Vikan


Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 10

Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 10
PÓSTIJRINN LÖGREGLUSKÓLINN Kæri Póstur! Mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga um Lögreglu- skólann í Reykjavík. 1. Hver eru inntökuskilyrði í skólann? 2. Hvað tekur hann langan tíma? 3. Eru gerðar einhverjar aðrar kröfur til kvenmanna en karlmanna? Og svo þetta vanalega: Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldur þú, að ég sé gömul? Hvernig eiga vatns- berastelpa og Ijónsstrákur saman og vatnsberastelpa og meyjar- strákur? Með fyrirfram þökk. A.B. Jæja, mín kæra A.B. — Heldur fékkstu nú að bíða lengi eftir svari við þessu bréfi þínu, en það var hægara sagt en gert að ná I þá, sem gátu veitt mér upplýsingar um þetta, bæði vegna sumarfría og misskilnings! Þetta tókst þó aö lokum, og færðu nú svör við spurningum þínum. Inntökuskil- yrði i Lögreg/uskó/a ríkisins eru þau, að viðkomandi þarf að vsra ráðinn (starfandi) iögregiuþjónn, vera á aldrinum 20-30 ára og líkamlega hraustur og heilbrigður. Hann þarf að hafa hreint saka- vottorð, a.m.k. i refsimálum (stöðumæiasektir eru fyrirgefnar), og auk þess þarf að hafa gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun, þ. e. einhverja fram- haldsmenntun. Það er byrjað á að sækja um starf sem lögreg/uþjónn og vera ráðinn, og þá fer viðkomandi sjálfkrafa í Lögreglus- skóla ríkisins. Skólinn byrjar yfirleitt á haustin, i október, og er þá í sex vikur. Eftir það er eins árs starfsþjálfun úti og siðan 18 vikur á skólaþekk, þannig að námi er yfirleitt iokið í maí, rúmiega einu og hálfu ári síðar. Þó getur námið tekið lengri tíma, en kappkostað er, að hægt sé að ijúka því á a.m.k. tveimur árum. Það fer þó eftir nemendafjöida hverju sinni. Það skal tekið fram, aö lögreglu- þjónar eru á launum, meðan þeir eru í starfsþjáifuninni. Það er enginn greinarmunur gerðu á kvenmönnum og kar/mönnum. Skriftin ber með sér mikia ákveðni og sjálfsöryggi. Þú ert svona 16-17 ára. Svo heitir merkið vatnsberi, en ekki vasberi... Vatnsberastelpa og Ijónsstrákur eiga mjög vel saman, því að þótt vatnsbera- stelpunni leiðist yfirleitt ástríðu- fullt fótk, er Ijónið þar undantekn- ing. Vatnsberastelpa og meyjar- strákur eru yfirleitt á öndverðum meiði, en þó eru vissir leyniþræðir skiinings á mil/i þeirra, og ætti þvi samband þeirra að geta b/essast. BRÉF FRÁ H.P. VINKONU PÓSTSINS Hæ, hæ, Pósta, Póstur! Þakka þér kærlega fyrir svarið við bréfi mínu í 29. tbl. 39. árg. Veistu það, að megrunarkúrinn menn gengur bara ekkert, ég hef lést svona um eitt eða tvö kíló. En mig langar að grenna mig meira en það. Ég held að það eina sem er að, er að ég er ekki nógu dugleg stelpa. Heldurðu það ekki? Nú er það furðulegt maður. Ég held, að það sé bara lítið af vandamálum hjá mér núna. Það er þá bara þetta venjulega, þú veist. Svolítið af bólum, köflótt læri, feimin feitabolla. Svo ég hef ekki mikið að spyrja þig um að sinni. En ég orti samt svolítið Ijóð handa þér, af því þér finnst það svo gaman, og mér finnst bara ekkert leiðin- legt að yrkja. Ehemm, en ég býst sko ekki við neinum listamanna- launum á næsta ári, né nokkurn tíma. Þá væru sko allir orðnir vitlausari en þeir eru nú. Held ég. Jæja, en Ijóðið hljóðar svona: „Þegar vandamálin fara mig að hrella, og áhyggjur mér raða sér að, eða úr skálum reiði minnar þarf að hella, er gott að geta tekið sér blýant og blað, og skrifað á línur nokkur orð til þín, um sorgir eða feitt holdarfar, því ég veit þú skrifar á móti til mín, og gefur mér gott og hughreyst- andi svar." Jæja, ég er að hugsa um að tala ekki neitt meira um þetta Ijóð. Heyrðu Póstur minn, hvernig er að vera blaðamaður? Er þetta ekki reglulega skemmtilegt og fjöl- breytt starf? Geturðu ekki verið svo góður að segja mér eitthvað skemmtilegt (eða leiöinlegt ef þess þarf) um blaðamennsku? Ég er nefnilega mikið að spekúlera í að verða blaðamaður. Heldur þú, að ég geti