Vikan - 27.10.1977, Page 4
Ungfrú heimur 1907
Hin 95 ára gamla Milena Lekovic í
Godinje í Júgóslavíu varð fræg, þegar
hún vann fegurðarsamkeppnina
,,Æska og fegurð,” sem haldin var í
London fyrir 70 árum. Norskir
blaðamenn lýsa heimsókn til Milenu.
I litlu fjallaþorpi í Montenegro í
Júgóslavíu kúra lítil, grá steinhús í
voldugum fjallasal. Þarna virðist
tíminn hafa staðið kyrr síðustu 600
árin. Þetta er þorpið Godinje.
Staðurinn er kunnur fyrir tvennt:
Ljúffengt vín og Milenu Lekovic,
elstu núlifandi fegurðardrottning-
una og þá fyrstu sem hlaut titilinn
„Ungfrú heimur.”
Há og svartklædd stendur hún á
dyrapallinum og bíður okkar.
,,Jæja, enn koma blaðamenn,”
segir hún og hlær Hún er vön að
taka á móti þeim. Sjónvarpið í
Titograd hefur gert langan þátt um
viðburðaríkt líf hennar, og blöðin
hafa birt við hana viðtöl.
Fyrir framan okkur stendur
konan, sem fyrir 70 árum vakti
heimsathygli fyrir fegurð. Aðals-
menn og furstar krupu á kné fyrir
MILENA VANN FYRSTU FEGURÐARSAMKEPPNI HEIMS.