Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 8
FRÆGASTI
UNGLINGUR
VERALDAR
öðlast. Húnhefurleikiösín hlutverk
í góðu skapi og af innlifun, að því er
hún sjálf staðhæfir.
En hún gefur sér líka tíma til að
vera táningur. Hún hefur gaman af
íþróttum og leikur oft blak, fótbolta
og körfubolta. Hún hefur einnig
ákaflega gaman af að fara í bíó.
Annars horfir hún á sjónvarpið,
stelst í súkkulaðiköku mömmu
sinnar og hlustar á popptónlist.
David Bowie er í mestu uppáhaldi
hjá henni um þessar mundir.
Hún er orðin vön að svara alls
konar spurningum og afvopnar oft
ágenga blaðamenn með þvíað gefa
til kynna, að henni finnist
spurningar þeirra barnalegar. Eins
og þegar hún var spurð um
framtíðaráætlanir sínar: — Ég hef
lengi hugsað mér að verða
rithöfundur. Um tíma gældi ég líka
við þá hugsun að verða forseti
Bandaríkjanna, en ég hætti við þá
drauma eftir Watergate-málið. Nú
langar mig mest að verða leikstjóri.
Ég hef séð hvernig Scorcese
(maðurinn, sem stjórnaði ,,Taxi
Driver") vinnur og hef áhuga á því
starfi. Svo finnst mér stórkostlegt
að vera leikari — en ég er það nú
þegar, svo það er sennilega ekki
hægt að taka það með í
framtíðaráætlanir, eða hvað?
Hvernig Jodie Foster á eftir að
ganga sem leikkonu, þegar hún
verður fullorðin, er of snemmt að
segja til um. Annaðhvort kemst
hún ,,í gegn", eða hún verður
,,lífstíðar" barnastjarna eins og
ýmsir forverar hennar. Mary
Pickford lék barn, þar til hún varð
þrítug. Shirley Temple hélt það út
fram að 21 árs aldri..
— Ég held ég hafi nú þegar
komist í gegnum það versta, álítur
Jodie. — Þegarégfullorðnast, verð
ég raunverulega fullorðin. Það er
vegna þess, að ég hef þegar gert
svo mikið.
Þá er bara að bíða og sjá hvernig
fer....
Hand
san
Mýkir, grædir og
verndar hörundid.
Handsan er handáburður
í háum gæðaflokki
og ekki fitukenndur.
Handsan er Wella vara
og fæst í næstu búð.
Heildsölubirgðir:
Halldór Jónsson hf.
Sími 86066.
Jodie Foster í hlutverki sinu
ÍTaxi Driver
8 VIKAN 40. TBL.