Vikan


Vikan - 23.11.1978, Blaðsíða 56

Vikan - 23.11.1978, Blaðsíða 56
til, ég veit að ég kom illa fram, [tegar við hittumst fyrst, en ég reyndi að bæta fyrir það í gærkveldi. Ég hélt. . . ” í staðinn fyrir að segja henni hvað það var, sem hann hélt, þá skipti hann um umræðu- efni og sagði: „Jæja, ég er þrátt fyrir allt ekkert leiðinlegur og mig langar til að sanna það.” Hún hikaði. „Gerðu það.” „Ég verð eiginlega að vera að vinna.” „Ég sé það.” Hann lcit af henni og á bunka af handritum, sem lágu á skrif- borðinu. „En þú verður lika að borða eitthvað.” Það var einmanalegt í ibúðinni, allt nýtt og ókunnugt. Öll helgin framundan. Harriet fann að mótþrói hennar minnkaði, brosti og þáði boðið. „Fint,” sagði Bryn og virtist ánægður. „Um átta þá? Er það i lagi?” Þegar hún kinkaði kolli til samþykkis. sagði hann: „Ég banka klukkan átta.” Þennan laugardag las Harriet allt, sem Rosamond hafði skrifað. Fram að þessu haföi henni ekki hlotnast það, sem alla bókmenntaumboðsmenn dreymir um — að uppgötva nýjan, upprennandi rithöfund — en hún sannfærðist um það, að þegar Rosamond Rae væri búin að öðlast meiri reynslu, gæti hún náð mjög langt. Sólin varpaði geislum sinum inn um gluggann og minnti Harriet á, að hún var búin að sitja inni siðan snemma um morguninn. Klukkan eitt borðaði hún í fljót- heitum salat og ost, sem Connie hafði gefið henni, og fann að hún var bæði orðin sljó og slæpt. Stutt gönguferð myndi bæði hressa hana og veita henni matarlyst fyrir kvöldið. Þegar hún kom aftur til Raven Gardens var ekkert Ijós í þeim hluta hússins, sem frú Mander bjó í, en það var Ijós i stigaganginum á annarri og þriðju hæð, og hún fann strax rofann fyrir ljósin á fjórðu hæðinni. Hana hitaði i kinnarnar eftir hressandi gönguna og hún var orðinn nógu svöng til að hlakka til að fara út að borða. Hún raulaði fyrir munni sér um leið og hún sneri lyklinum í skránni og galopnaði dyrnar — en svo nam hún staðar. Á gólfinu lá umslag, sem á var skrifað „Harriet” með rithönd Bryns. Hún opnaði bréfið og las: „Kæra Harriet, ég hefði átt að segja þér. að ég er ráðgefandi verkfræðingur og oft kallaður burtu i skyndi. Ég þurfti að fara strax til Skotlands og veit ekki alveg hvenær ég kem aftur, en ég hef samband við þig. Mér þykir mjög leitt þetta með kvöldið i kvöld. — Bryn.” TYNDA HANDRITIÐ Harriet lokaði hurðinni, reif bréfið i tætlur og henti þvi i ruslakörfuna. Þótt hún hefði fyrst ekki viljað fara, þá hafði hún nú verið farin að hlakka til. Þessi orðsending var alltof óljós. Var virkilega hægt að kalla ráðgefandi verkfræðinga burt með svona stuttum fyrirvara og það á iaugardagseftirmiðdegi? Þegar Bryn Kester kæmi aftur fengi hann kaldar móttökur. Hún andvarpaði og ákvað að fara i bað og skipta um föt, jafnvel þótt hún yrði hcima allt kvöldið. Harriet lá lengi i baði ilmandi af baðolíu og klæddist síðum, Ijósbláum ullarkjól. Hún hellti sér víni í glas og kveikti á útvarpinu. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá var lika dásamlegt að geta hvílst í sínu eigin notalega herbergi. Það var barið létt að dyrum og hjarta hennar sló örar. Þetta var ekki Bryn. Högg hans voru ákveðnari. „Hver er þetta?” kallaði hún. „Thor Benson. Ég er vinur Rosamond." Rödd hans var þægileg. Harriet opnaði hurðina. Maðurinn var einhvers staðar á milli tuttugu og fimm og þrítugs. Silkigljáandi brúnt hár hans var vel grcitt og hann var með vel snyrt yfirvararskcgg. Augu hans voru ljós, en hulin af reyklituðum gleraugum i