Vikan


Vikan - 12.11.1981, Side 16

Vikan - 12.11.1981, Side 16
Stórafmæli Hinn konunglegi ballett í Englandi á stórafmæli á þessu ári, verður 50 ára. t tilefni af afmaelinu verður haldin mikil og merkileg sýning í London. Þar verða til sýnis ballettbúningar og aðrir fylgi- hlutir ballettsýninga, þar á meðal einn búningur sem er orðinn meira en 400 ára gamall. Talið er að fisléttur hvítur ballett- búningur, skreyttur ekta svanafjöðrum, komi til með að vekja einna mesta athygli á sýningunni, en i honum dansaði Anna Pavlova aðalhlutverkiö í Svanavatninu árið 1932. Aðrir munir á sýningunni eru til dæmis kostulegur froskabúningur sem notaður var í uppsetningunni á Þyrnirós. Hafa meðal annarra hinir heimsfrægu ballettdansarar Margot Fonteyn, Vladimir Nurejef, Nijinskij og Lynn Seymore borið þann búning. Ólíklegt er að margir islenskir áhuga- menn um ballett eigi leið um London einmitt þann tíma sem sýningin stendur yfir. Þeir ættu samt ekki að örvænta því nú stendur yfir bygging nýs listasafns í London. Þar munu allir þeir leikmunir og leikbúningar er teljast þess viröi að vera varðveittir verða til sýnis almenningi.Smiði listasafnsins á að vera lokið eftir eitt til tvöár. Kettir í brennidepli í London Kettir hafa löngum þótt hinar skynsömustu skepnur. En aö líkja þeim við mannfólkið sjálft, hvað vit og hegðun snertir, þœtti sjáSfsagt mörg- um heldur langt gengið. Það gerir þó bandarísk- breski rithöfundurinn T. S. Eliot í Ijóði sínu „Old Possum's Book of Practical Cats”. Þetta Ijóð varð síðan Andrew Lloyd Webber upp- spretta að söngleiknum „Cats” sem nú er sýndur í London við fádæma vin- sældir. Webber er bæði framleiðandi og höfundur þessa söngleiks en hann öðlaðist heimsfrægð er hann samdi og leikstýrði „Jesus Christ Superstar” (1970) og „Evitu" (1975). Meðfylgjandi myndir eru teknar á œfingum á „Cats". Hár til vinstri má sjá aðalleikkonuna Elaine Paige og leikstjórann Trevor Nunn bera saman bækur sfnar. 16 Vikan 46. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.