Vikan


Vikan - 14.01.1982, Page 42

Vikan - 14.01.1982, Page 42
Texti: JónÁsgeir Ljósm: RagnarTh. Ég hef þá trú að íslendingar séu með merkilegri þjóðum í heiminum. Við unnum okkar sjálfstæði án vopna, vorum fyrsta þjóðin sem bannaði hnefaleika og það var tekið eftir því um allan heim hve þjóðin stóð vel saman gegn smitsjúkdómi eins og berklum. Við áttum við algert ofurefli að etja í landhelgis- málinu, en við leystum það með kænsku án nokkurra blóðsúthellinga. Engin þjóð í heiminum eyðir eins miklu til heilbrigðis- og skólamáia. Við erum vel á vegi stödd. Ef eitthvað bjátar á vinnum við vel saman. Þegar mál- staðurinn skiptir okkur ein- hverju fylkjum við okkur saman. Sumir segja að við þurfum að lækka verð- bólguna, draga úr henni um tíu til tuttugu stig — þá læknist allt. En það er engin allsherjarlausn, hamingja manna eykst ekki endilega bótt dragi úr verðbólgunni. Til að geta nálgast hamingjuna þurfa menn að hafa hlutverk sem þeir bera ábyrgð á. Ég man til dæmis eftir einu fyrsta ábyrgðar- starfinu sem ég vann. Það var að moka frá beljunum að Dalsmynni á Snæfellsnesi. Ég var ungur að árum þá en mér leið virkilega vel vegna þess úrslitaáhrif um það hvort menn finna sér hlutverk í lífinu. íslendingar hafa aldrei verið jafnvel menntaðir almennt séð. Samt sem áður eru á hverju ári um 3000 íslendingar í meðferð vegna áfengissýki, að maður telji ekki með öll börnin og unglingana sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þeim sökum. Þetta er spurning um að takast á við vandamálin, velja það sem við teljum heppilegt fyrir lífið á þessari jörð. Ég trúi því að það sé ekkert æðra en lífið sjálft. — Þú hefur lagt fyrir þig hænsnarækt hér að Elliða- hvammi, rétt austan Breið- hotts í Reykjavík. Er ekki landbúnaður hátfvonlaus atvinnugrein? Mönnum þótti það skrítið að ég skyldi kaupa þetta gamla og Ijóta hús á sínum tíma, árið 1964. En nú er þetta aftur komið í hátísku. Mér þykir sem náttúruunnanda mikill kostur að geta verið hér úti í kyrrðinni og róleg- heitunum. Ef mig langar svo að komast í skemmtanalífið þá er stutt að fara. Bændur hafa yfirleitt borið af vegna félagslegs þroska. Ég held að það sé vegna þess hve þroskandi atvinnugrein Þorsteinn Sigmundsson fyrir framan býlið að Elliðahvammi. 77/ vinstri sést íbúðarhúsið en tH hægri hænsnahúsið sem rúmar um 7000 hænsn. 77/ að öðlast hamingju þarf hlutverk í fífínu að ég bar ábyrgð á þessu starfi og það gaf Irfinu mikið gildi. Við eigum afburðamenn í flestum greinum vísinda. Við erum langlífasta þjóð í heiminum. Það bendir til að við höfum farið nokkuð rétt að. Ég trúi því staðfastlega að við munum smeygja okkur út úr þeirri alþjóða- kreppu sem virðist í upp- siglingu. Skólaganga kennir fólki ekki að lifa hamingjusömu lífi. Hún hefur ekki endilega þetta er, lífrænt starf fremur en vélrænt. Ég vann sjálfur um tíu ára skeið vélræna vinnu í verksmiðju og hún leiðir oftast nær til nokkurs konar svefnrofa-ástands. Það er hálfdapurt Irf fyrir fólk að vinna þannig til eilífðar. Stundum hneykslast menn vegna þeirrar fyrirgreiðslu sem bændur fá, en ef menn gætu sett sig í okkar spor myndu þeir líta málið öðrum augum. Landbúnaðurinn væri eflaust mjög illa á vegi staddur ef ekki kæmu til sjóðir og fyrirgreiðsla. Vegna þess hve sveiflukennd atvinnugrein þetta er eru sjóðirnir nauðsynlegir. Við fuglabændur borgum okkar hlut í þessa sjóði, við leggjum til ákveðinn hluta af fram- leiðsluverðmæti okkar afurða. Landbúnaður er einhver áhættusamasti atvinnu- vegurinn. Bændur hætta árlega miklum hluta þeirrar fjárfestingar sem þeir hafa lagt í bújörð og búfénað. Ég nefni sem dæmi kartöflu- bóndann sem veit ekki fyrir- fram hvort uppskera bregst algjörlega, hvort hún verður bærileg eða betri. IMáttúruöflin gera sig ekki gild í fuglabúskapnum heldur það markaðskerfi sem við höfum á þessu. Eitt árið fáum við mjög gott verð fyrir eggin en annað árið mjög lágt verð. Fyrir um það bil fimm árum voru það um 300 bændur sem höfðu meirihluta tekna sinna af að framleiða egg, nú eru þeir aðeins 30. 42 Vikan 2. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.