Vikan


Vikan - 23.11.1978, Blaðsíða 26

Vikan - 23.11.1978, Blaðsíða 26
Hvað merkja egg í draumi? Kæri draumráðandi. Geturðu sagt mér hvað það merkir að dreyma egg? Mig hefur hvað eftir annað dreymt að ég sé að kaupa egg, og þau eru alltaf mjög vel útlítandi. Virðingarfyllst. GG Egg í draumi eru venjulega fyrir góðu, ef þau eru heil og óskemmd, hvort sem um er að ræða kaup eða sölu á þeim, eða að þau séu borðuð, svo þessir draumar þinir eru þér fyrir góðu. Um borð í eldflaug Kæri draumráðandi. Ég ætla að biðja þig að ráða þennan draum, sem ég hef miklar áhyggjur af. Ekki man ég byrjunina, en það var að koma heimsendir. Öll fjölskylda mín og ég fórum burt af jörðinni í eldflaug. Við vorum komin langt frá jörðinni, en hún sást greinilega ennþá. Þá þaut halastjarnan framhjá (í draumnum var halastjarnan miklu minni en hún er raunverulega). Þarna skynjaði ég bara mig og einhvern karlmann. „Passaðu þig. ”hrópaði hann, „halastjarnan var rétt fyrir framan eldflaugina. ” Hala- stjarnan þaut með ægihraða I hringi kringum jörðina. „Jörðin er farin að hitna, ” sagði ég. Það komu rákir I jörðina, sem þurrkuðust út smátt og smátt. Þá vaknaði ég. Kærar þakkir fyrir birtinguna, ef hún verður einhver. KTH Þessi draumur er fyrir því, að innan tíðar muntu framkvæma eitthvað afdrifaríkt, sem verður þér til mikillar ánægju. Þú munt heyra stórfréttir, sem hafa gífurleg áhrif á lífsferil þinn, og lánið mun leika við þig í alla staði. Með sár á fótum Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum. Mér fannst ég vera stödd heima hjá vini mínum, og var þar allt á rúi og stúi. Ég ætlaði að fara að gera hreint hjá honum, en þá hringdi síminn. Ég svaraði strax, og þá var það þessi vinur minn, og bað hann mig endilega að láta það vera að gera hreint, en sagðist verða afarþakklátur, ef ég vildi I staðinn pakka inn fyrir Mig dreymdi hann gjöf, sem hann ætlaði að gefa unnustu sinni. Hann sagði að gjöfina fyndi ég í skáp í herberginu sínu, en pappír, slaufa og allt slíkt væri undir borðinu í stofunni. Ég varð hissa á þessari beiðni, en sagðist samt skyldu gera þetta. Svo fór ég að gá að gjöfinni, og þá var myglað brauð það eina, sem ég fann. Ég hringdi niður í vinnu til vinar míns og spurði hann, hvort hann ætlaði virkilega að gefa unnustu sinni myglað brauð, og kvað hann svo vera. Ég tók þá til óspilltra málanna við að pakka brauðinu inn og var alltaf að reyna að vanda mig. Svo þegar ég var búin fannst mér pakkinn alltof fallegur og hugsaði með mér, að það væri ekkert gaman fyrir stúlkuna að fá svona fallegan pakka, og hún yrði bara fyrir vonbrigðum, þegar hún opnaði hann. Ég reif þess vegna allt utan af brauðinu og pakkaði því inn I klósettpappír. Því næst hringdi ég I vin minn og sagði honum frá þessu, en þá reiddist hann, og sagði: „Þér mun hefnast fyrir þetta. ” Ég haföi varla lagt tólið á, þegar ég fékk mikla verki I fæturna. Þegar ég leit niður, sá ég að fæturnir á mér voru allir I djúpum sárum, og hugsaði ég þá með mér, að nú væri hefndin komin fram. Ég vaknaði við að verkirnir urðu alltaf meiri og meiri. Með von um birtingu. Magga Þú mátt búast við fátækt í hjónabandi vegna óreiðu maka þíns i peningamálum, en eigi að síður mun þér ganga vel að sigrast á erfiðleikum þínum. Þú færð bréf úr óvæntri átt, sem flytur þér mikil gleðitíðindi. Þín bíður heppni í ástum. Tengiliður milli elskenda Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða eftirfarandi drauma fyrir mig. Mig dreymdi þá í röð, og þeir eru báðir um sömu persónurnar. Mig dreymdi að ég væri stödd við stórt vatn eða sjó og vœri að tala við kærasta vinkonu minnar. Þessi vinkona mín, Z„ hajði beðið mig að koma hring til kœrasta síns, X., sem hún átti, en langaði til að hann fengi. Ég gerði það, og mér fannst hann rétta mér hring á móti, og segja: „Láttu Z. fá þennan hringfrá mér. ” Ég lofaði því, og hann bað mig að hafa hann á hendinni til þess að ég týndi honum ekki. Þá tók ég eftir því að steinninn var innan I hringnum og fannst mér það skrýtið. Allt I einu missti X. hringinn frá Z, og lenti hann úti í vatninu, sem við stóðum við. Við sáum hann alveg grein'dega liggja þar á stórum steini, en við náðum honum alls ekki, sama hvað við reyndum. En hringnum til Z. frá X. kom ég til skila. Hinn draumurinn var á þá leið, að mérfannst ég vera í geysistóru húsi með mörgum herbergjum. Einu húsgögnin, sem ég sá, voru nokkrir eikarstólar. Þá fannst mér ein hurðin opnast og inn komu X. og fjölskylda hans, og einhverjir tveir ókunnugir menn. Mamma X. var hágrátandi og sneri sér að mér og sagði: „Hvað eigum við að gera, hann er að fara?” Éghristi bara höfuðið ogskildi ekki neitt I neinu. Þá sneri X. sér að mér og sagði: „Kysstu Z. frá mér. ” Ég lofaði því, og með það fór hann með þessum tveimur mönnum. Fannst mér það vera eitthvað I sambandi við veikindi, sem þeir fóru með hann. Síðan vaknaði ég. Með þökk. Elín Því miður boða báðir þessir draumar sambandsslit milli X. og Z., og eru X. ekki fyrir góðu. Vatnið boðar ást, sem ekki verður endurgoldin, og hringurinn, sem datt á steininn, boðar að einhver baki X. ógæfu. Síðari draumurinn boðar þér sjálfri snögg umskipti í lífinu, skjóta giftingu og hamingju í hjónabandi. Einhver þér nákominn flyst á brott, og hefur það einhver áhrif á líf þitt. Þín bíður öruggur framgangur í lifinu og muntu eignast marga góða vini. Veikindin, sem þér fannst varða X., boða honum einstæðingsskap, svo ekki virðist samband þeirra X. og Z. eiga eftir að verða langlíft eftir þessum tveimur draumum að dæma. 26 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.