Vikan


Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran Það var dag einn við morgunverðinn að ung kennslukona i Georgia-fylki i Bandaríkjunum missti gaffalinn sinn og æpti upp yfir sig að unnusti hennar. ungur vélstjóri i verslunarflotanum, sem þá var úti á reginhafi, væri í hættu. „Hann getur verið sprengdur í loft upp á hverri stundu!” hrópaði hún. Og hún þaut að viðtækinu og opnaði fyrir það. Þá var verið að útvarpa fréttum af því að kviknað hefði i sprengiefni i skipi á hafi úti og sprenging væri yfirvofandi. En þetta var einmitt skipið sem unnusti stúlkunnar var á. Sem betur fór reyndisl samt unnt að buga eldinn og skipinu var bjargað. En unga kennslukonan gat ekki skilið hvernig hún hefði orðið vör við hættuna. Húsfreyja ein i Washington var að búa til matinn þegar hún allt í einu hróp- aði: „Faðir minn er dáinn! Ég sá hann sitja á stólnum þarna!" Fjölskyldan reyndi að sefa hana með þvi að auðvitað væri þetta ímyndun ein. En svo korh skeyti frá heimili föðurins i Nebraska; hann hafði dáið af hjartaslagi sitjandi i stólnum sínum. Aðra konu i Pennsylvaniu dreymdi að fjórir synir hennar hefðu verið að synda og var sá niu ára gamli i rauðri sund- skýlu. „Það er eini liturinn seni ég man nokkuð eftir.” sagði hún síðar. í draumnum lentu börnin í sjávarstraumi. Móðirin hljóp út i sjóinn og tókst að draga alla að landi nema þann i rauðu skýlunni. Svo vaknaði hún. Nokkrum vikum síðar lenti þessi niu ára sonur hennar í straumi og drukknaði. Og það Fjarhrif einkennilega var að þótt hann ætti sjálfur þrjár bláar sundskýlur var hann að þessu sinni i rauðri skýlu af einum bræðra sinna. Þessar frásagnir eru teknar af handa hófi úr skýrslum þeirrar deildar Duke- háskólans i Bandarikjunum sem fjallar um svonefnd yfirskilvitleg fyrirbæri. Hvernig er hægt að útskýra svona furðuleg fyrirbæri? Er það mögulegt að móðirin. sem missti son sinn, og hinar persónurnar, sem minnst var á hér að framan. hafi með einhverjum dularfull- um hætti fengið boð sem sjón, heyrn og önnur skilningarvit gætu ekki hafa flutt? Við skulum fyrst lita á þetta frá sjón- armiði þeirra vísindamanna sem fást við rannsóknir slíkra fyrirbæra. Þeir gera þá kröfu að fyrirbærið feli í sér einhver „boð" til persónunnar. Þessi boð verða að reynast i samræmi við raunveruleik- ann. Og þaðsem mikilvægast er: upplýs ingarnar mega ekki vera tilkomnar fyrir atbeina hinna venjulegu fimm skilning- arvita eða fyrir heilabrot. eins og ágisk- anir, ályktanir eða minni. En hvernig gerist þetta þá? Hvernig gat kona i Pennsylvaníu skyggnst inn í framtíðina og séð að sonur hennar myndi drukkna? Fullkomið svar er ekki hægt að veita þvi hvað hugurinn er og hvernig liann starfar er vísindunum enn hulin ráðgáta. En nokkra skýringu má þó gefa með þvi að gera ráð fyrir að til sé andlegur hæfileiki sem enn sé að mestu ókunnur. Skop Hugsanaflutningur og skyggnigáfa éru einkennandi dæmi um þessi fyrir- bæri. Þegar um hugsanaflutning er að ræða koma upplýsingarnar frá annarri manneskju. I skyggni frá atburðum. hlutum eða persónum. Þriðja tegund þessara fyrirbæra er þegar upplýsingar koma um atburði sem enn hafa ekki átt sér stað. Og er það ef til vill furðulegast af þessu öllu því það bendir til þess að hugmyndum okkar um timann sé veru- lega ábótavant þótt venjulegur skilning- ur okkar á honum henti okkur yfirleitt i daglegu lífi. Flutning hugsana úr hug eins manns til annars má i sumum tilfellum ef til vill skýra með því hvern þátt áhugamál og tilfinningar eiga í þvi að skapa samband milli tveggja aðila. Ung kona hermanns. sem nýlega hafði flust á nýja herstöð, segir til dæmis þannig frá: „Sunnudag einn. jregar ég var að horfa á sjónvarpið. kom yfir mig feiknasterk löngun til þess að síma heim. en það var í 450 km fjarlægð. Móðir min svaraði og lá henni við gráti svo létti henni við að heyra i