Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 43
ganga frá öllu. Ég sendi Matteo til
La Spezia til að tala við fasteigna-
sala. Verkstæðið gengur ágætlega
og það er nóg landrými hérna
bakvið til að stækka við sig. Um
leið og ég fæ kaupanda, þá er ég
farinn —Reiðilegar raddir að
utan komu honum til að þagna.
„Eitthvað er að,” sagði hann og
gekk út.
Bíll Matteos var við bensindæl-
una og rétt þar hjá yar mótorhjól.
Niðri á jörðinni flugust tveir menn
á.
„Matteo,” æpti Regína. Menn-
irnir tveir börðust áffam, (ín þess að
skeyta nokkru, ýmist liggjandi á
jörðinni eða á fjórum fótum. Ölin á
hjálmi mótorhjðlamannsins slitnaði
og hjálmurinn rúllaði frá honum.
Regína sá að þetta var Giuliano,
sem barðist við frænda sinn.
„Við verðum að stöðva þá,”
tautaði Beppo við hliðina á henni.
„Annars drepa þeir hvorn annan.”
Regína hljóp til og náði í
olíukönnu. En áður en hún náði alla
leið til þeirra, hættu þeir. Annar
þeirra staulaðist á fætur, hljóp að
mótorhjólinu, stökk á bak og
geystist af stað.
Matteo stóð upp og burstaði
Tkið af fötum sínum. Hann leit ó
Regínu og kímdi. „Hvað ætlaðirðu
að gera við þessa könnu?”
Regína varð vandræðaleg og hún
flýtti sér að leggja könnuna fró sér.
„Hún ætlaði að hella úr henni
yfir Giuliano,” sagði Beppo. „Út af
hverju voruð þið eiginlega að
slást?”
„Ég sagði honum að láta Regínu
1 friði. Honum mislikaði að ég væri
að skipta mér af honum og réðst
þess vegna á mig.”
„Ekki líkar honum betur að þú
skyldir hafa betur í þessum
slagsmálum,” sagði Beppo önug-
'ega. „Hann kemur aftur ásamt
félögum sínum. Þú ættir að koma
t>ér í burtu, því þú getur ekki einn
ráðið við tuttugu. Þú mátt engan
túna missa. Hann bíður ekki með
tað til morguns, að hefna sín á
þér,”
Matteo starði á hann. „Ég ætla
mér ekki að flýja undan Giuliano.”
„Þú getur sleppt því, að vera að
leika einhverja hetju,” hreytti
Beppo út úr sér. Þeir greiða ekki
útfararkostnaðinn fyrir þig. Skil-
urðu þetta ekki? Giuliano getur ekki
látið þig vera í friði. Hann þorir það
ekki. Ef hann gerði það, myndi
hann missa foringjahlutverkið.
Hann verður að sanna það að hann
sé meiri en þú. Komdu þér í burtu á
•ueðan þú getur, og taktu Reginu
með þér.”
Matteo leit á stúlkuna. „Ég skal
aka þér þangað, sem þú vilt fara,”
hauðst hann til. Síðan leit hann
aftur á Beppo. „En ég kem aftur
°í SKUGGA
%/ÓNSINS
um leið og ég hef komið henni á
öruggan stað.”
Gamli maðurinn snerist á hæli.
Það þýðir ekkert að reyna að koma
vitinu fyrir slíka aula,” tautaði
hann.
Matteo hleypti brúnum. „Að
sumu leyti hefur hann rétt fyrir sér,
sérstaklega hvað þig varðar,
Regína. En mér finnst þetta afar
einkennilegt.”
„Hvað?”
„Það er ekki líkt Beppo að gefast
upp. Hann hefur alltaf verið svo
mikill baráttumaður. En ég býst við
að öllu séu takmörk sett.”
,, Fráfall móður þinnar hefur verið
mikið áfall fyrir hann,” sagði
Regína vingjarnlega.
„Það hlitur að vera það,”
samþykkti Matteo. „Honum hefur
kannski þótt vænna um hana, en ég
hélt. Ef til vill gerði ég honum rangt
til.”
„Eins og þú veist, höfum við
aldrei rætt þetta, en ég var alltaf
vanur að hugsa mér bara hana og
mig, bara okkur tvö, hann alltaf
einhvers staðar utan við. Þegar ég
var lítill, og rétt að byrja að velta
slíkum hlutum fyrir mér, var ég oft
að hugsa um, hvemig í ósköpunum
hún gæti verið gift honum.”
