Vikan


Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 2

Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 2
Vikan 40. tbl. 39. árg. 6. okt. 1977 Verð kr. 400 Egfann föður - og manninn sem ég elska Fyrir rúmlega tveimur árum voru bandarískir og evrópskir fjölmiðlar fullir af frásögnum af ungri og fagurri sovéskri leikkonu, sem eftir margra ára baráttu fékk loks leyfi til að heimsækja bandarískan föður sinn, sem hún hafði aldrei augum litið. íslensku blöðin tæptu líka á þessu máli, og því hafa lesendur áreiðanlega gaman af að kynnast hinni ævintýralegu sögu Viktoriu Fjodorovu, sagða af henni sjálfri. VIÐTÖL: 14 Ég veit ekki, hvort er ánægð- ara, ég eða fólkið, sem fær bót. Viðtal við Ástu Erlingsdóttur grasalækni. 35 Má segja, að feldskurður sé listgrein, segir Einar H. Bridde feldskeri á Akureyri. GREINAR: 2 Ég fann föður minn — og manninn, sem ég elska. Grein um Viktoríu Fjodorovu. 6 Frægasti unglingur veraldar. Grein um Jodie Foster. 12 Kalifornía á tíu dögum. SÖGUR: 18 Dóttir milljónamæringsins. 14. hluti framhaldssögu eftir Lawrence G. Blochman. 38 I skugga Ljónsins. 6. hluti framhaldssögu eftir Isobel Lambot. 44 Endastöðin. Smásaga eftir Edward D. Hoch. FASTIR ÞÆTTIR: 9 í næstu Viku. 10 Póstur. 23 Heilabrotin. 25 Myndasögublaðið. 36 Mest um fólk. 40 Stjörnuspá. 48 Draumar. 49 Matreiðslubók. 51 Poppfræðiritið: Elvis Presley, 2. hluti. Ég heiti Viktoría Fjodorova, og égerunga, sovéska kvikmyndaleik- konan, sem fór til Bandarikjanna vorið 1975 til að hitta bandarískan föður minn, sem ég hafði aldrei séð fvrr. Þegar siðari heimsstyrjöldinni var að ljúka, var móðir mín, fögur, sovésk kvikmyndaleikkona ástfang- af ungum manni, flotamálafulltrúa í bandariska sendiráðinu í Moskvu. Hann hét Jackson Tate. Lif mitt hófst, i orðsins fyllstu merkingu, siðustu nótt þeirra saman. Sovéska leyniþjónustan kom í veg fyrir að þau hittust aftur, ogþað áttueftirað liða 30 ár, þar til ég hitti föður minn, á stað svo víðs fjarri Moskvu sem Florida er. En ég hitti ekki aðeins hann, heldur einnig draumaprinsinn. Hann heitir Frederick Pouy og er flugmaðurhjá Pan American, 37 ára gamall, hár, tignarlegurog hreint og beint yndislegur. Þriðja mars, 1970 sprakk hjólbarðinn á nýjum bíl, sem hann átti og meðan hann sat og beið á viðgerðarverkstæði eftir að skipt yrði um hjólbarða, blaðaði hann í timaritinu „People”. Þar las hann um mig, ,,leynilega ástarbarnið”, sem nú 30 ára gömul, átti loks að fá að hitta föður sinn í fyrsta skipti. Frederick Pouy tilheyrir í rauninni ekki þvi fólki, sem hefur það fyrir vana að skrifa að skrifa bláókunnugu fólki, en þó svo hann ætti tvö hjónabönd að baki og hefði svarið þess eið, að hann skyldi verða piparsveinn það sem hann ætti eftir ólifað, gat hann ekki gleymt greininni um mig. Kannski var það vegna þess að hann flaug oft milli Bandarikjanna og Moskvu. Bn hvað svo sem olli því, þá skrifaði hann föður minum, sem þá var kominn á ellilaun, og bauðst til að aðstoða við heimsókn hinnar sovésku dóttur hans, ef þess gerðist þörf. Og nokkru seinna hringdi mála- færslumaður föður míns í hann. Það var út af litla púðluhundinum, sem mér hafði áskotnast í heimsókn minni til Florida. Eg vildi endilega takahundinnmeðmértilMoskvu, en ég þurfti að millilenda í London, og í Englandi eru sóttvarnarreglurnar svo strangar, að ég hefði ekki fengið að taka hann með mér úr landi. Væri nokkur möguleiki á, að Frederick Pouy gæti tekið hundinn beint til Moskvu? Fred tókst að finna lausn á vandanum, og í þakklætisskyni bauð málafærslumaðurinn honum til veislu, sem átti að halda fyrir mig í New York, eftir að ég hafði komið fram í gestaþætti í sjónvarpinu. Fred kom svo snemma, að ég var ennþá berfætt í gallabuxum. A mjög bjagaðri ensku sagði ég honum, að það gleddi mig að hitta hann, en á rússnesku sagði ég við sjálfa mig, að það stórkostlega hefði gerst. Ég var orðin ástfangin við fyrstu sýn. Það var algjörlega óskiljanlegt. Svona sterka tilfinningu hafði enginn vakið hjá mér fyrr. Fred sagði mér síðar frá því, að honum hefði liðið nákvæmlega eins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.