Vikan


Vikan - 12.11.1981, Page 18

Vikan - 12.11.1981, Page 18
Texti: Jón Ásgeir Ljósm.: Ragnar Th. Brandur Stefánsson heldur þarna á teikningu af því svæði sem hann þekkir svo gjörla. Brandur teiknaði sjálfur þessa mynd í samræmi við kenningu sína um Kötluhlaupið 1660. „Sá hlutur sem mestu gæti bjargað er Höfða- brekkujökull. Það er norðan hans sem varnar- garðurinn hefur verið reistur..." Vatna-B — Fyrir einum 300 árum lá sjór hér alveg að fjöllunum fyrir austan Vík. Þá var byggð niðri á sandinum bæði við Hjörleifshöfða og Höfða- brekku. Það var byggð á sandinum við Höfðabrekku. Eftir öllu að dæma hefur Katla ekki hlaupið yfir sandinn að neinu ráði, milli Hjörleifshöfða og Höfðabrekkufjalls. En svo skeður það í hlaupinu árið 1660 að það fer svo mjög vestur að Höfðabrekkufjalli og um Höfðabrekku, því að þá var byggð öll niðri. Allar slægjur á sandinum fyrir sunnan og austan Höfða- brekku — hlaupið tók alla þessa byggð af. í gosinu 1721 tók af alla byggðina við Hjörleifshöfða. Ekki fyrr en þá. Það er sýnilegt að Katla hefur ekki farið hér alvarlega vestur á bóginn fyrr en í þessum tveim gosum, 1660 og 1721. Þá fer hlaupið alla leið hingað vestur í Vík. Hefði byggð verið hér, þá hefði sú byggð ekki verið til frásagnar. Árið 1755 hljóp Katla stór- kostlega, alla leið vestur til Víkur og hefði sett hér allt í kaf ef einhverjar byggingar hefðu verið fyrir hendi. Og aftur árið 1823 kom hlaupið alla leið vestur í Vík en þó ekki stór- kostlega. En hefði byggð verið hér á sandinum, sem alls ekki var í þá daga, þá hefði hún mjög trúlega farið af. í næsta gosi, 1860, þá fer hún vestur með Höfðabrekkufjalli og vestur í Kerlingardalsá en þó ekki lengra. Þá kemur hún ekki neitt vestur til Víkur. Síðan er það síðasta gosið, 1918, þá kemur hún ekkert vestur með Höfðabrekkufjalli og ekkert vestur til Víkur. En það er af sérstökum ástæðum sem þetta gerist. Þá fer megin- hluti hlaupsins austan við Selfjall og beint á Hjörleifs- höfða, en mest austan við Hjörleifshöfða. Flest hlaupin fyrir þessi áðurtöldu hafa ein- mitt farið austan við Hjörleifs- höfða. Árið 1955 varð vatnshlaup 18 Vikan 46. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.