Vikan


Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 23

Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 23
I i Uppi heyrðist glugga skellt aftur. Uppi í svefnherbergi sínu gnísti Gryphon ofursti tönnum.og hallaði sér upp að veggnum. Tilfinningar hans höfðu breyst í stöðuga gremju sem stundum braust út I hrópum og að þvi er virtist ástæðulausum skömmum — því enginn nema hann sjálfur sá hinn aftur- gengna og óvelkomna félaga hans. Nágrannar hans litu á einkennilega hegðun hans sem sérvitringshátt. Stundum. þegar hann missti alla stjórn á sér, sást hann slá út i loftið með göngu- staf sinum. Það gerði honum ekkert gagn. Frú Gryphon lá bara í loftinu rétt utan seilingar og fylgdi honum eftir. Aggie var sú sem barðist fyrir ofurst- ann í Condiment stræti. „Haldiði að ég myndi ekki vita af því ef hann hallaði sér að stútnum?" sagði hún í kránni. „Hann sér hluti sem þú og ég sjáum ekki, það er bara málið. Hann er bara sérstakur per- sónuleiki.” En þarna hafði Aggie rangt fyrir sér. Gryphon ofursti vildi afturgöngu frú Gryphon allt illt. Hann gerði sér hug- myndir um að sjúga hana upp í ryksug- una eða sturta henni niður um klósettið. Honum tókst einu sinni að skella hurð- inni á hana og það fékk mikið á hann hve litlu hún lét sig það skipta. Hann var sifellt að hugsa upp leiðir til þess að losna við hana, en ekkert gekk. Hann átti þó einn griðastað, einn stað þar sem svipur frú Gryphon var ekki. Það var kráin. Gryphon ofursti komst að þessu eitt sinn í hádeginu þegar hann skaust eitt örvæntingarfullt augnablik þangað inn. Frú Gryphon beið fyrir utan. 'Hún hafði s'undum fylgt honum inn á Gildaskál- ann, en kráin virtist ekki vera við hennar hæfi. Ofurstinn vissj ekki hvort það var vegna þess að hún taldi að þar viðgengist of ljótt orðbragð eða hvort hún leit svo stórt á sig, en þegar hann kom út hálf- tíma síðar var svo mikill kraftur í augna- ráði hennar að hann riðaði. Eftir nokkra daga hafði hann samt jafnað sig nóg til þess að endurtaka þessa skemmtilegu heimsókn og nú með meira sjálfstrausti. Það var miðvikudagur. Miðvikudagar voru frídagar Aggiear og i stað þess að vera að elda hádegismat ofurstans sat hún á kránni með lappirnar uppi á stól og púrtvinsglas fyrir framan sig. Yfir glasbarminn kom hún auga á gula mitt- isúlpu ofurstans og hrópaði af gleði. Hann sneri sér við og sá glaðlegt and- lit hennar, ullarhúfuna sem slútti fram á ennið og asnalega lyngvöndulinn. Hann brosti og allur áhyggjusvipur var horf- inn. Hún hugsaði með sér: Nú, svo svona getur hann þá litið út! og veifaði til hans yfir reykfylltan salinn. Aggie kynnti Gryphon ofursta fyrir liðinu á kránni. Það var mikið að gera þennan dag og margir vina hennar litu inn. Lausari við streitu en hann hafði verið mánuðum saman var Gryphon ofursti brátt farinn að þúa fjöldamarga íbúa Condiment strætis. Þegar hann kom út í sólskinið hafði hann næstum gleymt því sem beið hans fyrir utan. Hún lét sig siga niður í augnahæð og horfði á hann með hræði- legu augnaráði. Gryphon ofursti sló nokkrum sinnum til hennar og gekk síðan syngjandi heim. Hann hugsaði um Aggie með