Vikan


Vikan - 15.06.1978, Síða 18

Vikan - 15.06.1978, Síða 18
BÍÓIN í REYKJAVÍK VI. HLUTI Byggtá álagabletti Nýtt kvikmyndahús, Stjörnubió, var opnað í Reykjavík 29. sept. 1949. Bygging hússins, sem stendur við Laugaveg 94, hafði þá tekið langan tíma, því á þeim árum var erfitt um allar byggingaframkvæmdir, og hafði smíði kvikmyndahússins t.d. legið alveg niðri um tveggja ára skeið. í hluta- félaginu, sem stofnaði Stjörnu- bíó, voru: Hjalti Lýðsson, Tómas Tómasson og bræðurnir Grímur, Hróbjartur og Haraldur Bjarnasynir. í húsinu voru rúmlega 500 sæti á tveimur hæðum og gólf hallandi. Loftræsting var mjög fullkomin, og átti loftið í húsinu að endurnýjast á tuttugu mínútum. Sýningar- vélar voru mjög fullkomnar af gerðinni Philips. Árið 1953 kom upp eldur í húsinu, og skemmdist það tölu- vert, en sýningar lögðust þó ekki niður. Um 1960 voru sýndar nokkrar af hinum frægu rokk-myndum í Stjörnubiói, „Rock Around The Clock” o. fl. og urðu þá oft mikil læti á sýningum. Armar voru slegnir af stólum, og fólk dansaði i sætunum. Eins voru umdeildar sýningar á myndinni „Ég er forvitin gul,” sem var sýnd þar 1968. Það virðist svo sem kvik- myndahúsið sé byggt á álaga- bletti, því 19. desember 1973 gereyðilagðist það í eldsvoða. En eigendur gáfust ekki upp, heldur hófust þegar handa við endurbyggingu hússins. Allri Stofnandi ogeigandi: Stjörnubió hf. Opnað: 29. sept. 1949. Fj. sœta: 468. Tækjabúnadur: Philips 35 mm (Wide Screen og Cinemascope) Erl. viðskiptafyrirtæki: Columbiao.fi. Vinsælustu myndir: Byssurnar frá Navarone. Brúin vftr Kwaifljótið, A eyrinni (On the Waterfront). „Fláklipa Grand Prix " og Djúpið. Fjöldimvnda árlega: (J. þ. b. 25. Fjöldi starfsfólks: 15. skipan þess var breytt, and- dyrið stækkað og salnum breytt, þannig að hann er nú stighækkandi og svalir engar. Endurbyggingin kostaði um 35 milljónir króna, en tryggingar- upphæðin nam 25 milljónum króna. Upphaflegur arkitekt hússins, Aðalsteinn Richter, annaðist endurteikningu þess, en Jón Benediktsson mynd- höggvari sá um hönnun inn- réttinga. Sýningarvélarnar, sem höfðu skemmst í brun- anum, voru gerðar upp og eru notaðar ennþá. Sýningar hófust að nýju 9. júní 1974. ★ ★ STJÖRNVBÍÓ * * i Sími: 81930 | Sagan a! Karli ] z i ' ’ = Skotaprins : (Bannie Prince Charlie) f | Ensk slórmyná í eðlileg- i f um litum, um frelsisbar-^ i I 'áttu Skota og ævintýra- J I logo unrlankomu Karls I f prins. Aðalhlutverk: f.í David Nivcn f \ *■“ Margaret Leighton ’ 1 Sýnd kl. 5, 7 og-9. . f f Aðgöngumiðasafa Éíefst;'(: f § klukkan 1. . § = s I I Fyrsta auglýsing Stjörnubíós. 18 VIKAN24. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.