Vikan


Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn Bubbi Morthens og læstar dyr Kæri Póstur! Við heimtum að fá plakat af Bubba Morthens og ekki hafa það svona eins og er í Vikunni núna heldur venjulegt plakat. Reynið að láta það koma I nœstu viku. Tvær sjúkar í í Bubba Morthens. Við erum byrjaðar að sofa hjá strákum og erum allsberar hjá þeim og læsum að okkur og við segjum ekki hvað við gerum þar. Við segjum mömmum okkar að við höfum sofið hjá vinkonu okkar því að við erum bara 13 og 14 ára. Pósturinn fær ástarkveðjur ef hann birtir bréfið. Tvær í vanda staddar. HogS Það hefur yfirleitt ekki þótt góð latína að heimta að fá sínu fram- gengt, kurteisi og stjórnkænska reynist yfirleitt árangursríkara. En samt sem áður má búast við plakati af áðurnefndum Bubba Morthens nú á næstunni til að sefa æstustu aðdáendurna. Hver er svo vandinn sem að ykkur steðjar? Plakatvöntun eða nekt og læstar herbergisdyr? Hið siðarnefnda skaðar varla aðra en ykkur sjálfar og það er alltaf neikvætt að svíkja foreldr- ana. Ef ykkur sjálfum finnst að þessar athafnir þoli ekki dagsins ljós og gerið ráð fyrir að mæður ykkar hafi eitthvað við þær að athuga ættuð þið að hugsa málin vandlegar en þið hafið gert fram að þessu. Varla stjórn- ast viðhorf mæðra ykkar af tómri meinsemi í ykkar garð og líklegra að þar sé ykkar hagur hafður í huga. Því þá verð ég vond_______________________ Kæri Póstur! Við erum hér tvær I vanda staddar. Þannig er mál með vexti að við erum byrjaðar að reykja og erum bara 12 og 13 ára. Okkur langar að hætta en við getum það ekki. Gefðu okkur nú gott svar. Síðan er eitt vandamálið enn að við erum hrifnar af sama strákn- um. En hann er hrifinn af ann- arri okkar og er alltaf að reyna við hana en hún vill hann ekki því að þá verð ég vond. Og þá hættir hún að vera með mér og það vill hvorug okkar. Við sendum Helgu bréf og vonum að þetta fari ekki sömu leið. Bæ, bæ, Tvær í vanda stadd- ar, H.R. og H.A. Það er ekki um annað að ræða en herða sig upp og gleyma réyk- ingunum sem allra fyrst. Takið til hliðar þann pening sem annars færi í tóbak og kaupið um hver mánaðamót eitthvað spennandi sem þið annars Hún klúðraði þessu síðast Póstur góður. Ég vona að þú takir mig alvarlega og haldir ekki að þetta sé bara barnalegt rugl og að ég sé svo ung að ég viti I raun- inni ekkert um hvað ég er að tala. Ég er búin að fá nóg af svoleiðis svörum og mér fiinnst ég ekki geta talað við neinn almennilega núna. Ég er að vísu kannski ung (ég er nýorðin 18 ára) en það er sama, mér finnst að ég eigi að hafa rétt til að lifa mínu lífi eins og ég vil. Ég var með strák frá því að ég var 14 ára þangað til I fyrra og ég bjó með honum í rúmt ár. Ég var mjög hrifin af honum (ég hélt að þetta væri ást) og ég hálf- fiúði að heiman til að geta búið með honum. Pabbi og mamma voru alveg æf, ekki svo mikið kannski út í mig heldur aðallega hann. Þeim fannst hann svo mikill slúbbert. En ég hlustaði ekkert á þau. Þegar við vorúm búin að búa saman í ár þá var allt komið í vaskinn. Við pössuðum bara ekkert saman. Ég vildi vera heima en hann vildi alltaf vera í partíum og á böllum og að rúnta. Ég varð svo þreytt á þessu að ég hætti að vera hrifin af honum. Ég fiutti aftur heim