Vikan


Vikan - 07.04.1977, Blaðsíða 9

Vikan - 07.04.1977, Blaðsíða 9
"........... ★ Stór bláhvalur þarf þrjú tonn af fæöur á hverjum degi. ★ Japanir trúa því að hætta sé yfirvofandi,ef blöðin af Kiri—trjám falla snemma. Þess vegna var það, að í síðasta stríði dreifði bandaríski herinn yfir Japan þúsundum bréfa, sem voru eftirlíkingar blaöanna. ★ Ungur bókhaldari, Ahmed Corkeraö nafni, var að fara í gegn- um tollinn í Manley á Jamaica, þegar stærðar rotta tók undir sig mikið stökk, hljóp til hans og sökkti tönnunum í skósóla hans. Þegar rottan hafði verið fjar- lægð, fundu tollverðir, að sólarnir á báðum skóm hans voru gerðir úr cannabis (fíkniefni). ★ Fyrst þegar menn fóru að stunda sjóböð, var notast við „dýfinga- menn," sem tóku að sér að halda ríkum mönnum í bárunni, en bleyta þá samt vel í sjónum. % Kennslubækur í matseld seljast þrisvar sinnum betur í Bandarikj- unum en klámbækur. ★ Gíröffum er mjög hætt við hálsbólgu og öðrum hálskvillum þvi þeir geta ekki hóstað. ★ Mörgæsir geta náð svo miklum hraða neðansjávar að þær geta stokkið um það bil tvo metra upp úr sjónum. ★ Árið 1824 tókst tveimur svika- hröppum, sem hétu Lozier og De Voe að sannfæra Now-Yorkbúa um það, að suðuroddi Manhattan væri að brotna af, því hann væri svo þungur. Þeir buðust síðan til að saga hann af og snúa honum við, svo þetta lagaðist. ★ Þegar pláss við borðið i Buckingham höll í London eru ákveðin, eru þau mæld út með reglustiku. ★ 150 milljón hjólhesta eru sagðir til í heiminum. (Núna eru þeir 150.000.001, því ég keypti einn I fyrra.) ★ HIRÐSKÁLD RÍÖBRÆÐRA Þegar Ríó liggur á, er hringt norður á Raufarhöfn. Þar situr skáldið Jónas Friðrik á skrifstofu Jökuls hf, en oftast er hann fljótur að taka flugvél suður, ef Ríóbræður kalla, því honum er það fullljóst, að Ríó getur ekki án hans verið, ef á ,,að gera það gott.” Hann var i einni slíkri ferð, þegar Vikan hafði hendur í hári hans og truflaði hann milli kvæða. Viðtalið birtist í næsta blaði. I NÆSTU VIKU KARATE Á ÍSLANDI Orðið karate merkir tómar hendur, og íþróttin, sem á rót sína að rekja til Japans, hefur náð talsverðri útbreiðslu hérlendis á síðustu árum. Þeir, sem lítið þekkja til íþróttarinnar, telja hana oft ekki annað en slagsmál, fantabrögð, sem eigi að nota til að klekkja á náunganum. Karatemenn vita, að slíkt er fjarri lagi, og þeir segja íþrótt sína ekki síður miðast við andlega en líkamlega þjálfun. Vikan leit inn á æfingu hjá Karatefélagi Reykjavíkur, og segir frá þvi í næsta blaði. SMÁSAGA EFTIR ATRHUR OMRE Dýrmætur hringur hverfur, og ungur piltur er grunaður. Hann hefur lengi verið fyrirmynd ungra manna í bænum, hann hefur stutt móður sina og systur, skarað fram úr í andlegu og likamlegu atgjörvi, og nú er hann að læra til læknis. En hann er bláfátækur, og hann á framtíð sína undir því, að hann geti útvegað fé til menntunar sinnar. Hefur hann fallið í freistni og stolið dýrgripnum? Frá þessu segir í ágætri smásögu Arthurs Omre í næsta blaði. LAMPASKERMAR Það er dýrt að kaupa skerma í búð og auk þess oft erfitt að finna einmitt rétta skerminn, sem hæfir því, sem við eigum fyrir. Okkur datt því i hug, að þið hefðuð ekkert á móti því að spara ykkur sporin og nokkur þúsund krónur með því að gera sjálf þann skerm, sem ykkur vantar. Það er að sögn bæði skemmtilegt og auðvelt að gera lampaskerma, og handtökunum er lýst í næsta blaði. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Siðumúla 12. Slmar 35320—35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. 14. TBL. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.