Vikan


Vikan - 21.08.1980, Blaðsíða 45

Vikan - 21.08.1980, Blaðsíða 45
VERZLUNARMIÐSTÖÐIN NESBÆR Borgarbraut 57, Borgarnesi. VÖRUFLUTNINGAMIÐSTÖÐ STEINARS OG JÓHANNS — Sími 7281 TISKUVERSLUNIN JÚNÓ Sími 7277 barðist um á hæl og hnakka, losnaði og tókst næstum að sleppa. En þeir náðu henni, drógu hana aftur og tveir menn héldu niðri handleggjum hennar og tróðu upp I hana handskjóli hennar meðan sá þriðji nauðgaði henni. -----M '■»—-=»«---+■----*-----Mr~ Þeir skiptust á. Þegar þeir höfðu neytt hana til ýmiss konar kynferðisathafna, sem ég get ekki fengið af mér að lýsa, hentu þeir henni frá sér og lúskruðust burt en hún lá í stigaþrepum hljómsveitarpallsins, grát- andi, skrámug og blóðug. Einhvern veginn tókst Önnu að kom ast heim I vinnustofuna. Slóð hennar I snjónum var blóði drifin. Kirkjuklukk- urnar i Berlín slógu tólf högg. Nýársnótt var runnin upp. Mamma tapaði stillingu sinni þegar hún sá Önnu standa i dyrunum. Hún var öll marin og skrámuð i andliti. Blóð lagaði úr vör hennar. Hún hafði bitið sig til blóðs til að standast sársaukann og niðurlæginguna. Pils hennar og nærföt voru í tætlum undir vetrarkápunni og annan skóinn vantaði. Inga tók hana í fangið og reyndi að -------------M-----W—*-------*-----K hugga hana. Loks endurheimti móðir min sjálfsstjórnina. Hún kom Önnu i rúmið. Þær háttuðu hana og þvoðu henni, báru smyrsl og sótthreinsandi efni á sár hennar og eyddu nóttinni i að reyna að komast að því hvað hefði gerst. Hún gat engu svarað hjá þeim nema hálfkæfðum ekkasogum. Þannig hófst árið 1940 hjá fjölskyldu minni. Ég var á flakki og I felum og endaði i Prag á gráum, rökum febrúardegi. Ég vissi ekkert um fjölskyldu mína. Ég var á flótta — laug og notaði fölsuð skilriki. fór gangandi, svaf í hlöðum og heysátum. Ég var kominn með nokkurs konar sjötta skilningarvitið þegar einkennis- búningar áttu i hlut — hvaða einkennis- búningur sem var, búningar lögreglu, hersins, SS-manna eða sveitalögga. Ég fann næstum af þeim lyktina, heyrði til þeirra áður en þeir komu auga á mig, fuglahræðuna meðbakpokann. Einu sinni var ég þrjár vikur vinnumaður á bóndabæ i Bavariu, tók upp kartöflur og gulrætur, lét lítið á mér bera i afskekktu sveilaþorpinu, þagði. þóttist vera hálfviti sem herinn vildi ekki. Þegar hersveit kom sér upp búðum skammt frá hvarf ég næsta morgun. Égfóreftirhliðargötum. klifraði yfir þúsundir veggja og girðinga, át allt sem ég gat stolið eða betlað. 1 gömlum dag- blöðum las ég um ótrúlega velgengni þýska hersins, lyga-stríðið í vestri og sprengjuárásir á England. Og smám saman gerði ég mér grein fyrir því að gyðingar voru glataðir og strengdi þess heit að ef ég ætti að deyja þá skyldi ég berjast fyrst. Ég faldi gamla veiðihnífinn i belti mér. Ég sór að ef þeir kæmu að sækja mig, ef upp um mig kæmist þá myndi ég að minnsta kosti drepa einn áður en þeir dræpu mig. Skammt frá Munich, i bæ sem hét Starnberg — ég hélt mig eins mikið að smábæjum og hliðargötum og mér var frekast unnt — stal ég virklippum úr járnvöruverslun. Ég var orðinn laginn þjófur. Ég var alinn upp sem miðstéttar- drengur, fullur af gömlum gyðinga- boðorðum um aðstela hvorki, svíkja né ljúga, en var nú að komast að því að ströng siðavendni væri ekki alltaf ákjósanleg til að komast af. Þeir voru margir, búðareigendurnir, sem söknuðu brauðhleifs, kexpakka eða sokka eftir að ég var farinn þaðan. Auk þess lærði ég að ferðast yfir landið þvert — beitti áttaskyni mínu eða fór eftir vegaspjöldum. Við minnstu um- merki um lögreglu eða yfirvöld skaust ég inn á akra, inn i skóginn eða framhjá sveitabæjum. Margir sveitahundar réðust að mér og einu sinni hljóp ég frá nauti. Ég var búinn að læra að vera varkár, hvernig ég ætti að leynast, hvernig best væri að ferðast. Þótt einkennilegt megi virðast var miður dagur ágætur timi. Löggur og SS-menn, allar öryggis- sveitirnar virtust kunna vel að meta langar. þungmeltar máltiðir og lúr á eftir. Það var 10. febrúar 1940 sem ég smaug yfir tékknesku landamærin um það bil tuttugu og fimm kílómetra sunnan við Dresden, að því er ég kemst næst. Tékkóslóvakía var hernumin en það voru enn uppi tálmar. Ég beið myrkurs, faldi mig á meðan i áhaldaskúr 34- tbl. Vlkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.