Vikan


Vikan - 23.11.1978, Blaðsíða 22

Vikan - 23.11.1978, Blaðsíða 22
hana. Hún barðist við að horfa áfram beint í augu hans. Hún beið eftir að hann héldi áfram. „Finnstþérkalkún góður?” „Á ég að segja já?” „Þér finnst þaðekki.” „Ef ég á að segja satt, nei. Ekkert agalega.” Henni fannst strax að hún yrði að gefa þessum indæla manni einhverja ástæðu. „Fuglareru skriðdýr. Uppruna- lega, líffræðilega séð. Vissirðu það?” „Líklega ekki.” Hann setti aftur upp baðhettu-einkennishúfuna. „Þá ætlarðu ekki að fá neina happdrættismiða.” „Þú átt við að ef faðir minn og ég kaupum miða þá gætum við unnið kalkún?” „Það er alltaf möguleiki að þið vinnið ekki.” Hann virtist afar hreinskilinn varðandi þetta happdrætti. „Fyrir þakkargjörðardaginn. Minnst tólf kíló. Það er auðvitað heilmikið af kalkún, ef manni þykir kalkún ekki góður.” Hann var á leið til dyranna. Hann glotti. „Þykir föður þínum góður kalkún?” „Jafnvel enn minna en mér. Við tökum tvomiða.” „Já hérna,” sagði ungi maðurinn, tók af sér húfuna og plægði gegnum svart hárið með fingrunum. „Veistu það, að ég hata beinlínis að gera þetta. Ég hefði miklu frekar viljað fara á fótboltaleikirin í dag. Mér finnst einhvern veginn alltaf eins og ég sé að þvinga fólk til að kaupa miða þegar ég er að þessu." „Alls ekki,” sagði Rynn veraldarvön. „Þetta er fyrir verðugan málstað. Þú yrðir hissa ef þú vissir fyrir hverja drottningin þarf að selja miða heima i Englandi.” Miglioriti horfði á stúlkuna. Stúlkan horfði á hann og brot úr augnabliki brosti hún nógu breitt til að það glitti í brotnu tönnina. „Hvað kosta þeir?” „Fyrir tvo?Tvo dali.” „Hinkraðu augnablik.” Rynn gaf honum merki um að fara ekki og hljóp upp stigann upp á hæðina, sem var fyrir ofan lokaðar dyr vinnuherbergisins. Aleinn niðri flýtti Miglioriti sér út i holið og að dyrunum á vinnuherberginu. Hann barði létt á þær. Það kom ekkert svar. Hann tók í húninn, en dyrnar voru læstar. Efst úr stiganum kom rödd litlu stúlkunnar. „Einn. Tveir dalir.” Hún tók tvær tröppur í einu og fletti sundur seðlunum. Miglioriti dró upp hefti með miðum og reif tvo úr. „Og ef faðir minn og ég erum mjög heppin," sagði Rynn brosandi, „þá vinnum við tólf kilóa kalkún?” Þau hlógu bæði. Miglioriti geislaði. „Af hverju eru ensk börn alltaf svona kurteis. Aldrei myndu þau kalla mann svin.” Rynn braut saman happdrættismiðana. Lög- regluþjónninn brosti enn. „Ég vildi óska að það væru fleiri eins og þú hérna. Það myndi svo sannarlega gera mér vinnuna auðveldari.” Hann stakk miðaheftinu inn á sig aftur. „Jæja, ég verð víst að fara og pranga út fleiri kalkúnsmiðum. Þakka þér fyrir teið. Og samúðina.” „Þau kímdu bæði. „Þakkaðu föður þínum líka.” „Ég geri það.” Hún gekk til dyranna með honum. „Sjáum við þig aftur?" „Komist ekki hjá þvi. Það er allt svo smátt í sniðum hér á veturna.” Hann opnaði dyrnar. „Rignirenn.” „Einsogheima.” Miglioriti tók af sér húfuna og athugaði hvort plasthettan væri tryggilega á. Hann setti húfuna upp aftur yfir svart hárið og gekk út. Lögregluþjónninn sneri sér við undir drjúpandi trjánum og kallaði til stúlkunnar. „Þakka þér enn aftur, ungfrú Jacobs. Og ég vona að þið vinnið ekki kalkúninn.” Rynn fann fyrir skyndilegum missi þar sem hún