„Var hann ekki góður við hana?”
Matteo yppti öxlum. „Ég geri
ráð fyrir því. Ég hafði ekki
hugmynd um, hvort honum þótti
vænt um hana. 'Ef til vill elskaði
hún hann líka. Þetta sýnir bara, hve
litið maður þekkir í rauninni
foreldra sína. Þau giftust að minsta
kosti ekki vegna ástar. Hún giftist
honum til þess að ég fengi nafn og
föður.
Mamma var þjónustustúlka í
kastalanum. Hún varð ástfangin af
Oreste Malaspina, — og hann af
henni að einhverju leyti. Þau
hlupust á brott saman og settust að
í húsi fyrir utan Naples. þegar
markgreifinn fann þau, var ég á
leiðinni.
Hann —Matteo kinkaði kolli í
ótt að verkstæðinu — „vann á
bilaverkstæði á staðnum, og var fús
að taka hana að sér, fyrir álitlega
þóknun auðvitað.”
Regína starði á hann. „Var
honum borgað?”
„Sama sem. Þetta verkstæði
hérna var keypt fyrir hann og sett á
nafn þeirra beggja.”
„En hvers vegna komu þau
hingað? Hefði ekki verið betra, ef
þau hefðu haldið sig annars
staðar?”
Matteo hló, gleðisnauðum hlátri.
„Þú skilur ekki fyrir hverju fólkið
hér gengur, vina mín. Ég skal segja
þér það, það er tvennt, jarðeignir og
peningar.
Það var fjölskylda móður minnar,
sem fékk þau til að setjast að hér í
Roccaleone. Markgreifinn gat ekki
gert neinar kröfur um, hvar
verkstæðið ætti að vera. Hann var
bara feginn að geta losað son sinn
úr slæmri klipu. En fjölskylda
móður minnar hafði sin eigin
sjónarmið.
Þau voru ákveðin í að Iáta ekki
verkstæðið ganga sér úr greipum.
Ef það væri í Naples, gæti hvað
sem er gerst, en hérna gátu þau
fylgst með framgangi mála. Svo
þau kröfðust þess, að ungu hjónin
byggju hér.”
„Og dæmdu þig þannig, til að
alast upp, þar sem allir vissu um hið
rétta faðerni þitt,” sagði Regina.
„Einmitt.”
„En andstyggilegt.”
„Fjölskyldan gat ekki vitað,
hverjum ég myndi líkjast. Ég hugsa
að meira að segja þau, hafi orðið
hálf miður sín, þegar ég fór að
likjast Malaspinaættinni svona
mikið. En þá var það orðið um
seinan.
Regína þráði að rétta fram
höndina og snerta hann, fullvissa
hann um að þetta gerði ekkert til.
Hár hans var úfið og hann var
óhreinn í framan. Hún vissi að hún
var ofurseld honum að öllu leyti.
„Allt þetta er liðin tíð. Hvaða
máli skiptir þetta núna?”
Matteo starði á hana. „Gerirðu
þér grein fyrir, hvað þú ert að
segja?” Rödd hans var skjálfandi
og hann barðist við að ná valdi á
henni.
Hún kinkaði brosandi kolli, og
rétti fram hendumar.
Þetta var í annað skipti, sem
Matteo kyssti hana, — en hvílíkur
munur. Nú vm koss hans ekki bara
harður og krefjandi, heldur þrung-
inn innilegri bliðu og ástúð.
Regína gleymdi öllum vandamál-
um þeirra, og allri þeirri hættu, sem
yfir þeim vofði, hún missti allt
tímaskyn. öll framtíð hennar var
þessi eini maður. Hún vissi að án
hans yrði líf hennar einskis virði.
Loks leit Matteo upp, hann
sleppti henni þó ekki. Hann hélt
ennþá fast utan um hana og Regina
lagði kinnina upp að öxl hans.
„Mér liggur mikið á að giftast
þér,” hvislaði hann niður í hár
hennar. „En ég er hræddur um 'að
fjölskyldur okkar beggja muni
mótmæla ákaft.”
„Hvers vegna?”
„Hvað heldurðu að Edwtu-d segi,
þegar'ég bið um hönd þína?”
„Hann ætti að verða ánægður.
Ég held að hann hafi aldrei verið
neitt sérstaklega hrifinn af ungu
mönnunum heima.
Framhald í næsta blaði.
Sápa og shampó í
sama dropa.
Doppeldusch
í steypibaðið
J.S. Helgason sf sími 37450
40. TBL. VIKAN 43