Vikan


Vikan - 27.10.1977, Qupperneq 51

Vikan - 27.10.1977, Qupperneq 51
íðum Oft fer tíminn fyrir framan sjónvarpið fyrir lítið, en þá er alveg upplagt að hafa eitthvað þægilegt á prjónunum, svo að tíminn fari ekki algjörlega til spillis. Þessar fallegu peysur er bæði einfalt og fljótlegt að prjóna, og nú geta BÆÐI tekið fram prjónana og keppst við. Framstykkið: Fitjið upp og prjónið eins og bakstykkið, þar til stykkið mælist 66 (68) 70 (72) sm. Fellið af fyrir miðju 8 (9) 10 (11) lykkjur vegna hálsmálsins og prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið af eina lykkju við hálsmálið í hverri umf sex sinnum. Fellið af við öxlina í sömu hæð og á sama hátt* og á bakstykkinu. Ermarnar: Fitjið upp 46 (48) 50 (52) lykkjur með tvöföldu rauðu garni og prjónið randamunstrið. Fyrsta rauða röndin á að vera 16 umf vegna uppábrots. Þegar ermin er 45 (46) 47 (48) sm löng, á að auka eina lykkju í hvorri hlið, í fyrstu í fjórðu hverri umf 4 sinnum, svo annarri hverri 2 sinnum. Fellið laust af. Hettan: Fitjið upp 112 lykkjur með tvöföldu rauðu garni og prjónið randamunstrið í 26 sm. Fellið af. Frágangur: Saumið flíkina saman. Brjótið 6 umf innaf neðst á bolnum og á ermunum, saumið með lausum sporum. Snúið snúru úr 8-földu garni og dragið gegnum faldinn. Mussa STÆRÐIR: 46 (48) 50 (52) EFNI: Notið fínt ullar- eða gerviefnisgarn (undið tvöfalt). Það þarf 5 (5) 6 (6) hnotur af drapplitu (ecru), 3 (3) 4 (4) af hverjum eftir- talinna lita: millibrúnt, brúnt, kamel og Ijósdrapplitu. PRJÓNAR: Nr. 5 og 6. Prjónfesta eins og á dömupeys- unni. Randamunstrið: 8 umf drapplitt (ecru)/kamel 10 umf tvöfalt kamel 8 umf kamel/dökkbrúnt 10 umf tvöfalt dökkbrúnt 8 umf dökkbrúnt/Ijósdrapplitt 10 umf tvöfalt Ijósdrapplitt 8 umf Ijósdrapplitt/millibrúnt 10 umf tvöfalt millibrúnt 8 umf millibrúnt/drapplitt (ecru) 10 umf tvöfalt drapplitt (ecru). Endurtakið þetta allan tímann. ATHI Þið skiptið alltaf um lit á röngunni.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.