Vikan


Vikan - 23.11.1978, Blaðsíða 55

Vikan - 23.11.1978, Blaðsíða 55
NY FRAMHALDSSAGA EFTIR LOIS PAXTON Týnda handrrtið Hún var um stund að safna í sig kjarki, en svo stakk hún lyklinum í skrána og opnaði hurðina. Það sat maður við skrifborðið hennar og hún saup hveljur. Hingað til hafði henni fundist hann svo ósköp meinleysislegur, en þar sem hann sat þarna og hallaði mjóum öxlunum yfir borðið, var eitthvað ógnvekjandi við hann. „O, eins og þeir, sem maður hefur séð koma og fara hjá Rosamond hingað til. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera hávær, frjálsleg, ábyrgðarlaus og ung. Mér, sem er orðinn þrjátíu og fimm ára, finnst þau að minnsta kosti vera ung. Þú verður að fyrirgefa, en það hefur ekkert þessu líkt gerst hér fyrr, svo ég veit ekki hvað ég á að halda um þig, Harriet Lane.” „Ég hafði ekki lent í neinu þessu líku, fyrr en ég kom hingað. Og tvisvar sinnum á tveimur kvöldum er nú einum of mikið.” „Tvisvar?” Harriet kinkaði kolli og sagði honum frá því, sem gerst hafði kvöldið áður, En hún sleppti þó að geta þess, hvernig hún hafði legið og hlustað á fótatak hans, cftir að hún var komin í rúmið. „Hefurðu sagt frú Mander frá þessu?” spurði Bryn, „Nei. Bæði vegna þess, að hún var ekki heima i morgun — né i kvöld, Og svo vegna þess...” „Vegna þess, að hún gæti líka haldið, að þú ættir hér sjálf hlut að máli?” „Einmitt.” „Við hvaðstarfar þú annars?” „Hvaða óheiðarleg atvinna er það, sem vcldur þcssu áttu við," sagði Harriet og brosti litið eitt. „Ég stunda fullkom- lega heiðarlega atvinnu. Ég vinn hjá bókmenntaumboði.” „Er það virkilcga Og selurðu þá btekur til útgefenda?” „Já. Og einnig greinar og smásögur til dagblaða og timarita.” „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að litli bjáninn hún Rosamond sé rithöfundur? spurði Bryn. „Það sagði ég ekki." Harriet gætti þess að engin svipbrigði sæjust á andliti hennar og hugsaði hve vel Rosamond hafði tekist að láta fólk fá rangt álit á sjálfri sér. „Ég trúði því ekki heldur,” sagði hann og var fljótur að draga rangar ályktanir, eins og hún hafði líka vonað, þvi hún vildi að svo stöddu ekki koma upp um skjólstæðing sinn. „Heyrðu mig, ég veit að mér kemur það ekkert við, cn heldurðu að þcssi innbrot gcti beinst að þér persónulega?” spurði Bryn allt I einu. „Ég á við, áttu skartgripi eða einhver önnur verðmæti, sem til dæmis þeir, sem fluttu fyrir þig, gætu hafa rekiðaugun í?” „Nei, ekkert slíkt. Og það var meira að segja maður, sem flutti fyrir mig, sem benti mér á, að það hefði verið framið hér innbrot.” „Ertu viss um að hann sé heiðarlegur?” „Það er ég ekkert viss um. ” Harrict brosti þurrlega. „En ég trúi því ekki að hann færi að stela frá mér — við höfum þekkst í óratima.” Bryn kinkaði kolli og fékk sér cinn sopa. það rétt rifaði i augu hans. Loks sagði hann: „Ég held, að þú getir hætt að hafa áhyggjur af þessu. Ég gæti trúað að einhver kunningi Rosamond hafi skilið eftir hass í íbúðinni — eða eitt- hvað annað, sem gæti hugsanlega gert hann sakhæfan, og að hann hafi viljað ná þvi aftur. Sennilcga hcfur hann nú fundið það, sem hann leitaði að, eða Rosamond verið búin að henda þvi, svo það er ekki hér lengur. Ef þetta er rétt til getið hjá mér, þá er engin ástæða til að vera að nefna þetta við frú Mander.” Þetta varsvoeinföld og likleg skýring, að Harriet hrópaði fcgin: „Af hvcrju hafði mér nú ekki komið þetta i hug?” Hann horfði hugsandi á hana, án þess að endurgjalda bros hennar, og af augnaráði hans var ógcrlegt að geta sér til um hvað hann var að hugsa. Hann virtist ætla að segja eitthvað flcira. en hætti við það. 1 staðinn sagði hann um leið og hann stóð á fætur: „Ég verð að fara.” Harriet stóð lika á fætur og var fegin að finna að hné hennar voru hætt að skjálfa. „Ég er þér afskaplega þakklát — mér brá ónotalega við þetta" Hún hleypti i brýrnar. „Það lítur út fyrir að það sé auðvelt að hræða mig. Ég skammast mín hreinlega. Ég verð að reyna að hafa betri stjórn á mér.” „Á nýjum stöðum vekja oft einkenni- legir atburðir frekar hræðslu hjá manni Hafðu engar áhyggjur, Venjulega er hér ósköp rólegt og friðsælt.” „Nema þegar vinir Rosamond koma i heimsókn?” „Nema þegar þcir koma. Þú sagðist ekki vera ein af þeim, aðcins þekkja