Vikan


Vikan - 12.11.1981, Qupperneq 20

Vikan - 12.11.1981, Qupperneq 20
Brautryðjendur arnar hafi allar farið frá. Þetta var bara skyndibrú sem hafði verið sett á álana, þetta sama sumar var verið að brúa Markarfljót. Ég bið hann um að koma út að álum á bílnum og hafa með sér hesta. En hann heldur að álarnir séu algerlega ófærir fyrir hesta þarna. Ég spyr hvort það muni ekki vera hægt að koma hest- um að brúarendanum. Hann segir að það geti jú verið og segist ætla að koma með hesta. Síðan fer ég austur og þegar ég kem að álum sé ég að allt er kolófært og verra en það. Svo kemur Halldór Jónsson bOstjóri hjá BSR á bíl sínum og svo maður á hestum. En hestarnir vildu ekki vera kyrrir við brúar- endann svo að ég renndi mér niður í vatnið sem náði vel yfir mitti og hélt hestunum. Mennirnir létu sig svo síga niður í hnakkana á hestunum. Og á þennan hátt selfluttum við mannskapinn þarna yfir. Þegar við komum að Dalseli sagði Auðunn í Dalseli að Markarfljót væri algjörlega ófært og ég yrði að bíða um nóttina. Morguninn eftir fórum við austur yfir Markar- fljót og var það ótrúlega mikið. Síðan átti ég bílinn á Seljalandi og ég taldi mig hólpinn þegar ég var kominn í bílinn með þessa farþegamína. Við lögðum af stað austur með Eyjafjöllum en þá kom brátt í Ijós að vegir og ár voru öll umturnuð. Brýr voru engar á leiðinni nema á Bakkakotsá þar var brú. En ég varð alls staðar að fara með fjalli sem kallað var því að vegirnir voru allir sundurgrafnir og tættir. Þegar ég kem að Steinum er mér sagt að Bakkakotsá sé algjörlega ófær því að uppfyll- ingar við brúarendana séu allar farnar. Við héldum áfram með fjalli og bæjum og skiluðum fyrsta farþeganum að Eystriskógum undir Eyjafjöllum. Nú töldum við okkur vera komna lang- leiðina heim því að þaðan átti allt að vera brúað til Víkur. Við héldum að Jökulsá á Sólheima- sandi. En þegar við komum að henni sáum við að áin rann mjög fyrir vestan brúna. Hún var búin að taka af alla uppfyllingu þar og við sáum líka að einn stöpull undir brúnni var svo siginn að brúin var hálfgert á hliðinni. Við sáum að þetta var gjör- samlega ófært. Við snúum við og förum út að Skarðshlíð og ég bið um bíl úr Vík vestur að Jökulsá, en ég ætlaði mér að komast á hestum yfir ána. En þá er mér sagt að þar sé allt ófært því að brúin á Klifanda sé ófær, uppfyllingar horfnar. horfnar. Einnig sé vegurinn á leiðinni vestur Mýrdal algjör- lega ófær því að það hafi allt grafist þar. Ég bið þá bara að koma með hesta austan úr Vík daginn eftir og ætlaði mér að fá hesta austur yfir Jökulsá frá Skóg- um. Við gistum i Skógum þessa nótt. Daginn eftir fáum við svo hesta að austan og við förum á hestum austur yfir Jökulsá til móts við þá. Til Víkur komumst við á þrem dögum, leið sem venjulega tók einn dag. Það mætti segja frá mörgum svipuðum ferðum mínum á meðan vötn voru óbrúuð og vegir sem engir. kl Teikningin sýnir Brand Stefánsson árið 1931, við nýjan þriggja gíra Ford-bíl sem hann átti. í bakgrunni sér í fossinn Gíjúfrabúa við Hamragarða. Myndin var tekin árið 1930. Hún sýnir þrjá af bílum Brands, talið frá vinstri: Buick með blæju, árgerð 1925; Ford vörubíll, árgerð 1929; Forddrossía, árgerð 1929. 20 Vikan 47. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.