Vikan


Vikan - 23.11.1978, Blaðsíða 5

Vikan - 23.11.1978, Blaðsíða 5
13. grein þykkar og rauðar og rétturinn í heild var bragðsterkur og mjög góður. í annan eftirréttinn fengum við hin sígildu (fraises). í hinn fengum við okkur búrgundarvínseggjafroðu (soufflé a la fine bourgogne). Var það mjög óvenju- legur og góður réttur, en ef til vill ekki beinlínis fyrir sadda. Laxinn kostaði 48 franka, tungan 40 franka, nýrun 54 franka, öndin 60 franka, jarðarberin 25 franka og búðingurinn 18 franka. Meðalverð forrétta á Englunum er 39 frankar, aðalrétta 50 frankar, eftirrétta 19 frankar og ódýrustu vína 20 frankar. Með 15% þjórfé verða þetta 147 frankar eða rúmar 10.000 krónur. EITTAF FRÆGUSTU VÍNUM HEIMS Chez les Anges bauð upp á Chambertin-rauðvín frá 1970 á 180 franka, morð fjár. Við stóðumst ekki freistinguna, þvi að þetta er eitt af frægustu vinum heims. „Ég man ekki staðinn né stúlkuna, en vínið, það var Chambertin,” segir rithöfundurinn Hilaire Belloc. Þetta vín kemur af 32 ekrum í gullhlíðum Búrgundar og er talið öflugast, langlífast og jafnvel best allra Búrgundarvína. Árgangurinn 1970 er mjög góður og orðinn mátulega drykkjarhæfur um þessar mundir. EKKI SPILLST AF EFTIR- LÆTI Englarnir hafa að öðru leyti ekki spillst af eftirlætinu. Maturinn er þar jafn- frægur og hann hefur verið árum saman. Kléber Akademían kaus Chez les Anges veitingahús ársins fyrir rúmum áratug, árið 1966. Nú lenti húsið í fjórða sæti í atkvæðagreiðslu akademíunnar um veitingahús ársins 1978. Kléber árbókin gefur Englunum einkunnina: Pottur með kórónu, sem þýðir: Frábær matreiðsla í einföldu um- hverfi. Michelin gefur staðnum stjörnu í einkunn. Gault-Millau gefa honum eina kokkahúfu 1 einkunn eða 14 stig af 20 mögulegum. Armand Monassier átti Englana og gerði garðinn frægan. Hann hefur nú dregið sig í hlé fyrir aldurs sakir og stundar nú vínrækt uppi 1 sveit. Við hefur tekið Francois Benoist, einn af kunnustu matreiðslumönnum Frakk- lands, og heldur merkinu hátt á lofti. Chez les Anges er rétt við Invalída- torgið. Frá suðvesturhorni torgsins er um tveggja mínútna gangur vestur Rue de Grenelle og síðan til hægri næstu hliðargötu, Boulevard Latour- Maubourg, þar sem Englarnir eru fljót- lega vinstra megin. Innréttingar á Englunum eru mildar og þægilegar. Tuttugustu aldar málverk hanga á öllum veggjum og gefa matstaðnum menningarlegan brag. Gaman er að sérkennilegum ljósa- krónum úrglerpípum. VEISLAN GETUR ORÐIÐ ÓDÝR Hagkvæmast er að fá sér fastan þrí- réttaðan málsverð á 71 franka að þjórfé meðtöldu. Með hálfri flösku á mann af Rully-rauðvini fer reikningurinn í 6.000 krónur á mann, sem þykur fremur ódýrt á fyrsta flokks matstöðum Parisar. Forsíða matseðilsins gefur i skyn, að hér só listamannakró, sem er að sumu leyti rótt enn þann dag i dag. Fyrir þetta geta menn valið í forrítt milli reyktrar nautatungu með hrís- grjónum (langue de valenciennes fumée), rauðvinsskinku (jambon persillé de bourgogne) og salats (salade de preuré). í aðalrétt er um að velja búrgundar- vínsoðið nautakjöt (sauté de bæuf bourguignon), álamóður (lotte au safran) og grillaðar nautalundir með ofn- bökuðum, rjómablönduðum kartöflum (faux-filet grillé gratin dauphinois). Á eftir geta menn fengið ost (fromages), ís (glaces), tertu (patisseries) eða ávexti (fruits). Með þessu öllu er bent á Rully-hvítvin á 43 franka, Rully- rauðvin á 40 franka og Bourgogne-rósa- vín á 34 franka. Með því að velja rósa- vinið kemst reikningurinn niður í 6.000 krónur á mann. Vínið var svo gott, að það skyggði á annan veislukost á borðinu. Við höfum aldrei bragðað og munum sennilega aldrei bragða betra vín. Með 15% þjónustugjaldi komst reikningurinn upp í 15.000 krónur á mann, hærra en á Holti og Grilli. En okkur leið of vel til að fá fyrir hjartað. Einkunn q Vikunnar: O FEIKNA GLAÐUR BENOIST Að reikningnum greiddum kom Francois Benoist að borðinu og spjallaði við okkur. Eins og venjulega bað ég um eintak af matseðlinum. Þegar herra Benoist áttaði sig á, að ég ætlaði að skrifa um matstofuna hans, varð hann himinlifar.di og hljóp fram. Hann kom til baka með 50 ára gamlan Calvados (Vieux Calvados, Pays d’Auge, Age d’Or, Roger Gault), scm ég hafði séð kosta 35 franka snafsinn á vín- seðlinum. Flellti hann svona 6.000 króna verðmæti í koníaksglas handa méi, þrátt fyrir áköf mótmæli min. „Því sagðirðu mér þetia ekki fyrr, elsku vinur,” sagði hann. En það er einmitt kjarni málsins. Ef maður fer ekki í veitingahús sem hver annar nafn- laus gestur, er hætt við, að lýsingarnar komi ekki að gagni þeim, sem siðan fylgja nafnlausir í kjölfarið. En Calvadosinn góði var betri en Cordon Bleu koníak. (Chez les Anges, 54 Boulevard Latour-Mauborg, 7. hverfi, simi 705-89- 86, lokað sunnudagskvöld, mánudaga og frá 12. ágúst til 12. september) Jónas Kristjánsson 47. tbl. Vikan S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.