Vikan


Vikan - 28.01.1982, Page 2

Vikan - 28.01.1982, Page 2
Margt smátt BÆKURNAR SEM EKKI KOMU ÚT FYRIR JÓLIN! Rannsóknarblaðamenn Vikunnar hafa grafið upp nöfn nokkurra skáldverka sem ekki hlutu náð fyrir augum smekkmanna á íslenska jólabólamenningu. Hér birtum við titlana: Bara Lemmon — eftirlætis- réttir Gísia Súrssonar Ifelum með farand- verka- mönnum — lífsreynslusaga Gilju Kaðalsteins Steikt á hlóðum — eldheit ástarsaga Bœndur segja allt vott — bók án ríkisstyrks, niðurgreidd að vísu... Lífs þjáning - Ingó marverkur skráði meðherkjum 0 Finna U L/ i uppvaskinu f, á Hótel Org v/ segir frá (J 220 gómar úr glösum Horft til gliðinna V hrunda J' v — handbók^F 15 girar afturábak - ítalskur skriðdrekastjóri segir ævintýri úr síðari heimsstyrjöld Drekktu súra drafiann minn — endurminningar Gunnu Thoroddsen hjá Náttúru- lækningastöðinni írskir brandarar og hafnfirskir Hvernig ferðu að því að láta Hafnfirðing brenna sig í framan? Hringir í hann meðan hann er að strauja. Hafið þið heyrt um hafnfirsku hús- móðurina sem lenti i slysi þegar hún var að strauja gluggatjöldin? Hún datt út um gluggann. ★ trskur trúboði var sendur til að boða mannætum fagnaðarerindið. Honum varð vel ágengt, tókst á mettíma að fá mannæturnar til að borða bara fiskimenn á föstudögum. ★ Haflð þið heyrt um írann sem gekk niður götuna og hrinti gömlum konum, sparkaði í hunda og bölvaði börnum? Hann var á leið til að skrifta og vantaöi eitthvaö að tala um. ★ Það var sunnudagur og presturinn var að halda ræðuna yfir söfnuðinum. „Sá dagur kemur,” sagði hann, „að allir í sókninni deyja.” Sér til mikillar furðu sá hann mann nokkurn sem sat aftarlega iða allan af innbyrgðri kæti. Hann leit á manninn og sagði svo „því hlærð þú maður minn, þegar ég segi að sá dagur komi að allir hér í sókninni deyi ?” Maðurinn hélt áfram að hlæja og sagði svo: „Ég er nefnilega ekki úr þessari sókn.” 2 Vikan 4. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.