Vikan


Vikan - 07.04.1977, Side 45

Vikan - 07.04.1977, Side 45
 sm&v, ^épiéiiii alveg, hvað hann var að segja, hann hafði unnið í 18 klst. daginn áður. — Það er að segja þegar ég er frískur. Þá lít ég svona út. — Vitleysa, sagði Unnur. — Ég veit ósköp vel, hvernig þú lítur út, þegar þú ert frískur. Daginn sem Louis P. Krákstad fór frá Osló til að eyða páskunum innan um snœvi þakin fjöll, hitti hann Andrés á járnbrautarstöðinni og afhenti honum lyklana að húsinu. — Það er kannski svolítið drasl þar, sagði Louis P. Krakstad, — en þú getur sjálfsagt fengið húshjálp, sem getur gert hreint fyrir þig. — örugglega, sagði Andrés. — Hugsaðu ekki um þa#. — Það geri ég heldur svo sannarlega ekki, sagði hinn á- hyggjulausi Krákstad. Kannski svolítið drasl, hafði hann sagt, en þegar Andrés flutti inn sama dag, hugsaði hann með sér, að bœði „kannski” og ,,svo- lítið” hefði verið einum of vœgt til orða tekið. Hinn ungi Krákstad hafði pakkað niður af fullkomnu kœruleysi og án þess að athuga afleiðingarnar, húsið var allt í drasli, og það sá ekki í eldhúsbekk- inn fyrir óþvegnum matarílátum. Auk þess lá í augum uppi, að það þurfti að þvo öll gólf, borðstofu- borðið var atað skíðaáburði og stofugólfið vatnsleðursáburði. Hús- ið bar þess augljós merki, að þar hafði páskafrí verið vandlega íhugað og undirbúið. Fyrir menn eins og Louis P. Krákstad, sem hafa traustan fjár- hagslegan bakgrunn, eru nokkrar staðreyndir í tilverunni, sem auð- velt er að líta framhjá. Það var einfalt fyrir hann að tala um húshjálp, en Andrés þekkti enga húshjálp og hafði heldur ekki efni á að ráða slíka. Útgjöldin voru ráðgerð í minnstu smáatriðum, allir hans peningar fœru í þessa veislu, markmiðið var jú, að þetta yrði stórkostlegasta veisla allra tíma. Sem sagt, hann yrði að gera hreint sjálfur, en fyrst yrði hann að koma frá sér yfirvinnuverkefninu, hann vantaði enn peninga fyrir mat og drykkjum, svo húsið varð að bíða. En þetta tekst, hugsaði Andrés með sér, það SKAL takast, hann var ungur og hraustur, hann átti enn næga orku. Tveimur dögum fyrir veisluna var Andrés loksins búinn með heimavinnuna. Honum hafði tekist það, veislunni var bjargað, nú var bara eftir að kaupa inn og koma húsinu í lag. Að sjálfsögðu var hann orðinn svolítið þreyttur, hann hafði unnið mikið, en nú var það versta búið. Eða svo hélt hann, en það sýnir, að hann átti margt ólært, meðal annars um stöðu húsmóður- innar i hinu daglega lífi. Hann fór með sporvagninum í bæinn og keypti inn það nauðsyn- legasta — eða kannski öUu heldur það ónauðsynlegasta. Hér var hvergi sparað til, hvorki hvað viðkom mat né drykkjarföngum, og hann var feginn að hafa tekið með sér bakpoka og tvær ferðatöskur. Þunginn varð æ meiri, eftir þvi sem meira var keypt, því tók Andrés eftir, þar sem hann hentist mUli verslana. Hann verkjaði í axlirnar, og hann verkjaði í handleggina, en hann beit á jaxlinn og lét sem ekkert væri. Unnur, nú reið á að hugsa bara um Unni. Ljósa hárið, fallegu hendurnar, augun, sem hann svo oft hafði dreymt um — í dagdraumum sínum. Og áður en langt um liði gæti Andrés loksins slakað á við hátiðlega dúkað borð, hinn fullkomni gestgjafi, hinn glæsti miðpunktur veislunnar, í stuttu máli sagt... Hann setti töskurnar frá sér, hann varð að hvíla sig aðeins. Þegar hann loks kom aftur tU hússins, var komið blóðbragð í munn hans, en tími hvUdarinnar var enn ekki runninn upp. I húsinu ríkti ringulreið, og eftir aðeins tvo daga átti að vera búið að laga allt tU, gera hreint, skreyta. Hann fór hringferð um húsið, gekk frá einu herbergi til annars, og augu hans mættu ekki öðru en rusli og ömurleik. Andrés bjó í smáskonsu (herbergi með eldhúsi), og nú sá hann, að smábúskapurinn hafði sannarlega sinar björtu hliðar. Á hverju átti hann að byrja í þessu endalausa, feikilega stóra húsi? Gólfunum, gluggunum, uppþvott- inum? Sem piparsveinn var Andrés vanur að safna ekki saman matar- ilátum, hann var vanur að þvo glös, bolla og diska jafnóðum og hann Pilurúllugardínur Framleiðum eftir máli. Mikið úrval af einlitum og mynstruðum efnum. Pílu rúllugardínur draga úr hita og upplitun. Glampinn Suðurlandsbraut 6, sími 83215. 14. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.