Vikan


Vikan - 26.01.1978, Qupperneq 12

Vikan - 26.01.1978, Qupperneq 12
unglingalandsliði í knattspyrnu, en var þó ekki valinn í unglingalandsliðið. Með Víkingi tók hann þátt í Evrópukeppni bikarmeistara 1970, og á ferli sínum sem knattspyrnumaður skoraði hann mikið af mörkum. En hvers vegna hætti hann afskiptum af knattspyrnu og valdi handknattleikinn? — Handknattleikurinn átti einfaldlega betur Við mig, ég taldist aldrei hafa mikla knattmeðferð I knattspyrnunni, en þar bjargaði hraðinn mér. Æfingar jukust stöðugt bæði I handbolta og fótbolta, og því var óumflýjan- legt að velja á milli greina. Handknattleikurinn varð fyrir valinu, segir Jón. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1969 og sótti þá um haustið um inngöngu í Læknisfræðideild Háskólans. Þar las hann síðan — eða þóttist lesa, eins og hann segir sjálfur — efna- og vefjafræði í tvo vetur. Eftir fall i síðarnefndu greininni á öðru ári var læknisnáminu sjálfhætt, eins og reglur deildarinnar voru þá. Byrjaði Jón þá nám í viðskiptafræði og lauk því námi á fjórum árum. Tvö seinni árin í þeirri deild vann hann hálfan daginn í Innréttinga- búðinni, sem er eign föðurbróður hans. Þar er Jón nú framkvæmdastjóri, og fyrirtækið heitir nú Teppaland. Hvers vegna var nafninu breytt? — Okkur fannst gamla nafnið svo sem gott og gilt, og það var orðið þekkt, segir Jþn. — Fyrirtækið hafði byrjað sem alhliða bygginga- vöruverslun, en var nú orðið að sérverslun með gólfteppi. Við veltum því fyrir okkur á alla kanta, hvort ekki væri rétt að breyta nafninu þannig, að það höfðaði meira til þeirra, sem ætluðu að fá sér gólfteppi. Að lokum var síðan ákveðið að breyta nafninu í Teppaland, og við teljum nafnbreytinguna hafa verið mjög jákvæða, því í nafninu felst nákvæmlega það sem fyrirtækið stendur undir, en markmið fyrirtækisins er að hafa allar tegundir og gerðir af teppum á boðstólum. BÚIN AÐ SÆTTA SIG VIÐ, AÐ KALLINN ER ALDREI HEIMA Foreldrar Jóns hafa aldrei tekið beinan þátt I flokkaíþróttum að neinu marki, en þau hafa hvatt börn sín til að taka þátt ( íþróttum, og ekki er ofsögum sagt, að þar sé mikill íþróttaáhugi. Jón er elstur og þarf ekki að hafa fleiri orð um íþróttaferil og áhuga hans. Finnbogi er annar í röðinni, og þó hann hafi aldrei tekið beinan þátt í íþróttum, á Víkingur þó góðan og gegnan málsvara þar. Jóna Dóra lék með meistaraflokki Vals í handknattleik og er gift Guðmundi Árna Stefánssyni fyrirliða 1. Jón er ekki beint árenniiegur, þegar hann stekkur upp og ógnar, en mörg siík augnabiik hefur Bjarnieifur Bjarnleifsson fest á fiimu um dagana. Hann tók þessa mynd, en aðrar -> myndirmeð viðtalinu tók Ijósmyndari Vikunnar, Jim Smart. Myndin er tekin haustið 1975íieik Va/sog Víkings f Is/andsmótinu, en þá var Jón í essinu sínu og skoraði 9 mörk.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.