Vikan - 28.01.1982, Page 9
Listir líðandi stundar
hafa lifað fram á þennan dag. Ástæðunnar
þarf ekki lengi að leita: Strauss bar ekki
minnsta skynbragð á söngtexta né leik-
texta.”
Og áfram segir í leikskrá óperunnar:
„Það var því meira fyrir heppni en
dómgreind að hann datt tvisvar sinnum
niður á textahöfunda sem voruhonumsam-
boðnir. En þá lét árangurinn ekki á sér
standa. Árið 1874 sá Leðurblakan dagsins
ljós... og ellefu árum síðar var frumsýnd
gamanóperan Sígaunabaróninn... ”
Áður hefur komið fram í Vikunni að
sýning íslensku óperunnar á Sígauna-
baróninum hlýtur bestu meðmæli.
Hjálpast þar að tónlist, texti og sjálf upp-
færslan með hljómsveit, söngfólki og svið-
setningu. En það er jafnframt undir óperu-
gestum komið hve vel tekst til.
Sumir óperuhöfundar hafa markvisst
byggt inn í framvindu verksins hreinar og
beinar kröfur til áheyrenda um fagnaðar-
læti og lófatak. Að sjálfsögðu verða
flytjendur að standa sig í stykkinu en
óperan gerir samt meira tilkall til þátttöku
gesta en til dæmis leikhúsið.
Á hinn bóginn má búast við að óperu-
gestir, alveg til jafns við gagnrýnendur
blaðanna, geri kröfur til óperunnar.
Raunar fara þeir ekki í óperuna aðeins til
að sjá tiltekna óperu eftir þóknanlegan
höfund, með uppáhaldshljómsveitar-
stjóranum. Menn fara í óperuna einnig
vegna þess að þetta er sjálfstætt listform
með langa sögu að baki. Ef höfundum
hefur tekist vel til þá halda óperur lífi
öldum saman, jafnvel þótt einstöku
stjórnendum eða flytjendum takist illa upp.
Þótt íslenska óperan hefji starfsemi í
nýju húsnæði með fremur léttri óperu ber
að þakka þann vilja sem fram kemur í því
að verkið er allt á íslensku. Ætlunin virðist
vera sú að geta boðið öllum landsmönnum
í óperuna. Þá er bara að vona að fjöl-
breytnin í vali viðfangsefna gefi sem
gleggsta mynd af því listformi sem óperan
er. Raunar höfum við enga ástæðu til að
efast um að svo fari ekki.
Góða ferð í óperuna!
Flcy tirómantík
og skyndilcgar
ástir cinkcnna
ópcrcttuna Sí-
gaunabaróninn.
Sýning íslcnsku
óporunnar tckst
mcð ágætum,
þótt grunnt só á
boðskap og
söguþráðurinn
lóttvægur.
4. tbl. Vikan 9