Vikan


Vikan - 26.01.1978, Síða 16

Vikan - 26.01.1978, Síða 16
Kuöungar, stökkt þa> Enn stökkvum við yfir hálfan heiminn í hnattreisu þeirri, sem í rauninni gerist öll innan 1000 metra frá íslendingaseglinum Oxford Street í London. Okkur finnst óralangt síðan við vorum í Jamaica-matstofunni Ocho Rios í hádeginu. Klukkan er orðin tíu að kvöldi, og við erum að koma úr leikhúsinu. Umhverfisjörðina ífjórtán veislum 4 TILVALINN EFTIR LEIKHÚS Mörg kunnustu leikhúsin í London standa við Shaftesbury Avenue. Þar sem Romilly Street liggur samsíða leikhúsgötunni og næst henni í norður, er rétt að skunda þangað tveggja mínútna leið að lokinni sýningu. Soho Rendezvous er opinn alla daga og langt fram á kvöld, eins og títt er um kínverska og indverska matsölustaði í London. Slík veitingahús henta því eftir leikhúsferðir um helgar. Að sjálfsögðu vorum við búin að panta borð áður, því að Soho Rendezvous er vinsæll staður, sem tekur ekki nema 80 manns í sæti. Þetta reyndist einkar þægi- legur matstaður og nútímalegur. Abstrakt-málverk héngu á veggj- um, og loftræstingin var greini- lega í góðu lagi. Þjónarnir voru í vestrænum fötum. Þeir báru fram með prjónunum skeiðar fyrir þá, sem vilja gæta hófs í eltingaleik við famandi menningarheima. Samt var ekki um að villast, að eldhúsið var ekta Peking-kínverskt. Einna frægastir pekingskra rétta eru Peking-önd og Mongóla-hita- pottur. Pekingöndin er heilsteikt í þurrúm ofni á þann hátt, að húðin verði stökk og kjötið meyrt. Matseðill kvöldsins á Soho Rendezvous fór samt nokkuð aðrar leiðir að þessu sinni. Við völdum okkur átta rétta röð, sem var með ýmsum réttum, er við vissum, að áttu að vera góðir á þessum stað. Þar á meðal var hluti af Pekingönd. Margir matarsérfræðingartelja, að hin norðurkínverska matreiðsla, sem kennd er við Peking, standi við hlið franskrar matreiðslu sem hátindur matarmenningar heims- ins. Að baki Peking-matreiðsl- unnar liggja aldir, ef ekki árþús- undiraf reynslu kínversku keisara- hirðarinnar. Peking-matreiðsla er önnur en Kanton-matreiðsla, sem er Vest- urlandabúum mun kunnari. Flestir kínverskir matsölustaðir á Vestur- löndum eru kantonskir, en hinir pekingsku eru aðeins á stangli. Peking-matur er þurrari og snarpari á bragðið en Kanton- GRÆNLEITT ENGLAHÁR Fyrst kom grænleitt englahár, sem kallaðist „Dried Scallop & Greens" á matseðlinum. Þetta var milt kuðungakjöt með eins konar stökku þangi, einstaklega Ijúf- fengt og skemmtilegt á bragðið. Eiginlega um leið komu á borðið fjórar risa-risa-stórar rækjur, sem hétu „Pacific Prawns" á seðlin- um. Þær voru djúpsteiktar hver fyrir sig í næfurþunnu eggjadeigi og voru ekki síðri en fyrsti» rétturinn. Næsta mál á dagskrá voru eldsteiktir svínarifjuendar, svokall- að „Barbecued Spare Rib." Rifju- endarnir voru greinilega listilega marineraðir og mögnuðu mjög mataráhuga borðgestanna. matur, oft steiktur eða djúp- - steiktur. Annar aðalmunurinn er sá, að Peking-réttirnir eru ekki borðaðir samhliða eins og Kanton- réttirnir, heldur hver á fætur öðrum. Algengt er, að sjö eða átta réttir komi í langri röð. Og þá er gott að hafa góðan tíma og fara sér hægt. í London eru nokkrir góðir Peking-matstaðir, að sumra sér- fræðinga áliti hinir bestu í heimi. Þar af eru fjórir, sem eru eign „Rendezvous"-keðjunnar. Einn þeirra er „Soho Rendezvous" við Romilly Street.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.