Vikan


Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 8

Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 8
I Málverkasýning Sveinn Björnsson listmálari og rannsóknariögreglumaður sýnir á Kjarvalsstöóum „VIL EKKI SEUA MIKIÐ" Sveinn Björnsson málar stærstu myndir á íslandi, su stærsta er 12 m2 — „groddamyndir", segir hann sjálfur. Hann hefur þurft að vinna tvöfaldan vinnudag til að geta sinnt list sinni. í vinnunni yfir heyrir hann fólk og kemst fyrir glæpi og þegar hann á frí hverfur hann inn í gufuna í Krísuvík og málar kynjaverur í landslag. Og nú á að sýna, ekki glæpamenn, heldur málverk. t „Eg ætla að opna sýningu í vestursal Kjarvalsstaða núna í byrjun ágúst. Þetta verður mikil sýning en ég vona bara að ég selji ekki of mikið. Ég vorkenni málurum sem selja allar myndir sínar út um hvipp- inn og hvappinn og eiga svo ekkert eftir sjálfir. Þegar ég sel þá vil ég helst selja margar myndir í einu á einn stað og helst allar.” Sveinn Björnsson hallar sér makindalega aftur í rauðbólstr- uðu bílstjórasætinu í Blazer- jeppanum sínum sem siglir hrað- byri yfir hraunið í átt að Krísu- vík en þar er Sveinn með vinnu- stofu, eina af þrem, og þar eru líka hestarnir hans. „Maður gerir lítið meira en rétt að hafa upp í kostnað með þessum sýningum,” segir hann. „Eina sýningin mín sem stóð nokkurn veginn undir sér var þegar ég sýndi í Den Frie í Kaupmannahöfn hér um árið. Þá leigði ég mér gám, pakkaði myndunum mínum ofan í hann og sýndi svo í Danmörku. Ég seldi vel, fantasíurnar minar virtust falla Dönum vel í geð þótt íslendingar vilji ekki sjá þær. Danir eru fínt fólk, ég kann alltaf vel við mig í Dan- mörku. Einu sinni var ég með vinnustofu þar ytra ásamt öðrum og hugmyndin var alltaf sú að vinna bæði hér heima og úti. En þetta var dýrt og við þurftum að láta húsið. Það var eins þegar ég var í Listaaka- demíunni í Kaupmannahöfn 1956—57. Þá hafði ég tekið mig upp með konu og tvö börn og haldið út en þurfti svo að snúa heim til að vinna fyrir mínu daglega brauði.” — Gastu ekki þvegið upp eða skúrað í Höfn? „Nei, andskotinn!” segir Sveinn og gefur Blazernum duglega inn síðasta spottann upp að græna húsinu sem hýsir vinnustofu hans og myndir. Nágrannar Sveins þarna í Krísuvíkinni eru ekki margir, helst eru það hundruð alisvína sem dvelja í stóru búi rétt við túnfótinn og svo stóri skólinn sem stendur næstum fullbyggð- ur rétt utar og varð ónothæfur þegar kenningar í uppeldisfræði breyttust skyndilega erlendis. Þarna situr Sveinn i allri guf- unni og hveralyktinni, þegar frí gefst frá glæpamálum, og málar stóru myndirnar sínar. „Nei, lyktin er ekkert vond, hún venst. Hér er gott að mála, ég mála landslag og bæti svo alls kyns kynjaverum inn í það. Þessar kynjaverur eru hér út um allt, ég sé þær allt í kringum mig en fólk sem brunar hér í gegn í bílum sínum sér náttúrlega ekki neitt. Krísuvík er dálítið skrýtinn staður, Krísuvík heitir hann vegna þess að til forna bjuggu hér munkar sem hétu Krísar og gengu um í hvítum kuflum. Eitt sinn voru hér 13 bæir og fullt af fólki en nú eru allir farnir. 13 er ekki góð tala en sagan segir að fólk hafi hrakist héðan vegna drauga og svo átti að vera skrímsli í vatninu. Þetta skrimsli hefur að vísu enginn séð en ég hef málað það margoft og gestir mínir geta barið það augum á sýning- unni. Ég ætla að það sé í fyrsta skipti sem skrímsli þetta er sýnt opinberlega.” — En draugarnir? „í þessu húsi þreifst ekkert fólk vegna draugagangs, eða svo var sagt. Hins vegar hef ég aldrei orðið var við neinar vofur hérna síðan ég flutti inn. Ég hitti nokkra drauga hér á þröskuldinum þegar ég fyrst kom en þá voru þeir á útleið, enda hafa þeir vitað sem rétt var að ekki er rúm fyrir fleiri drauga en mig einan hér í hús- inu. Hvert þeir fóru veit ég ekki — kannski ofan í vatnið til skrímslisins?” — Þú segist rétt hafa fyrir kostnaði með því að sýna. En hvernig fer opinber starfsmaður með meðallaun að því að keyra um á bólstraðri lystikerru, hafa vinnustofur út um allt og eiga hesta — svo ekki sé minnst á finu húfuna sem þú ert með? „Það er rétt, ég hef rétt upp í kostnað. Þetta er allt hluti af kostnaðinum, bíllinn, vinnu- stofurnar, hestarnir. Hélstu e.t.v. að með kostnaði væri aðeins átt við léreft og máln- ingartúbur? Nei, ég þarf að eiga góðan bíl til að komast á milli staða, ég þarf að eiga góða vinnustofu til að geta unnið og hestarnir eru ómiss- andi, maður sér svo mikið af mótífum á hestbaki.” — Hefur þér einhvern tíma tekist að sameina starfið og list- ina — tengjast glœpir listum á íslandi eins og stundum í út- löndum? „Starfið og listin! Kollegar mínir í lögreglunni skilja ekki allir hvað ég er a0 fara. Þegar ég byrjaði að mála um borð í togurum á frívöktum 25 ára gamall þá var ég kallaður vettl- ingamálarinn, eftir að ég kom í lögguna hef ég verið kallaður Sveinn klessa. Það er skiljan- legt, ég mála voðalega stórar myndir og hef ekki próf úr listaskólum. Einu prófin mín eru úr Sjómannaskóla og Lög- regluskóla. Þó lærði ég mjög 8 Vikan 31- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.