Vikan


Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 35

Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 35
Hann heitir Einar H. Bridde og starfarsem feldskurðarmeistari hjá Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri. Vikumenn voru nýlega á ferð á Akureyri að fylgjast með fallhlífastökkvunumog þóttitilvalið að leggja nokkrar spurningar fyrir Einarsvonaíleiðinnitilaðforvitnast aðeins um feldskurð. Við spurðum Einar fyrst að því, hvernig honum hefði dottið í hug feldskurður frekar en eitthvað annaö? — Tja, ég hef lengi haft áhuga á þessu. Faðirminner meðminkabú, og ég held, að það hafi kveikt í mér fyrsta neistann. Mig langaði aö nýta íslensku skinnin hér heima. — Dró það ekki neitt úr áhuganum, þegar þú komst að því, hve erfitt það yrði fyrir þig að læra þessa grein? — Ég varð að fara út til að læra þetta, því það eru of fáir starfandi feldskuröarmeistararhérheima, og það var ekki grundvöllur fyrir því að komast í nám hér, en það dró ekki úr áhuganum. Ég fór fyrst til Þýskalands og var þar í tæpt ár, en kom síðan heim til aö Ijúka Iðnskólanum. Þegar svo Iðnskól- anum lauk, fór ég til Svíþjóðar og var þar í rúmt ár. Sá skóli er þriggja ára, en þar eð ég var meö undirbúningsmenntun frá Þýska- landi, fór ég ( þriðja bekk í teikningum, en tók líka hluta af fyrsta og öðrum bekk. — En nú geröir þú einhvern samning við Sambandið í tengslum við þitt nám. Hvernig hjálpuðu þeir þér? — Ég gerði þannig samning, að ég skuldbatt mig til að vinna fyrir þá í fimm ár, en þeir hjálpuðu mér að Einar H. Bridde er eini íslendingur- inn i 25 ár, sem lokið hefur námi í feldskurði, og hann fékk fyrstu einkunn. — Hvernig var það með sveinsprófið? Ég hef heyrt, að sveinsstykkið hafi ekki þótt dóna- legt. — Ég keypti skinnin að utan sjálfur. Ég valdi ( þennan pels rússnesktskinn, sem heitir Persian og er lambskinn, eitt fínasta skinn, sem hægt er að fá. — Eru skinnin ekki tekin af lömbunum mjög ungum? — Þau eru tekin af tæplega vikugömlum lömbum, svo að sveipirnir í skinninu haldi sér. — En hvernig er pelsinn unninn? — Pelsinn, sem ég gerði fyrir prófið, er úr tuttugu og fjórum skinnum, og til að gefa hugmynd um verð í þessum bransa, þá kostuðu þessi skinn eitt hundrað og þrjátíu þúsund. Konan min, Alda Sigurbrandsdóttir, er lærð feld- saumakona, og hún saumaði pelsinn saman, en ég sneið hann allan til. — Og fékkstu góða einkunn? — Já, ég fékk fyrstu einkunn, og þess má geta, að próf í feldskurði hefur ekki verið tekið hér á landi í tuttugu og fimm ár. — Er ekki fremur lítið um framleiðslu á pelsum á íslandi? — Loftslagiðáislandierþaðrakt, að pelsar henta okkur frekar illa. Mokkakápur henta okkur miklu betur, hvað veðráttuna snertir. — En eftir að hafa lagt allt þetta nám á þig, er eins gaman að þessu og þú reiknaðir með? — Þetta er mjög skemmtilegt starf, og það er langt frá því, að ég sjáieftiraðhafa lært þetta. Enþetta eróskapleg þolinmæðisvinna, það þýðir lítið að vera í fúlu skapi, þá tekst illa upp. Það má segja, að þetta sé listgrein. Á.B. að feldskurðurinn sé listgrein Og hér sjáum við Öldu í sveins- stykkinu góða. segja, Og hér sýnir Atda okkur, hvað bóndinn gat búið til glæsilegan jakka úr afgöngum. komast í góðan skóla, sem var skólinníSvíþjóð. Þaðhlýturað vera þeirra hagur að hafa vel faglært fólk, sem getur unnið úr íslensku skinnunum. — Úr hvernig skinnum vinnið þið þarna í þinni deild? Við vinnum aðallega úr mokka- skinnum. islensku mokkaskinnin eru talin þau allra fínustu af þeim mokkaskinnum, sem til eru á heimsmarkaðnum. íslenskar mokkavörur eru því á heimsmæli- kvarða. Við höfum selt mikið út af óunnum mokkaskinnum, og þau eru síðan unnin úti. En við hljótum að tapa á því. Þessvegna studdi Sambandið mig til náms. 40. TBL. VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.