járnspangarumgjörð, svo hún gat ekki séð, hvort þau voru grá eða blá. Grönn hönd hans hélt á vínflösku. „Fyrirgefðu að ég trufla,” sagði hann kurtcislega. „Er Rosamond hcima? Hún á von á mér. Ég kem venjulega hingað á laugardögum.” „Mér þykir leitt að valda þér von- brigðum,” svaraði Harrict, „en hún er farin héðan. Hún leigði mér ibúðina." „Hvað ertu að segja. En furðulegt að hún skyldi ckki segja mér þetta.” Komumaður var svo forviða, að hún fann til með honum. „Ég kom með þetta handa henni.” Hann leit niður á flöskuna, sem hann hélt á. „Það er bcst að þú fáir þetta.” Hann brosti til hennar og rétti fram flöskuna. „Ó, nei. Það get ég ekki þcgið.” „Gerðu það þiggðu þetta. Þú getur skálað fyrir nýja heimilinu, eða hverju, sem þú vilt.” Hann var áhyggjufuilur og hugsi á svip. „Er von á Rosamond fljót- lega?” „Ég veit það bara ekki. Ef þú vilt skilja eftir flöskuna handa henni, þá get éggeymt hana.” „Nei drekktu hana endilega. Þetta er bara ódýrt vín.” Harriet hristi höfuðið neitandi og brosti. Þá sagði hann: „Ég veit, hvernig við höfum þetta. Ef þú leggur til tvö glös, þá fæ ég mér örlítið með þér og fer svo.” Bæði það, að hann bauð vínið þannig, að ekki var erfitt fyrir hana að þiggja það, og svo hitt að hún kveið fyrir að vera ein allt kvöldið og var fegin að fá einhvern til að rabba við smástund, rcið baggamuninn. Hún galopnaði dyrnar. „Gjörðu svo vel að koma inn fyrir,” sagði hún brosandi. „Ég ætla að finna tappatogara.” „Láttu mig um það." Thor Benson fór beint inn í eldhúsið, rótaði i cinni skúffunni, og kom með tappatogarann hennar Rosamond, þótt Harrietar væri þarna lika. Hann tók líka tvö glös úr einum skápnum, með vönu handbragði dró hann tappann úr flöskunni oghellti rauðvíni í glösin. Hann brosti og rélti Harriet annað glasið og hún gekk á undan inn í stofuna. Hún settist og benti honum að gera slikt hið sama. Tveir menn höfðu nú sýnt að þeir voru öllu kunnugir i eldhúsi Rosamond, þeir þurftu að minnsta kosti ekki að leita að glösunum, hugsaði hún og fannst það frekar ónota- legt. „Eigum við að skála fyrir fjarvcrandi vinum?” spurði Harriet og það vottaði fyrir kaldhæðni i rödd hennar. „Vini þínum lika?” spurði Thor Benson. Hún yppti öxlum. „Eiginlega ekki. Ég átti stefnumót við Bryn Kester hérna hinum megin, en hann þurfti að fara burtu í viðskiptaerindum.” „Til Onian?” Undrandi endurtók Harriet nafnið á þessu Arabaríki. „Hann fer oft þangað,” útskýrði Thor Benson. Þess vegna var Bryn svona sólbrúnn. „Ó, ég skil. Nei, ég hcld hann hafi farið til Skotlands.” „Nú, jæja, hann fer víst líka oft þangað. Það er sennilega í sambandi við olíuleit.” „Við hvað vinnur þú?” spurði Harriet. þvi hún vildi ekki ræða frekar um Bryn. Thor andvarpaði. tók af sér brúnan silkihálsklútinn, og lagði hann yfir stólarminn. „Ég er leikari. En eins og flestir starfsbræðra minna, þá vinn ég fyrir sjónvarp og auglýsingar á milli þess, sem ég fæ hlutverk — ef ég er heppinn." „Jæja, við skulum þá skála fyrir næsta stóra hlutverki,” sagði Harriet og lyfti glasi sinu i átt til hans. „Þakka þér fyrir.” Hann stóð upp ánægður á svip og gekk yfir að skrif- borðinu. „Þú ert aldeilis með mikið af bókum — og sumar splunkunýjar. Vinnurðu hjá útgáfufyrirtæki?” Hún hristi höfuðið. „Ég er milliliður- inn. Ég rek með öðrum bókmcnnta- umboð.” „Er það já.” Thor lyfti eins og annars hugar upp nokkrum bókum, las nöfn þeirra og lét augun reika yfir skrifborðið. 56 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.