Vikan


Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 16

Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 16
Kuöungar, stökkt þa> Enn stökkvum við yfir hálfan heiminn í hnattreisu þeirri, sem í rauninni gerist öll innan 1000 metra frá íslendingaseglinum Oxford Street í London. Okkur finnst óralangt síðan við vorum í Jamaica-matstofunni Ocho Rios í hádeginu. Klukkan er orðin tíu að kvöldi, og við erum að koma úr leikhúsinu. Umhverfisjörðina ífjórtán veislum 4 TILVALINN EFTIR LEIKHÚS Mörg kunnustu leikhúsin í London standa við Shaftesbury Avenue. Þar sem Romilly Street liggur samsíða leikhúsgötunni og næst henni í norður, er rétt að skunda þangað tveggja mínútna leið að lokinni sýningu. Soho Rendezvous er opinn alla daga og langt fram á kvöld, eins og títt er um kínverska og indverska matsölustaði í London. Slík veitingahús henta því eftir leikhúsferðir um helgar. Að sjálfsögðu vorum við búin að panta borð áður, því að Soho Rendezvous er vinsæll staður, sem tekur ekki nema 80 manns í sæti. Þetta reyndist einkar þægi- legur matstaður og nútímalegur. Abstrakt-málverk héngu á veggj- um, og loftræstingin var greini- lega í góðu lagi. Þjónarnir voru í vestrænum fötum. Þeir báru fram með prjónunum skeiðar fyrir þá, sem vilja gæta hófs í eltingaleik við famandi menningarheima. Samt var ekki um að villast, að eldhúsið var ekta Peking-kínverskt. Einna frægastir pekingskra rétta eru Peking-önd og Mongóla-hita- pottur. Pekingöndin er heilsteikt í þurrúm ofni á þann hátt, að húðin verði stökk og kjötið meyrt. Matseðill kvöldsins á Soho Rendezvous fór samt nokkuð aðrar leiðir að þessu sinni. Við völdum okkur átta rétta röð, sem var með ýmsum réttum, er við vissum, að áttu að vera góðir á þessum stað. Þar á meðal var hluti af Pekingönd. Margir matarsérfræðingartelja, að hin norðurkínverska matreiðsla, sem kennd er við Peking, standi við hlið franskrar matreiðslu sem hátindur matarmenningar heims- ins. Að baki Peking-matreiðsl- unnar liggja aldir, ef ekki árþús- undiraf reynslu kínversku keisara- hirðarinnar. Peking-matreiðsla er önnur en Kanton-matreiðsla, sem er Vest- urlandabúum mun kunnari. Flestir kínverskir matsölustaðir á Vestur- löndum eru kantonskir, en hinir pekingsku eru aðeins á stangli. Peking-matur er þurrari og snarpari á bragðið en Kanton- GRÆNLEITT ENGLAHÁR Fyrst kom grænleitt englahár, sem kallaðist „Dried Scallop & Greens" á matseðlinum. Þetta var milt kuðungakjöt með eins konar stökku þangi, einstaklega Ijúf- fengt og skemmtilegt á bragðið. Eiginlega um leið komu á borðið fjórar risa-risa-stórar rækjur, sem hétu „Pacific Prawns" á seðlin- um. Þær voru djúpsteiktar hver fyrir sig í næfurþunnu eggjadeigi og voru ekki síðri en fyrsti» rétturinn. Næsta mál á dagskrá voru eldsteiktir svínarifjuendar, svokall- að „Barbecued Spare Rib." Rifju- endarnir voru greinilega listilega marineraðir og mögnuðu mjög mataráhuga borðgestanna. matur, oft steiktur eða djúp- - steiktur. Annar aðalmunurinn er sá, að Peking-réttirnir eru ekki borðaðir samhliða eins og Kanton- réttirnir, heldur hver á fætur öðrum. Algengt er, að sjö eða átta réttir komi í langri röð. Og þá er gott að hafa góðan tíma og fara sér hægt. í London eru nokkrir góðir Peking-matstaðir, að sumra sér- fræðinga áliti hinir bestu í heimi. Þar af eru fjórir, sem eru eign „Rendezvous"-keðjunnar. Einn þeirra er „Soho Rendezvous" við Romilly Street.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.