til pabba og mömmu (ég er í skóla, hann vann fyrir okkur) og þau sögðu náttúr- lega: Við vorum búin að segja þér að þetta yrði svona. Þið eruð bara krakkar og allt of ung til að vita hvað þið viljið og ekki nógu þroskuð til að aðlaga ykkur hvort öðru og bla bla bla. Og nú er ég búin að vera með strák í tæpt ár og það er sko ást. Hann þarf að fara til Reykjavíkur í skóla og hann er búinn að biðja mig um að koma með sér og búa með sér. Hann vill meira að segja giftast mér en það vil ég ekki, ekki strax alla vega. En þá fyrst heyrðist í pabba og mömmu. Þau sögðust vera búin að fá nóg af því að horfa á mig eyði- leggja lífið mitt. Og svo kom sama gamla rullan um hvað ég væri ung og svo framvegis. Þau hreinlega bönnuðu mér að fara. En ég get alveg klárað skólann fyrir sunnan, það er ekkert mál. Og ég get ekki hugsað mér að skilja við hann. Eins finnst mér svo mikið talað hérna, allir að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Ef ég færi að búa með honum hérna myndi ég skilja að pabbi og mamma væru hrædd um að fólk færi að kjafta: Hún klúðraði nú þessu síðast, ætli hún geri það ekki bara aftur... Mig langar svo til að spyrja þig, Póstur. Finnst þér ekki að ég eigi að láta hjartað ráða og fara með honum? Ég get orðið óhamingjusöm alla ævi ef ég geri það ekki. Kannski missi ég hann ef égfer ekki með honum? Finnst þér ekki að ég eigi að lifa mínu lífi og pabbi og mamma sínu? Ég er búin að læra mína lexíu, ég veit allt um tiliitssemi og að maður verður að aðlaga sig hinum aðilanum. Elsku Póstur, segðu mér hvað þér finnst og það fljótt! Ein alveg rugluð. Þetta er hlutur sem þú verður að gera upp við þig sjálf og hvorki Pósturinn né foreldrar þínir geta tekið ákvörðun fyrir þig. Hins vegar er hægt að ráðleggja en lokaákvörðunin verður að vera frá þér sjálfri. Ýmislegt bendir til þess að þú sért ekki alveg viss í þinni sök og hræðist innst inni að eins fari að lokum og í fyrra skiptið. En þennan vanda geturðu ekki lagt á annarra herðar og ef foreldrar þínir koma í veg fyrir að þú farir er hætta á að þú ásakir þá síðar um að hafa eyðilagt líf þitt, ef illa fer. Því er mikilvægt að þarna sé um þitt eigið uppgjör að ræða og umfram allt skaltu varast að leggja ábyrgðina á herðar foreldranna. Þú ert í sjálfu sér ekki svo ung að þetta geti ekki allt farið vel hjá ykkur tveimur, hvort sem þú ferð með honum suður eða ekki. Ef það fyrrnefnda verður ofan á skaltu gæta þess að fjölga ekki mannkyninu fyrst um sinn því það gæti aukið erfiðleikana að mun. Skólann verður þú að láta ganga fyrir flestu öðru, ef þú treystir þér til að ljúka honum fyrir sunnan ætti það ekki að verða þér að fótakefli. Hafðu bara hugfast að ákvörðunin er þín og síðar verður ekki við neinn að sakast annan en sjálfa þig ef illa fer. Þú ert ung ennþá og frelsið getur verið ómetanlegt á þessum árum, en ef þér finnst því fórnandi fyrir þennan eina mann getur enginn lagt mat á það nema sá sem í hlut á. Ef til vill hefur þú rétt fyrir þér, ef til vill ekki — en það er enginn heimsendir þótt einnig þessi sambúð rynni sitt skeið á enda. Þá er bara að endurskoða lífsformið að nýju og snúa sér að þvi nýja af fullum krafti. 62 Vikan3i.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.