Vikan


Vikan - 14.01.1982, Page 41

Vikan - 14.01.1982, Page 41
Kvikmyndir Þá hefur 12. James Bond-myndin litið dagsins ljós. Kvikmyndirnar um kyn- þokkafulla leyniþjónustumanninn 007 hafa notið óhemju vinsælda allt frá því að fyrsta myndin var framleidd árið 1962, en það var „Dr. No” og lék Sean Connery þá James Bond. Á frummálinu heitir nýjasta myndin „For Your Eyes Only” og er James Bond (Roger Moore) sendur til Jóna- hafsins til að bjarga dýrmætum tölvuút- búnaði, ATAC, áður enRússarnir,KGB, ná honum. Förin hefst í Madrid og þar má James Bond ganga í gegnum ýmsar raunir og ógnvekjandi uppákomur, áður en honum tekst að halda áfram að rekja sporin. Þaðan heldur hann til Cortina d’ Ampezzo, sem er frægur vetraríþrótta- staður. Tvær fallegar konur, skauta- stjarna (Lynn-Holly Johnson) og þjálfari hennar (Jill Bennett), koma þar við sögu svo og ein af lykilpersónum sögunnar, milljónamæringurinn Kristatos (Julian Glover), sem við fyrstu sýn virðist ætla að verða nokkuð hjálplegur við lausn ráðgátunnar. Þegar þar er komið sögu hefur James Bond hitt Melinu (Carole Bouquet) djúp- sjávarfornleifafræðing sem á hagsmuna að gæta þar sem skúrkarnir hafa drepið foreldra hennar. Hún reynist honum hjálpleg í meira lagi við djúpsjávar- rannsóknir og fleira er reynist nauðsyn- legur þáttur í eftirförinni og leitinni að tölvuútbúnaðinum mikilvæga. Þá á leiðin eftir að liggja til Korfu og upp á fjallstoppa á norðurhluta Grikklands og þau tvö lenda í miklum mannraunum, eins og þeirra er von og vísa, áður en málið er að fullu ljóst... Eins og áður tryggðu framleiðendur sér eitt af „stóru nöfnunum" er þeir báðu Sheenu Easton um að syngja titillagið. Tónlistin í myndinni er samin af Bill Conti en textar eru eftir Michael Leeson. Prinsinn og prinsessan af Wales, Charles og Diana, voru viðstödd frumsýninguna á For Your Eyes Only' í London. Hér sjáum við þau ásamt Roger Moore og konu hans, framleiðandanum, Albert „Chubby" Broccoli, og konu hans. . Að venju er hirð fagurra kvenna í kringum James Bond. Til vinstri sjáum við hann ásamt Melinu, rétt áður en reynt var að nota þau í hákarlafóður. Til hægri er hann í faðmi skautadrottningarinnar Bibi. 2. tbl. Vlkan 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.