Vikan


Vikan - 27.10.1977, Side 50

Vikan - 27.10.1977, Side 50
Peysan hennar STÆRÐIR: 36 (38) 40 (42). EFNI: 4 (5) 5 (5) rauðar hnotur, 5 (5) 6 (6) appelsínurauðar hnotur, 4 (4) 5 (5) Ijósfjólubláar hnotur, 3 (3) 4 (4) purpurarauðar hnotur og 2 (3) 3 (3) hnotur í fjólubláum lit. Þetta er miðað við 50 gr hnotur. PRJÓNAR: Nr. 6. PRJÓNFESTA: 15 lykkjur með tvöföldu garni á prjóna nr. 6 eiga að mælast 10 sm. Randamunstrið: 10 umf tvöfalt rautt 8 umf rautt/appelsínurautt 10 umf tvöfalt appelsínurautt 8 umf appelsínurautt/ljósfjólublátt 10 umf tvöfalt Ijósfjólublátt 8 umf Ijósfjólublátt/purpurarautt 10 umf tvöfalt purpurarautt 8 umf purpurarautt/fjólublátt 10 um tvöfalt fjólublátt 8 umf fjólublátt/rautt Endurtakið þetfa allan tímann. Bakstykkið: Fitjið upp 78 (81) 84 (87) lykkjur með tvöföldu rauðu garni og prjónið alltaf rétt í randamunstri — hafið fyrstu rauðu röndina 16 umf, því það þarf að brjóta upp á faldinn að neðan. Fellið af á fimmta hverjum sm fimm sinnum, það verða þá 68 (71) 74 (77) lykkjur á prjónunum. Þegar stykk- ið mælist 73 (75) 77 (79) sm, á að fella af fyrir miðju 14 (15) 16 (17) lykkjur vegna hálsmálsins og prjóna hvora hlið fyrir sig. Fellið 1 lykkju af við hálsmálið í hverri umf þrisvar sinnum, og fellið samtímis af við öxlina í byrjun hverrar umf: 8, 8, 8 (8, 8, 9) 8, 9, 9 (9, 9, 9) lykkjur. Nýlega var á prenti haft eftir rosknum kennara, að karlmenn ættu að læra aö prjóna, þeim leiddist þá síður aðgerðarleysið á elliárunum, ef þeir kynnu þá kúnst. Sjálfur prjónaði hann aðallega fingravettlinga. Hvernig væri nú, að HANN prjónaði sjálfur sína peysul Hann yrði áreiðanlega upp með sér að ganga í fallegri flík, sem hann hefði prjónað sjálfur. — En þetta átti nú ekki að verða uppeldisþáttur, og skulum við nú snúa okkur að efninu. Peysur handa h Gleymið ekki að lesa alla uppskriftina yfir fyrst og athuga prjónastærð og hvernig liti þið kunnið best við. Takið uppskrift- ina með, þegar þið kaupið garnið og látið afgreiðslufólkið ráðleggja ykkur. Best er að nota fínt ullar- eða gerviefnisgarn. ATH! Peysurnar eru prjónaðar úr garninu tvöföldu, og þær eru prjónaðar með svona grófum prjónum, svo að þær verði dálítið stórar og léttar. En takið líka með I reikninginn, að þær stækka við notkun.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.