Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 45
Máltíðin þetta kvöld var sú dapurleg-
asta sem ég man eftir.
Alltaf sama umræðuefni. Hvers
vegna fórum við ekki 1933? Eða a.m.k.
þegar Karl hafði kvænst? Aumingja
paþþi. Hann bar svo mikla virðingu fyrir
mömmu. Hún var fögur kona, hefðar-
kona. Hann sagði að hún væri há-þýsk.
Forfeður hennar voru vinir prinsa og
preláta. Og Jósef Weiss frá Varsjá?
Faðir hans hafði átt litla lyfjabúð sem
Móses frændi rak nú. Þeir höfðu velt
hverjum eyri og fengið fé að láni svo að
faðir minn gæti farið I læknisnám.
Foreldrar mömmu höfðu hjálpað
honum að koma á fót lækningastofu
sinni þótt þau væru því mótfallin að
mamma ætti pólskan gyðing.
Inga og Karl voru komin til kvöld-
verðar. Þau töluðu um manninn á járn-
brautarstöðinni sem gæti hjálpað okkur
að komast burt.
Karl var alltaf ofurlítið dapurlegur
á svip. Hann var grennri og hljóðari en
áður og hristi nú höfuðið. „Það er hvergi
hægt að fara,” sagði hann.
„Til Frakklands kannski,” sagði
pabbi, „eða Sviss."
„Gyðingum er snúið frá,” sagði Karl.
„Enginn vill okkur.” sagði ég.
Karl brosti beisklega. „Maður sem
starfar á bandarísku ræðismannsskrif
stofunni sagði mér að Bandarikjamenn
tækju nú ekki við þeim fjölda þýskra
gyðinga sem mætti flytjast þangað. Þeir
geta tekið við fleirum en gera það ekki.”
Anna tók til máls. Hún vaj‘‘ævinlega
huguð. „Það má einu gilda. Við eigum
hvert annað að, er það ekki, mamma?
Það eitt skiptir máli.”
Mamma kinkaði kolli. „Hárrétt.”
„Hreyfingin sem sér um að koma
börnum til Englands,” sagði pabbi. „Við
gætum talað... ” Hann þagnaði.
„Það er búið að loka,” svaraði Karl.
„Við Inga spurðumst fyrir.”
„Við gætum falið okkur úti I skógi,”
sagði Anna.
Mamma sagði okkur Önnu að taka af
borðinu. Við bárum diskana fram.
Enginn virtist hafa haft matarlyst.
„Ég veit ekkert lengur með vissu,”
sagði pabbi. „Kannski Pólland. Ég er
enn pólskur ríkisborgari.”
„Ég hlusta ekki á þetta,” sagði
mamma. „Ástandið er víst litlu betra
þar.”
Frammi I eldhúsi sagði ég við Önnu:
„Mamma fær alltaf að ráða.”
„Kannski hefur hún alltaf á réttu að
standa.”
Þegar við komum aftur inn leiddi
mamma samræðurnar. Hún var
sannfærð um gð Hitler myndi ekki
bregðast okkur. Hann réði nú yfir
Austurríki og Tékkóslóvakíu og hvers
gæti hann frekar óskað sér? Hann væri
eins og hver annar stjórnmálamaður og
hefði notað gyðinga til að sameina
þjóðina. Nú gæti hann látið okkur i
friði.
Karl hristi höfuðið en þrætti ekki
við hana. Pabbi reyndi að sýnast hug-
hraustur. Ég hef aldrei vitað til þess að
hann hafi sært mömmu. Hann sýndi
fjölskyldu sinni sömu alúð og
sjúklingum sinum, jafnt hinum
fátækustu og aumustu. Ég minnist þess
ekki að hann hafi nokkru sinni slegið
börn sín. Það veit hamingjan að það
hefði ég nokkrum sinnum verðskuldað.
Móðir mín bað mig að kveikja á út-
varpinu.
Þulurinn sagði frá ódæði sem framið
hafði verið í Paris. Gyðingur hafði
skotið þýska sendiráðsfulltrúann vom
Rath. Þulurinn hélt áfram og við sátum
sem frosin I sætum okkar. Sá sem skaut
var sautján ára unglingur, Grynszpan
að nafni. Foreldrar hans voru pólskir
gyðingar sem nýlega hafði verið vísað
frá Þýskalandi.
„Þessar grimmilegu blóðsúthellingar
eru afleiðing af alþjóðlegu samsæri
gyðinga og þeirra verður hefnt,” sagði
TASSOvegg
striginn
fráokkurer
auðveldur
\ J ]. 1 í .f|‘. I f § ' S
i uppsetningu
31-tbl. Vikan 45