Vikan


Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 10

Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 10
Málverkasýning U'" h'k* mikið þetta eina ár sem ég var í dönsku akademíunni. Ég þykist vita það fyrir víst að ekki sé mikið um málverka- falsanir hérlendis, aftur á móti er stolið töluverðu af málverk- um. Ég hef nú í mörg ár verið að leita að tveimur Kjarvals- málverkum sem var stolið, en án árangurs. Önnur myndin var nokkuð stór, 50x 150 sm og skorin úr rammanum. Ætli henni hafi ekki verið rúllað upp og komið úr landi. Hins vegar mætti segja mér að á mörgum frægum söfnum úti í heimi væru fölsuð málverk í metravís. Meistararnir eru margir.” — Hvers vegna málar þú svona stór málverk? „Ég mála stórar myndir vegna þess að það er erfiðara en að mála litlar. Litlar myndir mála ég eingöngu til að koma mér í gang, nokkurs konar upphitun.” — Ert þú frístundamálari? „Ég er alvörumálari og hvíli mig á því að vera í lögreglunni. Þó verð ég að viðurkenna að stundum verð ég voðalega þreyttur á lögregluhlutverkinu og það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að mig hefur mest langað til að kasta af mér úníforminu þar sem ég stend í það og það skiptið og ganga heim á nærbuxunum og fara að mála. Mér hefur tekist að halda aftur af mér fram að þessu enda er ekki víst að kon- an hefði tekið því þegjandi að fá mig heim í nærbuxunum dag eftir dag og hvað þá yfir- boðararnir sem skaffa mér úníformið. En núna vona ég að ég geti snúið mér alfarið að listinni hvað úr hverju, ég vona að það verði sem fyrst. Það er full vinna að sinna listinni og þeir menn sem gera það með- fram öðru starfi verða einfald- lega að vera tvíefldir. Mér finnst gaman að vinna og þoli ekki latt fólk. Fólk sem ekki nennir að vinna á ekki að fá að borða, það er einföld regla sem ætti að fara eftir meira en gert er. Ég nýt þess að vinna og á meðan ég mála þá spila ég Beethoven, Bach og Louis gamla Armstrong. Ég hef mikið „Ég mála stórar myndir frekar en litlar vegna þess að það er erfiðara. Ég skil ekki fólk sem gerir sömu myndina í mörgum eintökum." IO Vikan 31. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.