Vikan


Vikan - 07.04.1977, Side 44

Vikan - 07.04.1977, Side 44
Það þarf ekki að vera nein grundvallarregla að vera pipar- sveinn, að minnsta kosti ekki ef viðkomandi er enn aðeins 23 ára og það var heldur ekki nein grundvall- arregla hjá Andrési. Honum fannst bara engin ástœða til að kvœnast, fyrr en hann hefði fundið þá einu. réttu, og hann var ekki í nokkrum vafa um, að svo mundi verða einn góðan veðurdag. Hann hitti hana 18. desember 1973. Það var í veislu, ekki neitt sérstaklega skemmtilegri veislu, í rauninni var það meira að segja frekar leiðinleg veisla, þar sem allt var fullt af venjulegu fólki. En Andrés sat semsagt í sófanum og lét sér leiðast, meðan hann rök- ræddi við stúdent um líf botnfiska, og þess á milli reyndi hann að finna ástæðu til að komast sem fyrst heim. Höfuðverkur var ágæt afsök- un, fannst Andrési, hann vissi nefnilega ekki nokkum skapaðan hlut um botnfiska. Og þá opnuðust dyrnar. Það var HÚN. Andrés vissi um leið og hann sá hana, að þetta var sú eina rétta. Hún var há, ljós yfirlitum, grönn, og augu hennar voru einmitt þau augu, sem Andrési hafði dreymt um að horfa í. Skyndiléga greip hann skelfing. Var það mögulegt að stúlka eins og hún væri ekki löngu gengin út? Mátti ekki búast við því, að karlmennimir stæðu í biðröð fyrir utan heimili hennar, að sími hennar þagnaði aldrei, að forríkir menn fylltu hversdagslif hennar kampavini og rósum? Það kemur fyrir, en því miður alltof sjaldan, að við gerum einmitt það rétta, án þess að hika. Að við framkvæmum, áður en við hugsum — já, það er að segja í þeim tilvikum, sem það er rétt að framkvæma áður en hugsað er. Venjulega látum við varfæmina ná tökum á okkur, venjulega segjum við með sjálfum okkur: Biddu nú aðeins, það liggur ekki svo á, er þetta nú ekki að rasa um ráð fram. Fáðu þér sígarettu, hugsaðu málið, þetta er alvarleg ákvörðun, sem þarfnast vendilegrar íhugunar. Og þegar við loks höfum íhugað málið vendilega, er það oftast orðið of seint. Slíkar hugsanir tmfluðu ekki Andrés á þessu sérstaka augnabliki lifs hans, hann vissi, að þetta mál þyrfti að taka föstum tökum, og það fljótt. Hann stóð upp, gekk til ungu stúlkunnar, hneigði sig og sagði: — Ég heiti Andrés. Emð þér giftar? Hún hristi höfuðið. — Trúlofaðar? Aftur hristi hún höfuðið. Páskaveislan mikla Loksins hafði hann fundið þá einu réttu. Andrés sveif í sælum draumi — en auðvitað þurfti svo að vera einhver annar. Hann hét Herbert og var aðstoðarforstjóri í stóru fyrirtæki. Hvemig átti fátæklingur á borð við Andrés að vinna baráttuna um hylli ,,prinsessunnar?,, Þá varþað, sem hann fékk hugmyndina um páskaveisluna miklu. Andrés dró andann djúpt. — Sem betur fer, sagði hann. — Hvers vegna ,,sem betur fer”? spurði stúlkan. — Hvað heitið þér? hélt Andrés áfram. — Unnur, en hvers vegna ,,sem betur fer”? — Hér em svalir, sagði Andrés. — Á þessum skemmtilega stað, burt frá öllu þessu skemmtilega fólki, em svalir. Við skulum koma út á þær, og þar skal ég segja yður hvers vegna. Þetta var sterk byrjun, sem óhjákvæmilega hafði talsverð áhrif á Unni. Hinsvegar var hún skyn- söm stúlka, sem var alls ekki sannfærð um, að hún og Andrés væm sköpuð hvort fyrir annað. — Sérðu það ekki á mér? spurði Andrés. — Sé og ekki sé, sagði Unnur — það er ekki nóg bara að sjá. Það kom í ljós, eins og svo alltof oft kemur fyrir, að það fyrirfannst þrjótur í ævintýrinu. Þótt þessi þrjótur væri ekki beinlínis