hlægi- lega langa nefið sitt og glaðlegu augun og um hvað þeim kom vel saman. Hann vissi alltaf af þvi þegar Aggie var í hús- inu; þá virtist það vera góður staður, það bauð mann velkominn og var fullt af tækifærum. Hvað það væri nú þægilegt, hugsaði hann, ef Aggie gæti alltaf verið þar, í stað — í stað. . . „1 staðinn fyrir þig, gamli hryllingur,” hrópaði hann og bjó sig undir að slá annað högg út í loftið. Minta Gryphon virtist titra eins og flugvél sem flýgur í gegnum óveðursský. Framan á brúðarkjólinn var nældur frekar ólögulegur lyngvöndull. „Segir ekki að maður eigi að vera i einhverju gömlu, góði minn,” sagði Aggie. „Og sjáðu bara hvað hann hefur fært mér mikla gæfu!” Eiginmaður hennar lyfti glasi sínu og bros hans var alveg laust við streitu eða áhyggjur. Brúðkaupsveislan var haldin í einka- samkvæmissalnum í kránni. Það var mikið um hlátur og gleði og margir góðir brandarar flugu. Hlátur Aggiear, sem var orðinn frægur í Condiment stræti, fældi dúfurnar tvisvar af þakinu. Um klukkan þrjú hafði afgreiðslu- stúlkan, sem var þrekin, miðaldra, ógift og skapstór, fengið tvö bónorð og brúð- urin hafði dregið sig í hlé til þess að fara úr lífstykkinu. „Og nú förum við heim saman,” sagði Aggie glaðlega þegar þau gengu rjóð í andliti eftir Condiment stræti. „Já,” sagði Gryphon ofursti. „Já — við förum heim.” Og hann sá fyrir sér rólegtogþægilegt líf. Fyrir ofan hann kom í ljós hálfgegn- sætt flikki í grænum tweed-fötum. Hún dró fæturna, útlínur hennar voru óljósar og ógreitt hárið flaksaðist undan ósnyrti- legum flókahattinum. í gegnum hana var hægt að greina trjágreinar og rauð húsþök. í kringum hana var allt fast og traust, og þægilegt. Gryphon ofursti lyfti staf sínum og ot- aði honum að hinni fyrri frú Gryphon. „Vesalings kerlingin," sagði hann góð- lega, „þú gerðir sjálfri þér lífið leitt, og sjá þig núna.” „Þú ert gersemi,” sagði Aggie. „Hvað ætli þú segir næst?” Hlátur hennar gaus upp og undan honum flugu grænar og brúnar flyksur og nokkrar gráar. Gryphon ofursti opnaði faðm sinn til þess að taka utan um nýju konuna sina. Hlátur þeirra sameinaðist og leið upp í tómt loftið. Kynnist töfrum öræfanna Eftirtaldar ferðir bjóðum við í sumar á sérstöku kynningarverði: 6 daga ferð: Borgarf jörður — Landmannalaugar — Eldgjá — Jökullón á Breiðamerkursandi — Þórsmörk. 12 daga ferð: Hringferð um landið. 13 daga ferð: Vestur- og Norðurland og suður Sprengisand. 13 daga ferð: Suður- og Austurland og suður Sprengisand. Ferðir okkar um landið eru ógleymanlegar. Skipulagðar ferðir með þaulvönum farar- stjórum opna mönnum leið til þess að njóta þeirrar fegurðar landsins, sem er iafn heil- landi og hún er hrikaleg. Allar máltíðir eru framreiddar úr sérstökum eldhúsbílum, búnum fullkomnum eldunar- og kælitækjum. Verð: 6 dagar: Kr. 78.000.- 12 dagar: Kr. 156.000.- 13 dagar: Kr. 169.000.- Innifaliö í veröi: Tjaldgisting með fullu fæði ásamt farar- stjórn. Allar nánari upplýsingar í síma 13499 og 13491 eða á skrifstofunni. ULFAR JACOBSEIi FERÐASKRIFSTOFA AUSTURSTRÆTI9 SÍMAR13499 0G13491. J 41, : > , V .k 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.