Vikan


Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 48

Vikan - 06.10.1977, Blaðsíða 48
HÚN VAR MEÐ SKEGG Kæri draumráðandi! Þann6/91977dreymdi mig mjög skýran draum, sem ég vona, að þú ráðir fyrir mig. Ég var að passa fyrir systur nr. 1 (sem ég er í rauninni að gera). Þákomstrákur,semégþekki og bað um að fá að fara í bað. Ég sagði, að það væri alveg sjálfsagt, en þá mundi ég, að það var ekkert bað, svo ég sagði honum að fara til systur minnar nr. 2 (ég á sko 3 systur). Og hann fór. Þá kom systir nr. 1. Hún var mjög sóðaleg, drullug kápa, og hárið stóð út í allar áttir. Svovarhúnkomin með skegg á hökuna og sagði, að maðurinn hennar hefði beðið hana að safna því. Svo var ég allt í einu á leið til Reykjavíkurmeð krökkum, sem ég þekki, enbróðirminnók. Svo fórég í sjoppu og keypti mér ís með súkkulaðibráð. Svo fór ég í einhverja aðra og keypti mér annan ís, en þá tók afgreiðslustúlkan ísinn, sem ég hélt á, og bjó til annan úr honum. En ég tautaði alltaf: Hafðu hann lítinn. Svo vorum við krakkarnir komnir í gamalt hús. Ég fór að hengja út þvott og brjóta hann saman. Svo fór ég ein í leikhúsið, en þar hitti ég systur mina nr. 1 og líka systur nr. 3. Ég settist viðhliðinaá þeim. Svoskrappégtil að kaupa mér gott, en skildi eftir óopnaðan Winston-pakka í sætinu til að merkja sætið. En það gerðu allir. Svo þegar ég kom aftur inn, var hann horfinn. Þá sá ég konu veraaðreykjaúrhonum. Svovar ég aftur komin í gamla húsið og fór þá innáklósettog reyktiog reykti. Svo fór ég aftur heim og fór á rúntinn með pabba og vinkonu minni í einhv. Willysjeppa, sem ekkert þak vará. Á undan okkur var alveg eins jeppi, en honum ók strákur, semégerofsahrifinaf. Viðfærðum okkur yfir í jeppann til hans. Pabbi og vinkona mín sátu aftur í, en ég sat frammi í og át upp úr sviðadós og hann líka (sko gæinn). Svo færðum við okkur alltaf nær hvort öðru, þangað til við sátum fast saman. Þá vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Fia. Þú verður fyrir miklu hugarangri og andstreymi, og mannorð systur þinnar er i hættu. Hún verður fyrir illu umtali, en það verður upprætt, og hamingjusólin brosir við ykkur báðum, áður en /angt um líður. Mig dreymdi VAR AÐ BAKA BRAUÐ Kæri draumráðandi! Mig dreymdi svo sérkennilegan og skýran draum, sem mig langar að vita, hvernig þú ræður. Mérfannst ég vera úti að ganga, og þá fannst mér allt í einu ég verða aðfara heim og baka brauð. Svo var ég farin að baka og hafði mikið í kringum mig, og ég bakaði þau ósköp af brauði. Og þegar ég var búin að baka og hálffylla öll borð af brauði, þá kom mamma til mín og var alveg undrandi á þessum dugnaði og sagði: Ég þarf líklega ekki að baka framar, þú ert orðin svo dugleg að baka. Ég varð svo glöð og fannst ég hafa afrekað mikið. Svo settumst við niður og brögðuðum á brauðinu, og það komu fleiri og fengu sér brauð, og allir hældu mér mikið fyrir dugnaðinn. Svo sagði ég við mömmu, að þetta væri svo mikið, égætlaðiaðgefa eitthvaðaf þessu, og svo pakkaði ég inn nokkrum brauðum og lagði af stað með þau. En þá vaknaði ég. Það skiptir kannski ekki máli, en ég kann í rauninni alls ekki að baka. Vona, að þú viljir ráða þetta. Rósa. Ekkiernú draumurinn dónalegur og boðar þér ekkert nema gott. Sennilega ertu í þann veginn að gifta þig, og þú verður mjög hamingjusöm. HANN VAR HALTUR Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða eftirfarandi draum: Mérfannstég veraá gangi niðri í bæ með vinkonu minni. Það var ofsalega