Vikan


Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 40

Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 40
Framhaldssagan r 1 | * I I U I * I ! JI RI ! 11 n i M • I f I . 1 P u 1 l u IM «i * ■ Eg hlýt að hafa verið ráðvilltur á svip þvi hann hló og spurði mig hvort ég þekkti muninn á SS, SD, Gestapo og RSHA. Ég játaði að ég vissi það ekki og hann hló hátt og barði i borðið. „Ágætt, Dorf. Sjálfir eigum við stundum i vandræðum með að þekkja þessar stofn- anir í sundur. Gerir ekkert. Allar heyra þær undir mig og auðvitað undir okkar ástkæra ríkisstjóra, herra Himmler.” Næst spurði hann mig hvert viðhorf mitt til gyðinga væri. Ég svaraði að ég hefði aldrei hugleitt málið. Hann sneri aftur harða bófasvipnum að mér. Ég flýtti mér að bæta við að mér fyndust þeir hafa meiri áhrif en fjöldi þeirra gæfi tilefni til, svo sem á sviði blaðamennsku. verslunar, bankaviðskipta og æðri starfa og þetta kæmi e.t.v. jafnt þýsku þjóðinni illa sem gyðingum sjálfum. Heydrich kinkaði kolli. Því næst hóf hann máls á kenningu sinni sem var nánari útfærsla á hugmyndum for- ingjans i Mein Kampf. Sumt af þessu var torskilið en mergurinn málsins virtist vera sá að líkt og bolsévismi þarfnaðist stéttaróvinar til að ná fram- gangi, þyrfti nasisminn á kynþáttaóvini aðhalda, þ.e. gyðingum. Ég sagði: „Auðvitaðeru þeir óvinir." Með klókindum sínum hafði Hey- drich tekist að fá mig til að játa það við horf sem hann vonar að allir Þjóðverjar muni gangast við hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu. Baráttan við gyðinga leiðir ekki aðeins til fullra yfirráða heldur eru þeir ótw/Veins ogsagan sýnir. Nú var honum farið að hitna i hamsi. Hann vitnaði í Mein Kampf hlutdeild gyðina í allri mannlegri spillingu. svik þeirra við Þýskaland í heimsstyrjöldinni. ítök þeirra í banka- og gjaldeyrismálum og áhrif þeirra meðal bolsévíka. Ég var orðinn ruglaður í ríminu en ég hef alltaf haft hæfileika til að virðast áhugasamur með því að kinka kolli, hreyfa athugasemd eða brosa. Hann virtist hafa yndi af fyrirlestrinum og ég 40 Vikan 31. tbl. ÞJOÐEYÐING Þegar ég hugsa aftur í tímann á ég erfitt með að ásaka móður mína eða nokkurn annan. Við héldum kyrru fyrir. Við máttum líða fyrir það. Engan óraði fyrir þeim skelfingum, sem biðu okkar — nema örfáa menn. Refsum gyðingum og handtökum þá sem grunaðir eru en gerum lýðum Ijóst að þetta sé réttlát reiði þýsku þjóðarinnar . . . þorði ekki að grípa fram í. Mig langaði einu sinni til að spyrja hvernig gyðingar gætu bæði verið bolsévikar og auð- hyggjumenn. En ég hafði vit á að þegja. „Taktu vel eftir þessu. Dorf," sagði hann. „Við leysum fjölda vandamála. stjórnmálalegra, hagfræðilegra, hernaðarlegra og umframt allt kynþátta- legra. ef við beitum Guðs útvöldu þjóð hörðu." Ég viðurkenndi að þetta væru mér ný sannindi. En ég minntist ráða Mörtu og kvaðst opinn fyrir nýjum hugmyndum. Það gladdi hann. Honum virtist standa á sama þótt ég viðurkenndi að vera ekki í flokknum og hefði ekki verið í einkennisbúningi síðan ég var skáti. og hann svaraði að hvaða asni gæti gengið í einkennisbúningi. Hann vantaði menn sem væru skýrir í hugsun og góðir skipu- leggjendur. Hann sagði að í flokknum cg SS væri meira en nóg af bófum, föntum og sérvitringum. Hann væri að réyna að koma á fót dugmikilli starfsemi. „Skil ég þá rétt að ég sé ráðinn?” Hann staðfesti það með því að kinka kolli og það fór um mig sæluhrollur eins og ég hefði náð ákveðnu takmarki. sigrastá fjallstindi. Síðan sagði hann að ég yrði settur í starf og látinn sverja trúnaðareið jafn- skjótt og venjulegri öryggisathugun á högum mínum væri lokið. Rödd hans fékk hörkublæ á sig. Ég óttaðist hann smástund. Þá fór hann að hlæja og sagði: „Þú hefðir víst ekki þorað að koma hingað nema samviska þín væri hvít sem mjöll.” „Það er vist alveg rétt, herra,” svaraði ég. „Ágætt. Farðu á ráðningarskrif- stofuna og útfylltu naúðsynleg eyðu- blöð.” Þegar ég var i þann veginn að ganga út kallaði hann: „Það máttu vita, Dorf. að ég legg mig í hættu þín vegna. Hitler sagði eitt sinn að hann ynni sér ekki hvíldar fyrr en viðurkennt væri meðal Þjóðverja að það væri skammarlegt að vera lögfræðingur.” Hann sá hve mér brá og bætti við: „Ég var að gera að gamni mínu. Heil Hitler, Dorf.” „Mér fannst mjög auðvelt að svara: „Heil Hitler.” I gærkvöldi, 26. september. klæddist ég fyrsta sinni svörtum SS búningnum. Seinna um kvöldið sór ég blóðeiðinn: I nafni Guðs sver ég að sýna Adolf Hitler, æðsta leiðtoga þýsku þjóðarinnar og yfirráðamanni alls herafla landsins, skilyrðislausa hlýðni og ég er einnig reiðubúinn að hætta lifi mínu hvenær sem er eins og hver annar hug hraustur hermaður. Ég hlaut undirforingjatign og lítilfjör- lega stöðu á skrifstofum Heydrichs. Ég er annað og meira en lítilfjörlegur skrif- stofumaður eða lágtsettur aðstoðar- maður Reinhards T.E. Heydrichs. Starf mitt er að verulegu leyti fólgið i því að greina að tengsl Gestapo, SD, RSHA og annarra deilda innan SS. Heydrich hefur sagt í spaugi að hann vilji hafa málin í flækju svo framarlega sem allir viti að hanner stjórnandinn. Marta hjálpaði mér að skrýðast svört- um jakka, svörtum reiðbuxum og svörtum stígvélum. Ég stakk Lugernum í leðurhulstrið og fannst ég fábjáni. Marta sótti börnin inn í svefnherbergi til að leyfa þeim að dást að föður sínum. Pétur er fimm ára og Lára þriggja. Marta hefur alltaf haft meira dálæti á Pétri og lyfti honum upp. Hann leit einu sinni á uppháa einkennishúfuna og fór að hágráta! Skyndilega varð ég einkennilega áhyggjufullur. Hef ég gert rétt? Auðvitað. Það er ekkert að marka þótt barn gráti í fyrsta sinn sem það sér föður sinn í nýjum búningi. Það er fullkom- lega eðlilegt. En Mörtu gramdist við hann þegar hann hrein aftur og hljóp út. Hann og Lára litla störðu á mig tár- votum augum úr dyragættinni. Ég sagði Mörtu að vonandi þyrfti ég ekki að klæðast búningnum að staðaldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.