betur en þessa nótt, og nú gat hún tekið undir þau orð sem segja, að vonin sé það síðasta, sem manneskjan glati. Það liðu þrjár vikur, áður en Matthías vogaði sér að kyssa Önnu. Hún vissi ekki, hvað hélt aftur af honum, því að ást hans á henni leyndi sér ekki. Sjáef var hún yflr sig ástfangin, hún sá lífið og tilveruna gegnum rósrautt ský. En hún var óróleg og kveið fyrir að bjóða Matthíasi heim. Myndi hann um- hverfast eins og allir hinir. Hún dró heimboðið á lang- inn. En hann kom óboðinn. Hún dró andann djúpt, þeg- ar hún sá hann skyndilega standa fyrir utan. Hún hörf- aði aftur á bak, og það var eins og hún reyndi að fela hvað innifyrir væri. Matthías faðmaði hana blíðlega að sér. En svo sleppti hann henni, eins og hann hefði brennt sig. Augnabliki síðar hljómaði hlátur hans um íbúðina. Hann hló hátt og strákslega. — Drottinn minn dýri. Þvílíkt herskip! Aldrei á æfi minni hefi ég séð þvílíkt rúm! Hefur þú erft það? — Nei — eg keypti það. Henni virtist sárna. Þetta var dýrt rúm og teiknað af frægum húsgagnaarkitekt. — Jæja, jæja, það er kannski allt í lagi með rúmið. En það er alltof stórt í þessa litlu stofu. — Einmitt það já, sagði Anna. Þetta var fyrsta gáfulega athugasemdin, sem hún hafði heyrt í sambandi við rúmið. — Það er of stórt. Það fyllir út í herbergið. Þú hefðir átt að fá þér svefnsófa í staðinn. Það væri miklu fallegra, staðhæfði Matthías. Ég gæti smíðað bæði borð og kommóðu úr rúminu, hvað segir þú um það? Hann snéri sér að Önnu eins og drengur, sem bíður eftir hrósi. Anna kinkaði kolli þegjandi og þurrkaði burtu gleðitár. Hún þrýsti sér upp að Matthíasi og datt eitt augnablik í hug að afvega- leiða hann eftir öllum kúnst- arinnar reglum. En eftir nánari umhugsun ákvað hún að bíða betri tíma. Það yrði miklu ljúfara að afvegaleiða hann í svefnsófa. ★ ERT ÞÚ... ekki þreyttur, ungi maður, á því að ganga í fötum, sem eru alveg eins og allur fjöldinn klœðist. Um slíka fram- leiðslu er stund- um haft að orð- taki, að þar séu 13 í dúsíninu. Því ekki að koma og velja úr 100 fata- efnum og 100 sniðum — allt eftir þínum sér- staka smekk. lUtíma KJÖRGARÐI 2. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.