Vikan


Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 40

Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 40
• • I3||| 7t=.-c» . ..y* . * .] llniiiirinn 21. m.irs 20. jiril Þetta verður heldur daufleg vika og er það að mestu leyti þín eigin sök. Skamm- degismyrkrið er farið að hafa óœskileg áhrif á skapið og tefur það framgang þinn á mörgum sviðum. Viuiirt 2l.'ipril il.niiii Einhverjar nýorðnar breytingar á högum þínum valda þér erf- iðleikum, en þó ekki óy firstíganlegum. Rey ndu að laga þig að aðstæðum og lóta ekki þrjóskuna ná yfirtökunum. 1 \ihurarnir 22.mtii 2l.júni Þrætugirni þin er fárin að verða heldur þreytandi fyrir þína nánustu. Það gera sér allir grein fyrir, að þú hefurrétt fyrir þér, en það er óþarfi að vera alltaf að staglast á því. Hr.'htiinn 22. juni J.V juli Letin er alveg að yfirbuga þig þessa dagana, og þú reynir í örvæntingu að kenna öðrum um allt, sem miður fer. í stað þess að snúa við blaðinu, stingur þú höfðinu undir koddann. l. jóniO 24. júli 24. j|<ú«l Það er alltaf eitthvað að gerast í kringum þig, hvað öðru skemmtilegra. Farðu samt varlega í allri gleðinni, og mundu, að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Mtjjan 24.<igúsf 2.4.stpl. Störfin hlaðast upp hjáþérmeð geigvæn- legum hraða, og þér líkar það í rauninni bara vel. Gættu þess þó að láta ekki með- fædda smámunasemi tefja um of fyrir þér. \mSin 24.stpi. 2.VokJ. SporOdrckinn 24.okl. ‘M.iim. Hojimiióurinii 24.nó\. 21.dcs. Fjármédin hafa valdið þér þungum áhyggj- um undanfarið, en nú ætti að fara að rætast úr því. Farðu samt að öllu með gát og skipuleggðu útgjöld- in vandlega. Taktu á þig rögg og farðu í allar þessar heimsóknir, sem þú ert sífellt að tala um, en framkvæmir aldrei. Það verður í rauninni mikil og nauðsynleg tilbreyt- ing. Þér hættir til þess að láta áhyggjurnar ná of sterkum tökum á þér. Hugsaðu meira um bjartari hliðar tilverunnar, og láttu ekki hjá liða að gera þér ærlegan dagamún nú á næstunni. Frekja þín og yfir- gangur við einhvern þérmjögnákominn er orðið umræðuefni meðal kunningja þinna, ogfarirþú ekki að sjá að þér, er hætt við, að þeir snúi við þér bakinu. \alnshcrinn 2l.jan. ló.fchr. Áfall, sem þú varðst fyrir nýlega, ætlar að hafa meiri áhrif en búist var við í fyrstu. Þar er þó að mörgu leyti þér sjálfum um að kenna, en þetta líður hjá fyrr en varir. Hskarnir20.fchr. 20.mars Láttu ekki annað fólk hafa svona afgerandi áhrif á skoðanir þin- ar. Þetta getur orðið til þess, að þú verðir síðar óf ær um að leysa vandamálin á eigin spýtur. Regína, ef hún leyfir mér það....en núna verð ég að fara að aðhafast eitthvað,” sagði hann snögglega og stóð upp. ,,Er allt í lagi að skilja þig eftir eina?” „Auðvitað.” „Þú hefur alténd þennan unga mann, til að skemmta þér á meðan,” sagði Edward stríðnislega, og hún fann að hún roðnaði. Hvað skyldi hann segja, ef hann vissi að hún var að hugsa um Matteo? Hún mundi allt í einu, að hún hafði aldrei sagt Edward frá hótunum Giulianos. Einfaldast væri fyrir hana að fara frá Roccaleone. Giuliano myndi eflaust hrósa happi og Edward væri þá laus við áhyggjur af henni. Það myndi líka hjálpa henni að komast til botns í sínum eigin tilfinningum. Hún gat ekki hugsað skýrt, hér í þessu þrúgaða and- rúmslofti. Það besta, sem hún gæti gert, væri að hverfa smátíma. Hún ætlaði að biðja Hugh að keyra sig til La Spezia. Það var kominn sá tími, sem þau höfðu ætlað að hittast á, og hún flýtti sér til kaffihússins. Meðan þau