hana lítillega, svo ég vona að ég sé ekki dónalegur.” Bryn gekk til dyra. en sneri sér svo við ogsagði: „Er allt í lagi með þig?” „Já. allt í lagi. Þakka þér fyrir viskíið.” Hún tók flöskuna og rétti honum hana. „Það var ekkert að þakka.” Hann fór inn i sína ibúð og þau lokuðu dyrunum samtímis. Nokkrum minútum síðar heyrði Harriet fótatak hans fjarlægjast niður; stigann. Hann hafði ekki verið lengi að klæða sig. Þegar hún var búin að kveikja á útvarpinu, læsa hurðinni og áhrifin af viskíinu hans Bryns voru farin að virka, lcið henni ágætlega. Hún kveikti öll Ijósin og fór í siðbuxur og pcysu og fór i að taka til i íbúðinni. Þegar því var lokið, opnaði hún kampavínsflöskuna, og hellti sér í glas og raðaði öllu góðgætinu, sem Connie hafði keypt, á bakka. Allt I cinu kom hcnni i hug, að hún ætti að skrifa foreldrum sinum og láta þau vita um breytt heimilisfang hennar. Eftir að faðir hennar fékk hjartaslag hafði hann látið af störfum og nú bjuggu foreldrar hennar i Frakklandi, nálægt (irasse. Þegar Bryn Kester kont heim, bankaði hann léttilega á hurðina hjá henni og kallaði: „Er allt i lagi?" „Allt í þessu fína, þakka þér fyrir. ’ svaraði hún. „Jæja, góða nótt þá." Hún heyrði að hann fór inn til sin og lokaði hurðinni. Harriet geispaði, þvoði matardiskana og tók siðan bók með sér í rúmið. Hún las nokkra kafla, en fann að hún var of þreytt til að geta einbeitt sér að efninu. Það var ekki fyrr en hún teygði sig í átt að Ijósinu til að slökkva, að henni varð aftur hugsað til heimkomu sinnar um kvöldið. Þá varð henni Ijóst. að núna sáust heldur engin nierki þess. að lásinn hefði verið snertur — það var atriði, sem Ron hafði tekið eftir. en Bryn Kesterekkert minnstá. Bryn var greinilega vel kunnugur íbúðinni, því hann hafði gengið beint að rétta skápnum til að ná i viskiglösin. Kannski voru kynni hans og Rosamond nánari en hann lét i veðri vaka. Einhvcr hlaut að hafa lykil að ibúðinni, og sú tilgáta hans, að hinn óboðni gestur hefði verið að leita að hassi, sem hann hcfði einhvcrn tíma skilið eftir, var of auðkeypt. Það hlaut að vera eitthvað mikilvægara en það. Harriet læddist yfir að dyrunum til að fullvissa sig um, að öryggislásinn væri á. Það var hann. En nú var henni orðið kalt og það leið langur timi þangað til hún sofnaði — til þess eins að vakna nógu snemma til að þjóta út og færa bilinn i löglegt stæði. Þcgar Harriet var komin upp á stiga- pallinn á annarri hæð. kom Bryn hlaupandi niður. Hann var í Ijósum buxum og gulri rúllukragapeysu alveg cins og hún. „Eins," sagði hann og hló. Um leið og hann hélt áfram niður stig- ann, kallaði hann yfir öxl sér: „Ég sé þig seinna, vona ég.” Harriet sperrti upp augun yfir þessari skyndilcgu vinsemd hans og hélt áfram upp til sin. Hún skildi þessa athugascmd Bryns þegar hún kom inn i ibúðina og sá að undir hurðina hafði verið ýtt bréfi skrifuðu nteð sterklcgri rithönd — „Ef þú hcfur ckkert annað fyrir stafni, viltu þá borða kvöldmat með mér i kvöld? Ég vona að þú getir það, Bryn.” Harriet bjó um rúmið, burstaði hárið og setti á sig varalit. Hún sagði við sjálfa sig, að hún ætlaði svo sannarlega ckki að borða með honum kvöldntat. Hún hvorki þckkti hann, né treysti honum. og auk þess. . . Auk þess hvað? Hún hafði enga ástæðu til að ncita boði hans. Og cf hún borðaði með honum myndi hún lika geta aflað sér meiri vitncskju um hann og um Rosamond. ef hann. eins og hana grunaði, þckkti hana betur. en hann lét uppi. Nokkrum mínútum seinna var barið að dyrum hjá hcnni og fyrir utan stóð Bryn og brosti með eggjakassa i annarri hendi. Það var cinlægni í augum hans og spurn í svip hans, þegar hann sagði: „Hvaðsegirðu um þetta?” Hann var hávaxinn og herðabrciður, eins og hún hafði áður tekið eftir, og ákaflega karlmannlegur, cn hún lét það ekki hafa áhrif á sig. Kannski var það vegna þess, að hann virtist svo viss um að hún myndi segja já, að Harriet afþakkaði boð hans kurteislega en ákveðið — „Þakka þér samt fyrir boðið, en ég er með heimaverkefni, sem ég verð aðsinna.” „Það er ekki einu sinni það, að það hafi þegar vcrið búið að bjóða þér út?” Svartar augabrúnir hans lyftust. „Hver er hin raunvcrulega ástæða? Sjáðu nú 47- tbl. Vikan 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.