horfði á eftir unga dökkhærða manninum. Hún stóð enn og horfði út i mistrið eftir að lögreglu- billinn hafði runnið út trjágöngin. Lengi stóð hún og andaði að sér köldu loftinu, þrungnu ilmi af votu, deyjandi laufi og hugsaði um liðna daga. Daga eins og þennan í Hyde Park í London, þegar nakin trén voru eins og penna- teikningar í barnabók. Annar bíll kom niður trjágöngin. Dökkrauður bíll, sem stansaði fyrir framan húsið. Málmhurð skelltist og konan i tweedkápunni flýtti sér í átt til hennar undir hvitri og rauðri brjóst- sykursröndóttri regnhlíf. Rynn beið þangað til konan í grófu kápunni var komin nærri dyrunum. „Halló, frú Hallet.” Konan lét regnhlifina síga. Hörð blá augun drógust saman í feitum pokunum, þegar hún sá stúlkuna standa i dyrunum. Rödd hennar var kuldaleg. „Má ég koma inn?” „Ég bauð þér.” ÍCU&í. Litla stúlkan við endann á trjágöngunum Vl.kafli Rynn kreisti hurðarhúninn þegar bullandi skór frú Hallet sporuðu aur og leðju í hverju skrefi yfir bónað eikar- gólfið. Með því að rigsa gegnum húsið og stilla sér upp við arininn gaf frú Hallet sína yfirlýsingu — hvaða réttindi, sem barnið hafði krafist við fyrri heimsóknina, voru nú afturkölluð. Konan barði stáloddi regnhlífarinnar niður í flísarnar fyrir framan arininn til að hrista vætuna af. Hún hnykkti regnhlífinni upp og niður og til að ná enn betur af henni og dropamir úðuðust inn i eldinn. „Aldrei að opna regnhlíf inni í húsi.” Stúlkan mundi þessi orð eins nágranna þeirra í London, eldgamallar tannlausrar konu, sem lifði ei.tgöngu á dósamjólk, og sem hafði á rigningardegi eins og þessum skrækt þessa aðvörun. Af öllum þeim möguleikum, sem maður hafði á að kalla yfir sig óhamingju, þá var það alversta að opna regnhlíf innan dyra. Rynn mundi eftir aðvöruninni, en var stolt af að hana skorti alla trú á slikt. Hún varð að viðurkenna að frú Hallet var ekki sú manntegund, sem maður byggist við að óheppni myndi voga sér að nálgast. Rynn skildi dyrnar eftir upp á gátt fyrir rigningunni til að sýna konunni, að það væri ekki búist við að hún staldraði við lengur en það tæki hana að sækja sultukrukkurnar. Hún færði sig inn i stofuna, dró fyrir gluggann og kveikti á lampa. Það hafði verið hugdetta, eða eðlishvöt, að undirbúa herbergið fyrir kvöldið. Konan komst ekki hjá að sjá breytinguna. Stúlkunni hafði tekist að fá herbergið til að sýnast minna, hlýlegra, og frekar en nokkru sinni fyrr, hennar eigið herbergi. Regnið barði þakið og gusaðist fyrir utandyrnar. Rynn vissi að frú Hallet beið eftir að ná fullri athygli hennar áður en hún hæfi mál sitt. Hún vissi líka að konan, sem stóð þarna eins og skuggamynd á móti birtu eldsins, yfirvegaði vandlega það sem hún var um það bil að fara að segja. Hvorug þeirra var alveg viðbúin, þegar rödd konunnar barst út eins og hvellt brothljóð trjágreinar. „Ég ræddi við skólanefndina um þig i morgun.” Þetta var nóg til að byrja með. Hún hafði látið Rynn vita að þótt þetta væri heimili hennar, þá var hún aðeins barn. Rynn hafði heitið því að ögra henni ekki, en í reiði sinni yfir þessari árás varð hún að berjast við að æpa ekki á þetta bleika andlit að hún vissi að þetta var 22 Vikan 47- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.