fengu sér kaffi, sagði hún honum frá hótunum Giulianos og þörf sinni fyrir að komast burtu. Hugh hlustaði á hana, áhyggjufull- ur á svip. „Við verðum að fá lánaðan bílinn hans Bernards. Ef þú nennir að ganga með mér heim til hans, þá getum við spurt hann núna.” Þau fóru út um borgarhliðið og út á rykugan veginn. Síðan beygðu þau til hægri, inn á þröngan veg rétt við bilaverkstæðið. Beggja vegna voru vinekrur. Allt í einu fylltist loftið- af vélagný. „Mótorhjólin,” sagði Regína veikum rómi. Hugh starði á hana skelfdur. Þeir komu þjótandi út af vín- ekrunni, sex saman, og brunuðu niður veginn í átt frá borginni. Hugh og Regína stóðu grafkyrr, þar til sá síðasti þeirra var horfinn sjónum. Þá tók Hugh á sprett. „Komdu.” „Hverjir fleiri búa þarna niður- frá?” spurði Regina móð, „Enginn annar,” sagði Hugh hörkulegur ó svip. „Enginn nema Bernard.” Þau hlupu þögul áfram og þorðu ekki einu sinni að hugsa til þess, hvað þau myndu finna í húsinu. Allt í einu voru þau komin. Lítið, hvítt hús, sem stóð í fjallshlíðinni, með útsýni til hafsins í fjarska. Þau sáu ekkert lífsmark. Hugh ruddist inn í húsið. „Bernard, hvar ertu?” Ekkert svar. Þau stóðu í forstof- unni og horfðu í kringum sig og veltu því fyrir sér, inn í hvaða herbergi þau ættu að fara fyrst, þegar skelfingu lostin vegna þess, sem við sjónum blasti. Alls staðar var málning, stórar slettur á veggjum og lofti, og gljóandi marmaragólfið allt útatað. Mikið af húsgögnunum hafði verið brotið. Eitthvert þrusk heyrðist innan við dyrnar við endann á forstofunni. „Bernard?” Það var örvænting í rödd Hughs. Dyrnar, sem þau höfðu verið að horfa á, opnuðust hægt og Bemard kom skríðandi út með miklum erfiðismunum. Andlit hans var blóðugt, jakkinn hans rifinn og hann var allur í málningu. Þau hlupu til hans, en hann ýtti Regínu til hliðar. „Þetta er þér að kenna,” stundi hann. „Þú og þessi stórkostlegi frændi þinn hafa eyði- lagt allt. Sjáðu, hvað þeir hafa gert við mig, og hvernig þeir hafa farið með heimili mitt. Bara vegna þess að ég er enskur.” Regína starði í kringum sig með hryllingi. „En, herra Gifford.” Hann greip fram í fyrir henni. „Farðu. Farðu i burtu. Skilurðu það ekki?” Hann varð æstari og æstari og hrópaði á hana. „Komdu þér strax í burtu frá mér.” Hugh sagði i hasti: „Farðu og náðu i hjálp. Við verðum að nó í lögregluna og lækninn. Biddu svo i kastalanum.” Regina hikaði. „Ertu viss um að þú getir verið einn?” Gifford skalf og var í ömurlegu ástandi. „Það verður allt í lagi,” svaraði Hugh. „Ég held að hann sé frekar í andlegri geðshræringu, en að hann sé svo mikið meiddur. Það er ekkert fyrir þig að gera hér.” Hún hljóp til baka sömu leið og hún hafði komið. Hún sendi unga lögregluþjóninn og Tessaro lækni af stað og staulaðist svo inn í kastalann. Hún fann að einhver snerti við handlegg hennar. „Þú hefur verið að hlaupa, og það í þessum hita.” Regina leit framan í ráðskonuna. „Ég varð að gera það. Mótorhjóla- klíkan skvetti málningu út um allt í húsinu hans Giffords og þeir brutu líka mikið af húsgögnunum. Ég þurfti að ná í hjálp.” „Og Englendingurinn, hvað með hann?” spurði ráðskonan óttasleg- in. „Ég held að hann sé ekki mikið meiddur. Ég geri ráð fyrir að hann hafði ætlað að stöðva þá, en fengið óblíðar móttökur.” Ráðskonan andaði léttar. „Hann er þá ekki dáinn.” „Nei, hann er ó lifi. En það eiga eftir að verða mikil vandræði út af þessum atburði.” 40 VIKAN 40. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.