trúlofað- ur Unni, var það ekki svo fjarri heldur, og hann var meira að segja svo háttsettur að vera aðstoðarfor- stjóri hjá stóm fyrirtæki. Nú hafði Andrés hvorki neina sérstaka trú á aðstoðarforstjómm, hvað þá heldur hann bæri virðingu fyrir þeim, en það kvaldi hann, að hann vissi, að þessi staða leiddi af sér fjárhagslega yfirburði mannsins. Þrjóturinn hét Herbert. Tíminn, sem í hönd fór, ein- kenndist af ákafri og sársaukafullri baráttu milli Herberts og Andrésar um hylli Unnar. Þegar annar þeirra var úti með henni, leið hinn allar kvalir afbrýðiseminnar, og enda þótt Unnur nyti ekki beinlínis ástandsins (því hún var góð stúlka), var ekki laust við, að þetta kitlaði hégómagirnd hennar. Auðvitað hefðu þessir tveir keppinautar getað beðið hana að velja á milli þeirra, en þá var aldrei að vita — hugsa sér bara, ef hún veldi hinn! Eða þann þriðja, því það em engin takmörk fyrir, hve margir þrjótar leyfa sér að skjóta upp kollinum í raunvemleik- anumn. Andrés sparaði eins og hann gat til að geta gefið henni jólagjöf, en tíminn var naumur, og hann gat ekki safnað nema fyrir samkvæm- isveski, sem þó var heldur af betri gerðinni. Það var ágætt svo langt sem það náði, en Herbert, aðstoð- arforstjórinn, birtist auðvitað með útvarpstæki af bestu gerð, ásamt plötuspilara, sem Unni hafði dreymt um síðustu mánuði. Og þar að auki féll þetta nákvæmlega inn í húsbúnað hennar. Með þessu belli- bragði fannst Andrési Herbeft hafa náð góðu forskoti, en það breytti engu, hvað viðkom tilfinningum Unnar. Eftir jólin var allt við hið sama milli keppinautanna. Svo nálguðust páskarnir, og loksins sá Andrés fram á sitt stóra tækifæri. Hann þekkti líka efnað fóUc, þar á meðal Louis P. Krákstad. Þessi Krákstad átti stórt einbýlishús rétt fyrir utan Osló, og þar sem hann ætlaði að fara i páskafri, bauð hann Andrési húsið, á meðan hann væri í burtu. Og þar sem Herbert ætlaði líka að fara burt um páskana — pabbi hans, vildi hafa hann með sér á fjallahótel í öllum fríum — sá Andrés sér nú leik á borði. Hann ætlaði að halda mikla veislu um páskana, veislu, sem yrði svo stórkostleg og óhófleg, að hún HLAUT að hafa áhrif á Unni. Og í þessari veislu ætlaði hann, þessi fullkomni, glæsUegi, einvaldi gestgjafi, að biðja Unnar. Unnur vildi gjarnan koma. — Hjartans þakkir, mjög gjarnan —. Einnig allir hinir, sem hann bauð — og það voru ekki svo fáir — vUdu gjarnan koma. Árangurinn var þá nokkum veginn vís. Fyrsta vandamálið, sem upp kom, var þetta vanalega: Hvemig átti hann að útvega næga peninga? Þar sem hann hafði hvorki hæfUeika til að vera fjársvikari eða banka- ræningi, átti hann ekki annarra kosta völ en að vinna yfirvinnu. Hann vann yfirvinnu á skrifstof- unni, og hann tók yfirvinnu með sér heim, hann vann á kvöldin, hann vann á nóttunni, af einbeitni og þrjósku vann hann meiri hluta sólarhringsins. Hann fékk bauga undir augun, hann vissi oft ekki, hverju hann svaraði, þegar verið var að tala við hann, og Unnur tók líka eftir breytingunni. — Hvað er að þér? spurði hún dag einn, eftir að þau komu úr kvikmyndahúsi. — Ertu veikur? — Langt frá því, svaraði Andrés. — Þvert á móti. — Þú lítur svo laslega út. — Þvert á móti — Hvað meinar þú með , ,þvert ú móti”? — Aðeins það, að ég Ut aUtaf svona út, sagði Andrés örvænting- arfullur. Hann vissi raunar ekki SMÁSAGA EFTIR HELGE HAGERUP 44 VIKAN14. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.