gott veður og margir í bænum. Mér leið þó ekkert sérstaklega vel, því mér fannst ég hálf asnalega klædd. Ég var í mjög skrautlegri kápu, sem mér fannst þó ekki klæða mig vel, og með nýja húfuáhöfðinu, sem mérfannst líka hálf asnaleg. Og ekki bætti úrskák, að stígvélin mín voru hálf sóðaleg. Vinkona mín var ofsakát og kjaftaði við alla, sem við hittum, en mér fannstenginn viljatala við mig. Svo sé ég, að strákur, sem ég er búin að vera lengi með, kemur á móti okkur, og hann er haltur. Vinkona mínæpiráhannogspyr, hvaðséað honum, en hann líturá mig ogsegir: Ég meiddi mig bara. Þá vaknaðiég. Hvað heldur þú, að þetta tákni? Með fyrirfram þökk fyrir ráðn- inguna. Mússa. Táknin í draumnum eru mjög glögg. Þérhlotnastheiður, enhann verður skammvinnur og þér til litillar ánægju. Þú hættir við strákinn og tekur saman við annan, en þetta á eftir að valda vansæld bæði stráksins og sjálfrar þin. BLEIKUR HESTUR OG BROTIN EGG Kæri draumráðandi! Mig langartil að biðja þig að ráða eftirfarandi draum: Mér fannst ég vera við hesthús og vera að líta svona í kringum mig. Sé ég þá vin minn B þeysandi á bleikum hesti (sem hann á í raunveruleikanum). Síðan fannst mér ég vera stödd fyrir utan blokk og vera að bíða eftir B., en hann ætlaði að keyra mig heim. Fannst mér ég vera búin að bíða lengi, og var ég farin að tvístíga þarna fyrir utan. Held ég þá á stórum strigapoka, en mjög gisnum, og var hanntæplega hálfuraf eggjum. Var ég að virða fyrir mér eggin. Efstu eggin voru brotin, rauðurnar voru heilar, en auk þess voru egg innan um, sem voru sprungin, en einnig heil egg. Pokinn lak ekki. Var ég nú orðin óróleg yfir því, hvað ég var búin að biða lengi eftir B. Þá kom hann loks og afsakaði sig og sagði, að mamma hefði hringt og beðið hann að koma með egg með sér, og hélt hann á bréfpoka með eggjum í. Ég vona innilega, að þú sjáir þér fært að birta þennan draum, því ég tel hann tákna eitthvað. Með fyrirfram þökk. S.I.Ú. Þvímiðurberal/taðsama brunni, þegar litið er á táknin I þessum draumi. Bleikur hestur boðar hættu. Brotin egg boða eignatjón, mannorðsspjölleða svik. Ogjafn vel bréfpokinn táknar yfirvofandi erfiðleika. BARNSFÆÐING Elsku draumráðandi! Fyrir stuttu dreymdi mig draum, sem mér þætti vænt um að fá ráðinn, því hann veldur mér svo miklum áhyggjum. Mérfannst ég veraólétt og að því kominaðfæða. Svovarégalltíeinu komin í einhverja stofu, þar sem læknirstóðyfirmér. Mérfannst ég sitja ístól fyrir framan bekkinn, sem ég átti að liggja á og fæða. Ég hafði svo miklar áhyggjur af því, að ég myndi fæða, áður en ég yrði sett upp á bekkinn. Svo allt í einu var ég búin að ala sveinbarn.Ég var sett i litla stofu með barnið á legubekk. Þá fannst mér barnið detta niður á gólf, en þegar ég tók það upp, var allt í lagi með það. En þegar líða tók á stundir, fannst mér það vera svo skrítið og alls ekki eðlilegt. Og ég var alveg frávita af áhyggjum út af þessu og leið illa. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Kær kveðja, S.S. Giftum konum er það fyrir góðu að dreyma, að þær a/i barn, en ógiftum er það fyrir erfiðleikum I ástamálum. Að fæða sveinbarn er fyrir ve/ heppnuðum áformum. Ef giftar konur dreymir, að þær eignast barn, getur það hreinlega verið þeim fyrir barnsfæðingu. Einnigersagt', aðnýfættsveinbarn, sem dreymandinn á sjátfur, sé honum fyrir farsælli atvinnu. Síðasti hluti draumsins getur táknað smávægis erfiðleika. 48 VIKAN 40. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.