mér. „Virginia." sagði hún. „ég hef setið við símann og verið að brjóta heilann um það hvernig í ósköpunum ég gæti náð sambandi við þig til þess að láta þig vita að pabbi þinn hefur fengið hjartaslag." Sum fyrirbæri fjalla um óskiljanlega hæfileika til þess að finna glataða rnuni. oft skartgripi. Kona nokkur. sem var að þvo upp diskana eftir hádegisverð. tók af sér hringana sina og lagði þá á skáphillu. Sama kvöld varð henni aftur hugsað til þeirra en þá voru þeir ekki á hillunni. Þau hjónin leituðu þeirra árangurslaust. fyrst i eldhúsinu og síðan i öllu húsinu. Allt i einu opnaði hún isskápinn og dró fram isbakka og þarna voru þá hringarn- ir frosnir i ísmola. Eiginmaður hennar hafði óafvitandi sópað þeim niður af hill- unni og þeir duttu ofan i isbakkann þegar hann var að teygja sig eftir glösum i skápnum. En konan skildi aldrei hvað hefði fengið hana til þess að leita hringanna í þessum isbakka. Önnur kona í Nevv Jersey. sem fór til innkaupa í verslanir og skildi tveggja ára dóttur sína eftir heima hjá eigipmanni sinum. minnist þess með svofelldum orðum: „Ég var næstum komin niður í borg þegar ég vissi að ég varð að komast heim þegar i stað. Ég var gripin sterkri óttatil-' finningu. Ég steig af strætisvagninum og tók þegar annan vagn sem var á heim leið. Ég kom að manninum minum og dóttur sofandi i sófanum en húsið var að fyllast af gasi. Meða|"i bóndi minn fékk sér blund hafði dóttfr min verið að fikta við gasofninn og opnað fyrir allar leiðsl ur. Síðan hafði hún klifrað upp i sófann til pabba síns og sofnað líka.” Þar eð eiginmaðurinn vissi ekkert um hættuna sem þau voru i gat hann ekki sent boð um hana svo hér gat ein- ungis verið um skyggni að ræða. Hvað sem annars má segja um þenn- an hæfileika þá er það vist að fjarlægðir skipta þar engu máli. Boðin komast til skila hvort sem atburdír eru aðskildir með einu herbergi, megjnlandi eða út- hafi. Það sem hlýtur sífellt að vekjþ sér- staka athygli okkar. þegar um fram- skyggni er að ræða, er að hún virðist með öllu óbundin tímanum. Enda þótt spádómsgáfan eigi sér langan aldur, citjs og kunnugt er. þá er hún vísindamönn- um slíkt ofurefli að glíma við að þeir eiga mjög erfitt með að fallast á hana. En vit- anlega verða visindamenn eins og aðrir að gera sér grein fyrir þvi að það er sitt af hverju sem þeir vita ekki. En það sem þó vekur með þeim mesta gremju er að fyrirbæri skuli gerast sem samkvæmt( þekkingu þeirra ættu alls ekki að geta gerst. Það bendir óneitanlega til þess að þekking þeirra sé ekki eins óhrekjanleg og þeir hafa tilhneigingu til að halda. Slikar sannreyndir ættu því að leiða til auðmýktar en ekki hroka. Til forna var framskyggnigáfan al ýmsurn talin dularfullt afl sem aðeins væri á va!di sérstaklega gáfaðra einstakl- inga: spámanna. sjáenda. dulhyggju- manna og vissra trúaðra manna. En reynslan af rannsóknum á þessum furðulega hæfileika við Duke-háskólann i Bandaríkjunum sýnir hins vegar Ijós- lega að margt fólk, sem að öðru leyti virðist ósköp venjulegar manneskjur. getur ómótmælanlega stundum séð fram í tímann. Það var einn góðviðrisdag i lowa í Bandaríkjunum að hamingjusöm. ung stúlka var-á leiðinni heim úr vinnunni og var að hugsa um dansleik sem hún ætlaði á þá um kvöldiðog hlakkaði til. Síðar lýsti hún reynslu sinni með þessum orðum: „Allt i einu leið mér hræðilega illa og þessi tilfinning hélst allt kvöldið. Það komu margir vinir mínir heim svo við gætum öll orðið samferða á dansleikinn. En ég ákvað að fara hvergi heldur verða heima. Yngri systir mín. Francis. ætlaði liins vegar á dansleikinn. Þegar hún var að leggja af stað hrópaði ég skeifingu lostin: „Aktu ekki í þessum bil. Francis! Farðu i hinum!" Sá siðarnefndi var nýr bíll. Klukkan 2.30 um nóttina lést Francis í bílslysi. Hún og fleiri félagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.