Vikan


Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 12

Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 12
unglingalandsliði í knattspyrnu, en var þó ekki valinn í unglingalandsliðið. Með Víkingi tók hann þátt í Evrópukeppni bikarmeistara 1970, og á ferli sínum sem knattspyrnumaður skoraði hann mikið af mörkum. En hvers vegna hætti hann afskiptum af knattspyrnu og valdi handknattleikinn? — Handknattleikurinn átti einfaldlega betur Við mig, ég taldist aldrei hafa mikla knattmeðferð I knattspyrnunni, en þar bjargaði hraðinn mér. Æfingar jukust stöðugt bæði I handbolta og fótbolta, og því var óumflýjan- legt að velja á milli greina. Handknattleikurinn varð fyrir valinu, segir Jón. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1969 og sótti þá um haustið um inngöngu í Læknisfræðideild Háskólans. Þar las hann síðan — eða þóttist lesa, eins og hann segir sjálfur — efna- og vefjafræði í tvo vetur. Eftir fall i síðarnefndu greininni á öðru ári var læknisnáminu sjálfhætt, eins og reglur deildarinnar voru þá. Byrjaði Jón þá nám í viðskiptafræði og lauk því námi á fjórum árum. Tvö seinni árin í þeirri deild vann hann hálfan daginn í Innréttinga- búðinni, sem er eign föðurbróður hans. Þar er Jón nú framkvæmdastjóri, og fyrirtækið heitir nú Teppaland. Hvers vegna var nafninu breytt? — Okkur fannst gamla nafnið svo sem gott og gilt, og það var orðið þekkt, segir Jþn. — Fyrirtækið hafði byrjað sem alhliða bygginga- vöruverslun, en var nú orðið að sérverslun með gólfteppi. Við veltum því fyrir okkur á alla kanta, hvort ekki væri rétt að breyta nafninu þannig, að það höfðaði meira til þeirra, sem ætluðu að fá sér gólfteppi. Að lokum var síðan ákveðið að breyta nafninu í Teppaland, og við teljum nafnbreytinguna hafa verið mjög jákvæða, því í nafninu felst nákvæmlega það sem fyrirtækið stendur undir, en markmið fyrirtækisins er að hafa allar tegundir og gerðir af teppum á boðstólum. BÚIN AÐ SÆTTA SIG VIÐ, AÐ KALLINN ER ALDREI HEIMA Foreldrar Jóns hafa aldrei tekið beinan þátt I flokkaíþróttum að neinu marki, en þau hafa hvatt börn sín til að taka þátt ( íþróttum, og ekki er ofsögum sagt, að þar sé mikill íþróttaáhugi. Jón er elstur og þarf ekki að hafa fleiri orð um íþróttaferil og áhuga hans. Finnbogi er annar í röðinni, og þó hann hafi aldrei tekið beinan þátt í íþróttum, á Víkingur þó góðan og gegnan málsvara þar. Jóna Dóra lék með meistaraflokki Vals í handknattleik og er gift Guðmundi Árna Stefánssyni fyrirliða 1. Jón er ekki beint árenniiegur, þegar hann stekkur upp og ógnar, en mörg siík augnabiik hefur Bjarnieifur Bjarnleifsson fest á fiimu um dagana. Hann tók þessa mynd, en aðrar -> myndirmeð viðtalinu tók Ijósmyndari Vikunnar, Jim Smart. Myndin er tekin haustið 1975íieik Va/sog Víkings f Is/andsmótinu, en þá var Jón í essinu sínu og skoraði 9 mörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.