Vikan


Vikan - 21.08.1980, Side 47

Vikan - 21.08.1980, Side 47
og þú skuldar mér fyrir hann. Það gengur víst nógu erfiðlega samt." Tékknesku lögreglumennirnir litu hvor á annan. Þeir voru greinilega hverfislöggurnar og þekktu stúlkuna fallegu. „Hvaðfinnst þér?"spurði annar. „Hún er of falleg til að rifast við hana. Fyrst hún segir að þetta sé svona, þá trúi ég henni.” Hann benti á mig. „En þú skalt fara varlega. Ef Þjóðverjarnir sjá þig brjóta einhverja regluna þá verður þú ekki lengi hér.” Stúlkan opnaði og ég gekk inn. Djörfung hennar og óskammfeilni höfðu mikil áhrif á mig. Og hún hafði bjargað mér. Hún fylgdist með lögreglu- mönnunum þar til þeir voru komnir góðan spöl niður eftir götunni, þá hreinlega ýtti hún mér gegnum búðina. Hér var komin stúlka sem ég gat dáðst að og þótt vænt um. Ég var henni djúpt þakklátur, þessari kjörkuðu stúlku. „Snöggur," sagði hún. „Bakher- bergið.” Hún leit aftur út á kalda götuna, sent myrkrið var að leggjast yfir. Það voru komnir fleiri að fyrirmælaplagginu. Fólkið talaði saman í hálfum hljóðum, nokkrar kvennanna grétu. Bak við tjald aftast i búðinni var borð, nokkrir stólar og gashella þar sent te mallaði. Ég fann lyktina af því og langaði í það. Ég var máttvana eftir að hafa aðallega nærst á stolnum gulrótum og þurru brauði. Mig svimaði gjarnan. „Sestu," sagði hún. „Af hverju varstu að þessu?" spurði ég. „Þú varst í klandri. Þú ert ekki Tékki. Égerekkiviss hvaðþúert." „Ég er þýskur." Ég þagnaði. Það var ég andskotann ekki. Það var liðin tið. „Égergyðingur." „í Prag?" „Ég er á flótta. Hef verið það lengi.” Ég leit á vegginn. Þar var gamalt dagatal með mynd af sjávarströnd og sandi. „Palestína," sagði hún. „Ég vildi óska aðég væri þar." „Þú ert líka gyðingur," sagði ég. Hún kinkaði kolli. „Hver er það ekki hér i hverfinu? Þetta er hið fræga gyðingahverfi i Prag. Það sem eftir er af þvi. Þeir ríku eru farnir, þeir fátæku horfnir." Mig fór að svima og ég hélt það myndi liða yfir mig af hungri og máttleysi. Hún kaup fyrir framan mig og greip um hendur mínar. „Ég heiti Helena Slomova. Ég er ein. Foreldrar minir voru handteknir fyrir tveim mánuðum. Þeir sögðu að pabbi væri síonistaútsendari. Ég veit ekki hvar þau eru.” „Ég er Rúdi Weiss." Þetta var i fyrsta sinn, sem ég hafði notað rétt nafn í heilt ár. eða það fannst mér. „Ó, Guð, þú ert uppgefinn. Hérna, fáðu þér te.” Hún rétti mér heita tekrús og baðst afsökunar á að eigá hvorki sykur né mjólk. Ég lét ylinn af krúsinni streyma inn i hendur mínar og handleggi. Hún starði á mig Ijómandi dökkum augum sínum og ég furðaði mig á að nokkur gæti kvalið svona stúlku, látið hana liða og þjást. Síðan tók hún af mér krúsina og nuddaði á mér hendurnar. „Ég hef ekki haldið i konuhendur af- skaplega lengi,” sagði ég. „Ég hef átt of annrikt viðaðfela mig." „Hvað hyggstu fyrir?" Ég hristi höfuðið. Ég var örntagna. Kannski var hvergi felustaður, kannski voru gyðingar glataðir, alls staðar óvel- komnir, hvergi óhultir. Þar sem ég horfði þarna á litið, full- komið andlit hennar, þá hallaði ég mér skyndilega fram og kyssti hana. Hún opnaði munninn og varir okkar voru lengi sameinaðar. Svo strauk hún á mér ennið. „Fyrirgefðu," tuldraði ég. „Ég hefði ekki átt að gera þetta. En þú ert dásamleg stúlka. Svo falleg og hugrökk.” Framhald í næsta blaði. Einkaréttur á íslandi — fGerald Green — Bookman Agency) BENZÍN OG OLÍUSALA VIÐ BORGARBRAUT BORGARNESI. Rekum: Smurstöð, hjólbarðaverk- stœði og þvottastöð Seljum: Heitar pylsur, heitar súpur, heitt súkkulaði, kaffi. Höfum einnig á boðstólum öl, tóbak, scelgœti, filmur, blöð, tímarit og margs konar ferðavörur. • Félagið rekur útibú við Borg- arbraut, skammt frá Skalla- grímsgarði, auk verzlunar- hússins við Egilsgötu, gegnt Hótel Borgarnesi. <0 Kaupfélag Borgfiröinga Borgarnesi. Sími 93-7173 34. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.