Vikan - 07.04.1977, Side 11
5. Hvaða meðal er til við
heimþrá?
Ég get nú ekki spurt þig, hvað
þú lesir úr skriftinni, en hvað lestu
þá út úr. bréfinu, og hvað
heldurðu, að ég sé gamall? Ég hef
aldrei skrifað þér áður og vona
það heitt, aö þú verðir svo vænn
(væn) og tillitsamur (tillitsöm) að
svara þessum saklausu spurning-
um.
Már Pálsson.
1. 2.500 eintök.
2. Hljómsveitin Haukar er
þannig skipuö í dag: Gunnlaugur
Me/sted, bassi og söngur, Engii-
bertJensen, spilará tamborinu og
allt, sem lauslegt er! og syngur,
Sven Arve, gítar og söngur
(milliraddir), Ingólfur, trommur,
Valgeir, píanó og söngur.
3. Síöast þegar ég fékk bréf frá
B/tlunum, gleymdu þeir aö setja
beimHisföng sín aftan á umslagið,
svo ég veit þvi miður ekki, hvar
þeir eiga heima. Ennfremur hef ég
ekki hugmynd um nafn á neinum
aðdáendak/úbbi þeirra, lögöu þeir
ekki bara niður laupana, þegar
Bitlarnir s/itu samvistum?
4. Bítlarnir hafa gefið út u.þ.b.
25 breiðskífur, eftir því sem ég
kemst næst.
5. Fara heim. Eða hugsa um
a/lt, sem var /eiðin/egt heima, og
gá þá, hvort það er ekki ágætt að
vera þar sem maður er! Út úr
bréfinu /es ég sak/ausar spurning-
ar og kurteisi. Þú ert á besta aldri.
BRÓKARSÓTT
Elsku Póstur!
Ég heyrði um daginn nefnt orðið
brókarsótt. Hvað þýðir það? Hvaða
merki passar best við krabba
(stelpu)? Hvaða próf þarf maður að
hafatilað verða fóstra? Ein vinkona
mín er svo mikil með sig og þykist
vita allt og er svo ferlega hávær.
Hvað á ég að gera til að láta hana
hætta þessu? Hvað lestu úr
skriftinni, og hvað heldurðu, að ég
sé gömul?
Unnur.
Brókarsótt er sama og vergirni,
eða enn öðru nafni karlsemi.
Strákur í krabbanum, jómfrúnni,
bogmanninum eöa fiskamerkinu
hentar krabbastelpu einna best.
Fóstrur nema sitt fag i Fósturskóla
Íslands, og mun það nú vera
þriggja ára nám. Ef þú getur ekki
fellt þig við vinkonu þína, eins og
hún er, þá verðurðu bara að snúa
þér að annarri. Þú hefur engan
rétt til að reyna að breyta öðrum
að þinni vild. Ég held þú sért
svona 14 ára, svolítið hlédræg og
óþarflega smámunasöm, en
dugnað skortir þig ekki.
Lance Lobo N. Woodward
Ave., Tallahassee, Fla. 32304, U.
S.A. óskar eftir pennavinum á
íslandi. Lance er 19 ára gamall
námsmaður (í College). Áhugamál
hans eru íþróttir, flug, tónlist og
vísindi.
Sigriður Söebech, Haukanesi 12,
Garðabæ óskar eftir pennavinum
á aldrinum 9-12 ára, strákum og
stelpum. Sjálf er hún 10 ára.
Ahugamál hennar eru íþróttir,
bréfaskriftir o.m.fl. Hún svarar
öllum bréfum og óskar eftir mynd
með fyrsta bréfi.
Arthur R. Taylor, P. O. Box
100-55204, Somers, Connecticut
06071, U.S.A. óskar eftir penna-
vinum frá íslandi. Arthur er 25 ára
gamall, hávaxinn, dökkhærður og
græneygður. Helstu áhugamál
hans eru íþróttir, tónlist og útilíf.
Fanney Þóröardóttir, Fjarðargötu
35, Þingeyri, Dýrafirði óskar eftir
að skrifast á við stelpur á aldrinum
11-13 ára.
Guðbjörg Þóra Snorrdóttir, Fjarð-
argötu 34, Þingeyri, Dýrafirði
óskar eftir að skrifast á við stráka
og stelpur á aldrinum 8-10 ára.
Sigriður Fjóla Þórðardóttir, Fjarð-
argötu 35, Þingeyri, Dýrafirði
óskar eftir að skrifast á við stráka
eða stelpur á aldrinum 10-12 ára.
Huida Stefánsdóttir, Norðurgarði
3, Hvolsvelli, Rangárvallasýslu
óskar eftir pennavinum á aldrinum
14-16 ára. Hulda er að verða 15
ára. Æskilegt, að mynd fylgi fyrsta
bréfi.
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, Að-
alstræti 41, Þingeyri, Dýrafirði
óskar eftir bréfaskriftum við
stelpur og stráka á aldrinum 14-16
ára. Er sjálf að verða 14 ára.
Áhugamál hennar eru ferðalög,
dýr, frímerkjasöfnun, bréfaskipti
o.m.fl. Hún svarar öllum bréfum.
Hlaðrúmin
vinsælu komin aftur í mörgum litum.
Sendum í póstkröfu um allt land.
© Húsgagnaverslun
Reykjavíkur hf.
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940
Vinsælustu
og bestu þríhjólin.
Varahlutaþjónusta.
Onrin
Spítalastig 8/ simi 14661/ pósfhólf 671.
14. TBL. VIKAN 11