Vikan - 07.04.1977, Qupperneq 16
komme og hjælpe mig, Peter. Og
auðvitaö fannst honum þetta mikil
upphefð aö komast beint úr plássi
káetugutta f pláss annars þjóns á
1. plássi, alveg fyrir utan það að
kaupiö hækkaði þá skyndilega um
rúman helming, eða upp f 75
krónur á mánuði.
— Og þetta var nú fyrsta skrefið
mitt. Ég var bara kominn inní mitt
lífsstarf, þótt ég vissi það ekki fyrr
en síðar, sagði Pjetur viö mig fyrir
skemmstu, er hann fræddi mig
lauslega um æviskeiö sitt, þar sem
við sátum uppi í turnherberginu á
Borginni og drukkum kaffisopa
saman, þar sem systurnar Saga
og Hekla höfðu forðum haft sitt
herbergi í íbúð föður síns,
Jóhannesar kraftakappa og hótel-
eiganda Jósepssonar, sem byggði
Borgina og rak hana, þar til Pjetur
Daníelsson „sjómaður frá Stokks-
eyri" kom til skjalanna og stofnaöi
hlutafélag til að kaupa hana og
reka áfram með sama glæsi-
bragnum.
— En það hlýtur að hafa verið
langur vegur frá Gullfossi gamla til
Borgarinnar, sagði ég, þar sem ég
sat með galopinn munninn af
forvitni og hlustaði á Pjetur rifja
upp gamlar minningar.
— Það tók í það minnsta langan
tíma að fara það, þótt ekki sé
langt að fara, mælti Pjetur og
brosti Ijúfmannlega.
— Mér féll þjónsstarfið ágæt-
lega, og þetta varð til þess að ég
hélt vinnu minni áfram þar um
borð, fyrst á Gullfossi og síðar á
Brúarfossi. Það var svo ekki fyrr
en '29, að það vantaöi tilvonandi
þjóna á Hótel Borg, sem þá var í
smíöum. Læröir þjónar íslenskir
voru þá ekki til í landi, og var
okkur þjónunum á millilandaskip-
unum þá boðin þar staða. Og það
varð til þess, að ég fór í land í
Kaupmannahöfn ásamt tveim
þjónum öörum, sem höfðu verið á
skipunum, Guðmundi heitnum
Bjarnasyni og Kára heitnum Ás-
björnssyni. Þar fékk ég pláss á
Grand Hotel, sem nú heitir Regina
Hotel, á horninu við Revlands-
gade og Vesterbrogade, Guð-
mundur fór á Palads Hotel, en
Kári varð á Hotel d'Angleterre.
Þau tvö þóttu þá fínni hótel, en ég
var að því leyti heppnari, að ég
fékk að vinna meira sjálfstætt, og
varð því meira úr þjálfuninni hjá
Borgin er elst hótela I borginni,
enda má það sjó þrátt fyrir endur-
nýjun og málun vfða. Lampinn,
sem hangir I anddyrinu hefur
hangið þar frá byrjun, eins og sést
á þessum myndum, önnur tekin
1930 en hin nú fyrir nokkrum
dögum.
mér, en þeirra starf fólst aðallega í
því að bera að þjónunum.
— Hvernig gekk með máliö,
Pjetur?
— Dönskukunnáttan var nú
ekki ýkja sterk, en samt haföi
maður nokkra þjálfun. Yfirþjónn-
inn á Gullfossi var danskur og
búrmaðurinn einnig, þannig að ég
var farinn aö skilja dönskuna og
gat gert mig skiljanlegan á máíinu.
Þaö var dálítiö erfitt til að Þyrja
meö, en kom fljótlega.
— Hvað varstu lengi þarna,
Pjetur?
— Ég var þarna í níu mánuöi og
kom upp aftur á Þorláksmessu
1929. Þá fór ég fyrst heim á
Stokkseyri til að heimsækja for-
eldra mina, og það- urðu síöustu
jólin, sem ég átti með þeim þar
eystra. Þá var hóteliö hér ekki
ennþá tilbúið, en ég hóf hér störf
10. jan. 1930 ásamt hinum. Þá
byrjuðum við á því að taka upp
borðbúnaö og tæki, sem höfðu
verið pöntuð, og hjálpuðum til við
að pakka upp öllum húsgögnum,
borðum og stólum, skófum máln-
ingu af gluggum og flísum o.s.frv.
til að flýta fyrir opnum, því komið
var fram yfir áætlaöan opnunar-
tíma. Upphaflega hafði átt að
opna með Nýársklúbbnum á
gamlárskvöld, en það tafðist, því
ekki var þá komiö allt til
rekstursins. Hótelið var svo opnað
þann 18. janúar á 1000 ára afmæli
alþingis 1930. Þá var Jóhannes
uppá sitt besta, eða rúmlega
þrítugur, og hafði verið í ferðalög-
um um allan heim, eins og getið er
í æviminningum hans.
— Jóhannes hafði drifiö hótelið
upp, mest fyrir áeggjan Jónasar
frá Hriflu, en áformaö var
auðvitað að halda 1000 ára
afmælið hátíðlegt og boðið hingað
mörgum gestum, og þótti þá ekki
hæfa annað en að geta boðiö
þeim upp á fullkomið hótel, eins
og Borgin jú var. Hún var og er
enn í flokki með betri hótelum
erlendis. Má þar m.a. nefna það,
að baðherbergi eru á flestum
herbergjum, sem þá þótti hálf-
gerður flottræfilsskapur, þótt nú
þyki slíkt sjálfsagt og raunar
nauðsynlegt. Enda sögðu dönsku
blööin þá, að þetta hótel væri
„flottasta" hótelið í Norðurlönd-
um. Já, það var reist af mikilli
ftamsýni og af bjartsýni, sem
hefur ræst. Það er nú næstum 50
ára í dag og hefur, held ég, staðið
af sér öll moldviðri með sóma. Hér
hafa allar stærri veislur ætíð veriö
haldnar og boðið hingað inn
hinum tignustu gestum, enda er
staðurinn mjög miðsvæðis til allra
hluta, en ekki þó í mikilli umferð.
Ríkisstjórnir hafa allar haft
þennan stað sem sitt fyrsta val allt
frá byrjun.
— Hvaða þjónar hófu störf hér í
upphafi?
— Við vorum átta talsins, sem
byrjuðum, en ég var sá einasti
þeirra, sem eftir var eftir um tvö
ár.
— Hvað kom til?
— Þar voru ýmsar ástæður,
sem ég vil ekki tilfæra. Bæði var,
að menn voru misjafnir, og ekki
þoldu allir daglegan umgang með
vín. Jóhannes var einnig mjög
strangur húsbóndi og lét gjarnan
til sín taka, ef eitthvaö bar út af.
En góður húsbóndi var hann samt
og reyndist mörgum vel.
— Jæja, Pjetur, hvað varstu
lengi hérna á Borginni sem þjónn?
— Ég vann hér í 12 og hálft ár.
Jónas Lárusson hætti líka á
Gullfossi um ‘svipað leyti og var
hérna sem „inspeotör" ( nokkurn
tima, því aö Jóhannes haföi enga
reynslu á þessu sviði fyrst ( stað.
Eftir þessi 12 1/2 ár stofnaði ég
hlutafélag ásamt nokkrum mönn-
um og keypti hótel Skjaldbreið
hérna rétt hjá í Kirkjustræti 8, og
varð auðvitað að hætta hér, þegar
Móttökusal gesta hefur heldur ekki verið breytt t neinu. Jafnve/
húsgögnin eru þau sömu og í dag, og er raðað eins og 1930.