ekki fengið eitthvert starf hjá dagblaöi næsta sumar? Bara svona til þess rétt að kynnast blaðamennskunni. Ég held ég kveðji þig bara núna. Bæ, bæ. H.P.pían Halló vinkona! Þú ættir bara að vita, hvað ég hressist alltaf andlega, þegar ég sé skriftina þína utan á umslagi til míni Þú mátt bara fyrir alla muni ekki hætta að skrifa mér — og alls ekki hætta að yrkja!! Listamannalaunin geta komið einhverntíma! Þetta meö megrunarkúrinn þinn... það er ekkert að marka, þó þér gangi ekki vei í fyrstu, þetta kemur al/t með tíð og tíma. Ég hef enga trú á, að þú sért ekki nógu dug/eg, ég er alveg sannfærður um, að þú ert full af vi/ja og átt ábyggilega eftir að verða grönn og spengiieg. Annars er mig nú farið að langa til að sjá þ ig, því ég er viss um, að þú ert al/s ekki eins feit og þú sjá/f álitur! — Hvaö viðkemur blaða- mannsstarfinu eru víst skiptar skoöanir um, hversu skemmtilegt þaö er. Þetta mun þó vera mjög fjö/breytt og llflegt starf, og þú ert ábyggilega efni I prýðisblaða- mann! Þú ættir nú bara hrein/ega að labba þig niður á eitthvert dag- blaðið I vetur og athuga, hvort þú getir ekki fengið vinnu næsta sumar. Vinur okkar, þú veist, er ekki á iandinu núna, og þvigat ég ekki komið þessu til hans, en ég ætla að gera það um leið og hann kemur. Ég efast ekki um, að hann verður yfir sig hrifinn, ég varð það að minnsta kosti. Þú ættir nú að teikna mynd af mér....i (eins og þú heldur að ég llti út).l Jæja, vænan min, skrifaðu mér nú fijótt aftur, og þá skal ég segja þér, hvað vinur vors og blóma hefur sagt um þetta a/lt samanii — Já, og takk fyrir Ijóðið til mín/ ORÐIN ALVEG ÓÐ. Kæri Póstur! Nú er ég orðin svo reið, að ég get ekki stillt mig öllu lengur. Það er því eins gott fyrir ykkur að fara að breyta til. Byrjum á myndasögunum. Þær eru nú svo sem ágætar og væru alveg stórfínar, ef þessi þorskhaus þarna (Jón forstjóri) og heimsku hálfvitarnir, sem þið nefniö „Labbakútarnir" myndu gjöra svo vel að fara sína leið. Einnig mættuð þið fara að skipta um auglýsingu þarna, þar sem kókómjólkin er auglýst. Ég held, að flestir séu nú búnir aö læra hana utanað. Svoerþaðpoppþátturinn, ef svo skyldi kalla. Hann mætti nú sigla sinn sjó og aumingja Smári Valgeirsson halda áfram með sinn þátt (babl), og 3M mætti líka koma aftur. Af hverju komið þið ekki með dulræn efni og sleppið til dæmis „Tæknifyriralla" eða þá andsk... bílaþættinum? Ég held það væri eitthvað af viti. Jæja, nóg í bili. En viltu nú vera svo vænn að segja mér, hver er happadagur, happalitur, steinn og blóm þess, sem er fæddur 11. júní? Svo megið þið alveg birta góðar greinar og myndiraf íslenskum hljómsveitum, t.d. Brimkló og Pelican. Ég ætla að vona, að þið takið eitthvert mark á mér og svarið mér að minnsta kosti, því ef þið svariö mér ekki, þá kem ég og bít af ykkur hausinn!11 Aldurinn veit ég sjálf, en þú mátt alveg lesa eitthvað úr krafsinu, ef það erhægt. Hvernig er stafsetningin? Með þökk fyrir (vonandi) birtingu, Einorðin bandóð. P.s. Hvernig nenniröu að svara alltaf bréfum um þessa bannsettu , ástarleiki? Lýstu bara yfir, að þú sért enginn fj... „hjónabandsráðgjafi" Út úr skriftinni má lesa, að þú getir verið a/veg óð af dugnaði, ef þú vilt það við hafa, gallinn er hins vegar sá, að þú vilt það a/ls ekki alltaf. Mérfinnstþú megir vel við una að hafa gaman af öiiu myndasögu- blaðinu, að undanskildum Jóni, labbakútunpm og kókómjólkinni. Ég er sannfærður um, að margir lesendurhafa ekki minnsta áhuga á neinnimyndasögu, enþeir vita sem er, að Vikan reynir að fullnægja kröfum sem f/estra aldurshópa til þess að rísa undir því að ka/iast heimilisblað, og þess vegna eftirláta þeir myndasöguunn- endum ánægjuna afþeim, en snúa séránægðiraðþví, semþeim fellurl geð. Það er fremur sjaldgæft, að poppskrifarar endist mjög lengi með sinaþætti, og hvorki Smári né Edward eru tiibúnir að taka aftur uppþráðinn. Poppfræðirit Halldórs 10 VIKAN 40. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.