Vikan


Vikan - 06.10.1977, Page 35

Vikan - 06.10.1977, Page 35
Hann heitir Einar H. Bridde og starfarsem feldskurðarmeistari hjá Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri. Vikumenn voru nýlega á ferð á Akureyri að fylgjast með fallhlífastökkvunumog þóttitilvalið að leggja nokkrar spurningar fyrir Einarsvonaíleiðinnitilaðforvitnast aðeins um feldskurð. Við spurðum Einar fyrst að því, hvernig honum hefði dottið í hug feldskurður frekar en eitthvað annaö? — Tja, ég hef lengi haft áhuga á þessu. Faðirminner meðminkabú, og ég held, að það hafi kveikt í mér fyrsta neistann. Mig langaði aö nýta íslensku skinnin hér heima. — Dró það ekki neitt úr áhuganum, þegar þú komst að því, hve erfitt það yrði fyrir þig að læra þessa grein? — Ég varð að fara út til að læra þetta, því það eru of fáir starfandi feldskuröarmeistararhérheima, og það var ekki grundvöllur fyrir því að komast í nám hér, en það dró ekki úr áhuganum. Ég fór fyrst til Þýskalands og var þar í tæpt ár, en kom síðan heim til aö Ijúka Iðnskólanum. Þegar svo Iðnskól- anum lauk, fór ég til Svíþjóðar og var þar í rúmt ár. Sá skóli er þriggja ára, en þar eð ég var meö undirbúningsmenntun frá Þýska- landi, fór ég ( þriðja bekk í teikningum, en tók líka hluta af fyrsta og öðrum bekk. — En nú geröir þú einhvern samning við Sambandið í tengslum við þitt nám. Hvernig hjálpuðu þeir þér? — Ég gerði þannig samning, að ég skuldbatt mig til að vinna fyrir þá í fimm ár, en þeir hjálpuðu mér að Einar H. Bridde er eini íslendingur- inn i 25 ár, sem lokið hefur námi í feldskurði, og hann fékk fyrstu einkunn. — Hvernig var það með sveinsprófið? Ég hef heyrt, að sveinsstykkið hafi ekki þótt dóna- legt. — Ég keypti skinnin að utan sjálfur. Ég valdi ( þennan pels rússnesktskinn, sem heitir Persian og er lambskinn, eitt fínasta skinn, sem hægt er að fá. — Eru skinnin ekki tekin af lömbunum mjög ungum? — Þau eru tekin af tæplega vikugömlum lömbum, svo að sveipirnir í skinninu haldi sér. — En hvernig er pelsinn unninn? — Pelsinn, sem ég gerði fyrir prófið, er úr tuttugu og fjórum skinnum, og til að gefa hugmynd um verð í þessum bransa, þá kostuðu þessi skinn eitt hundrað og þrjátíu þúsund. Konan min, Alda Sigurbrandsdóttir, er lærð feld- saumakona, og hún saumaði pelsinn saman, en ég sneið hann allan til. — Og fékkstu góða einkunn? — Já, ég fékk fyrstu einkunn, og þess má geta, að próf í feldskurði hefur ekki verið tekið hér á landi í tuttugu og fimm ár. — Er ekki fremur lítið um framleiðslu á pelsum á íslandi? — Loftslagiðáislandierþaðrakt, að pelsar henta okkur frekar illa. Mokkakápur henta okkur miklu betur, hvað veðráttuna snertir. — En eftir að hafa lagt allt þetta nám á þig, er eins gaman að þessu og þú reiknaðir með? — Þetta er mjög skemmtilegt starf, og það er langt frá því, að ég sjáieftiraðhafa lært þetta. Enþetta eróskapleg þolinmæðisvinna, það þýðir lítið að vera í fúlu skapi, þá tekst illa upp. Það má segja, að þetta sé listgrein. Á.B. að feldskurðurinn sé listgrein Og hér sjáum við Öldu í sveins- stykkinu góða. segja, Og hér sýnir Atda okkur, hvað bóndinn gat búið til glæsilegan jakka úr afgöngum. komast í góðan skóla, sem var skólinníSvíþjóð. Þaðhlýturað vera þeirra hagur að hafa vel faglært fólk, sem getur unnið úr íslensku skinnunum. — Úr hvernig skinnum vinnið þið þarna í þinni deild? Við vinnum aðallega úr mokka- skinnum. islensku mokkaskinnin eru talin þau allra fínustu af þeim mokkaskinnum, sem til eru á heimsmarkaðnum. íslenskar mokkavörur eru því á heimsmæli- kvarða. Við höfum selt mikið út af óunnum mokkaskinnum, og þau eru síðan unnin úti. En við hljótum að tapa á því. Þessvegna studdi Sambandið mig til náms. 40. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.