Vikan


Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 19

Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 19
14. HLUTI ngsins ,,Hvað ertu þá að flækjast hér niðri?” ,,JÚ, Drottningin,” svaraði Shima. ,,Hún er í mesta lagi tveggja stunda siglingu í burtu. En það er enskt skip svo að skipstjór- inn vill heldur hafa samband við Jishin-maru, af þvi að það er frá sama félagi og vonast til þess að geta bjargað einhverju af farminum yfir í það. En — sem sagt — dælurnar eru enn í lagi.” Sótug reykský svifu hægt niður ganginn eins og ryk, sem ekki vill setjast, og í fjarlægasta enda gangsins skaut smálogi upp kollin- um gegnum gólffjalirnar. það snarkaði í timbrinu. Þegar Dorothy heyrði það, rak hún upp hálfkæft óp ,,Ég var að gá að Glen Larkin. Hann brennur til dauða! Það verður að opna fyrir honum.” „Hann er sloppinn. Ég sá hann uppi á þilfari fyrir 10 mínútum.” „Flýtum okkur þá til björgunar- bátanna — " „Þú ferð ekki með fyrstu bátunum. Þú biður hérna um borð með mér, þangað til Jishin-maru kemur.” „En ef það kemur nú ekki í tæka tíð, Charlie — ” „Tja, auðvitað er það nokkur áhætta,” svaraði Charlie. „En það „Þú heldurþað,” sagði Frayle og glotti háðslega. „Hefurðu ef til vill komið gömlu ávísanabókinni þinni fyrir kattarnef, eða sótt innleystu ávisanirnar í bankann, áður en þú fórst frá Washington?” „Ég skil þig ekki, Charlie — Auðvitað hef ég ekki gert neitt af því tagi.” „Jæja, þá færðu að dúsa inni góða stund, því að þá finna þeir allar sannanir, sem þá vantar. M. a. að þú hafir mútað starfsmanni í flotamálaráðuneytinu í Washington til að stela þessum ófétis teikning- um!” „Það gerði ég alls ekki!” „Sama sem! Þú gafst út 2000 dollara ávísun, sem átti að kosta heilauppskurð á mjög áríðandi kvenmanni, sem Lawrence heitir.” „Já, en —” „Maður frú Lawrence er dyra- vörður i ráðuneytinu. 2000 dollar- arnir þínir voru beinlínis borgun fyrir teikningarnar! ” og flýtti göngu sinni sem mest hún gat. Hún vissi ekki, að Charlie Frayle gekk í humátt á eftir henni, fyrr en allt í einu, að hann greip um herðar hennar aftan frá. „Varstu að koma frá minum klefa, vinkona?” Nei, Charlie, ég — ” „Og þú hefur heldur ekki tekið neitt þar?” „Nei, Charlie.” er líka hinsvegar eina undankomu- von þin. Ef þú ferð með fyrstu bátunum, verður þú sett um borð í Drottninguna og flutt til Honolulu og stungið i tugthúsið eins og skot.” „En það verður ekki nema stutt stund, Charlie. Það er ekki hægt að halda mér lengi. Þeir hafa engin sönnungargögn móti mér. Ég er saklaus.” „Það er helber vitleysa! Hver heldur þú að geri sig að föðurlands- svikara fyrir svo litla upphæð,” sagði Dorothy. „O, það voru ekki bara pening- arnir, sem um var að ræða, heldur líka sjón konu hans, sem var í veði og andlegt heilbrigði, það er að segja allt líf hennar.” , ,Ó hvernig gastu gert þetta? Það er það aumasta — ” „Smávegis bardagi, vinkona! Það er lítið um siðferði í viðskiptum þjóða i milli!” „Svo að það varst þú sem lést gera eftirritin af teikingunum?” „Já, auðvitað!” „Og þú, sem seinna laumaðir þeim upp í herbergi föður míns!” „Það var nú allt saman þínum bráðefnilega bróður að kenna,” flýtti Frayle sér að segja. „Hann elti mig til Baltimore. Ég sá, að hann beið fyrir utan hjá ljósmynd- aranum. Og þar sem ég þóttist renna grun í tilgang hans, varð ég að grípa til minna ráða til þess að forða mér frá skömminni.” „Og svo settir þú teikningarnar í skrifborðið hjá pabba?” ,, Það var ekki ætlun mín að skilja þær þar eftir, vinkona. En sá gamli kom heim áður en ég vissi af og auk þess hringdi Lawrence og bað mig að eyðileggja ávisunina, af þvi að hann var hræddur um að verða yfirheyrður. Og því miður kom faðir þinn inn á línuna á meðan vð vorum að tala saman.” „Glen hefur þá haft á réttu að standa,” muldraði hún eins og við sjálfa sig. „Pabbi hefur víst haldið, að ég væri flækt í málið...." Allt i einu reisti hún höfuð sitt og leit hnakkekert beint framan í Frayle. Augu hennar gneistuðu af hatri og reiði: „Þú hefur drepið hann! Þú hefur myrt föður minn! Þú ert mesti vesalingur af öllum aumingjum á jarðríki — og heimskingi að auki. Þegar þú komst að þvi. að Arthur var um borð í Kumu-maru, varstu hræddur um að verða staðinn að glæpnum. Þú ætlaðir að reyna að bjarga þínum eigin skrokk. en láta Bonners-fjölskvlduna sitja upp með alla skömmina. Það var þess vegna sem þú lést mig hafa eftirritin. þegar ég bað þig um að afhenda mér vanadium-samninginn!” „Nei. vina mín. nei. það er ekki rét t. ‘ ‘ sagði Frayle og reyndi að afsaka sig. „Ég fór möppuvillt.” „Þú skrökvar því!" sagði Dor- othy. „Þú lést mig hafa umslag frá Vanadiumfélaginu, en varst áður búinn að taka samningana þaðan burtu og setja þessar bannsettu teikningar i staðinn. Þú vissir, að mér mundi aldrei detta i hug að lita í möppuna, þar sem allt virtist vera í lagi. Þú vissir, að ég treysti þér — treysti þér í blindni. Og svo þegar Arthur hafði verið myrtur og þú þóttist öruggur, stalstu eftirritun- um aftur. Alveg eins og Glen sagði. Þú myrtir líka Arthur!” „Heyrðu, góða, hlustaðu á mig." „Nei, nei, lof mér að fara." Dorothy losaði sig frá honum og 40. TBL. VIK.AN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.