Vikan - 28.01.1982, Síða 14
gekk hann fram i eldhúsið. Leifur
Ragnarsson leit út fyrir að hafa sofið í
öllum fötunum, en hann hafði hellt upp
á könnuna og var að steikja flesk á
pönnu.
— Hvernig líður þér? spurði hann
Gaunt.
— Betur.
Gaunt hellti upp á kaffi handa sér og
tók við brauði og fleski, sem Leifur rétti
honum. Hann hafði náð stjórn á sér á
nýjan leik, enda þótt það kostaði hann
stöðuga áreynslu. Hann forðaðist að
hugsa um það, sem gerst hafði, um
Kristinu i örmum sér, um Kristinu á
sjúkrabeðnum, um liflausa veruna í litla
herberginu.
— En þér?
— Ég held i vonina. Það hjálpar.
Leifur horfði yggldur á regnvota
rúðuna og myrkrið fyrir utan. —
Lögreglufulltrúinn hringdi. Hann ætlaði
að senda bíl eftir okkur, hann hlýtur að
koma bráðum.
Gaunt hrukkaði ennið. — Sagði hann
ekkert fleira.
Leifur herpti varirnar. — Nei, aðeins
að allt væri „eftir aðstæðum”, hvern
fjandann sem það þýðir.
— Við komumst að því, sagði Gaunt
róandi.
— En færir það mér Önnu aftur?
spurði Leifur þreytulega. — Það vildi ég
gjarna fá að vita.
Lögreglubíllinn kom rétt í þann
mund sem þeir voru að ljúka morgun-
verðinum. Ökumaðurinn var aðstoðar-
maður lögreglufulltrúans, en þeir höfðu
ekkert upp úr honum um gang mála.
Þegar þeir komu á lögreglustöðina, urðu
þeir að biða nokkrar mínútur, áður en
þeim var visað inn á skrifstofu, þar sem
Guðnason beið þeirra ásamt öðrunt
manni.
— Þakka ykkur báðum fyrir að
koma, sagði Guðnason formlegur í fasi.
Hann leit einnig út fvrir að hafa sofið i
öllum fötum, og hann hafði ekki ennþá
rakað sig. En i málróm hans var einlæg
hluttekning, þegar hann sneri sér að
Gaunt og bætti við: — Ég var störfum
hlaðinn i gærkvöldi. Ég samhryggist
innilega.
Hann ræskti sig og benti á hinn
manninn. — Jakob Magnússon er
hingað koininn á vegurn forsætisráðu-
neytisins.
— Hvað höfum við með hann að
gera? spurði Leifur hörkulega. Hann
starði óvinsantlega á Jakob Magnússon,
hávaxinn, snyrtilega klæddan ntann á
fimmtugsaldri með lítið, vel snyrt yfir-
skegg og hvasst augnaráð. — Stjórn-
málamenn. . .
— Eru stundum nauðsynlegir, greip
Jakob framm i fyrir honum kuldalega
Hann sneri sér að Gaunt, þar sem hann
bjóst augljóslega við skilningsríkari
undirtektum. — Rikisstjórn okkar lítur
svo á, að málið sé komið á það stig.
að pólitiskrar leiðsagnar kunni að
reynast þörf. Þess vegna er ég hér.
Guðnason hleypti brúnum. — Við
skulum fá okkur sæti og ræða málin.
Þægilegir stólar biðu þeirra umhverfis
stórt borð með glerplötu. Guðnason
beið, uns allir höfðu fengið sér sæti.
Hann brosti dauflega við Gaunt, sem
virti fyrir sér húsbúnaðinn.
— Skrifstofa yfirmanns mins, sagði
hann þurrlega. — Ég fékk hana lánaða,
svo ég ætla að biðja ykkur að spýta ekki
ágólfteppið.
— Fyrst vil ég skýra frá því, sem
gerst hefur. Close hefur gengið til full-
kominnar samvinnu við okkur í von um
vægari refsingu.
Hann lyfti hendi til að þagga niður í
Leifi, sem urraði reiðilega. — Þannig
het'ur hann nú þegar tvisvar sinnum haft
talstöðvarsamband við Harald Nordur
i Álfaborg, eins og um hafði verið talað
þeirra í milli. Einu sinni í gærkvöldi og
öðru sinni fyrir um það bil hálfri klukku-
stund.
Leifur fölnaði og beit á vör. — Ó, mér
datt aldrei i hug, að hann...
— Einn manna minna sá um það,
sagði Guðnason glottandi. — Hann
hafði þetta upp úr Close og hjálpaði
honum, þ.e.a.s. hann stóð yfir honum
með skammbyssuhlaup við eyra hans
meðan hann talaði við Nordur.
Allt í einu minntist hann nærveru
Jakobs og hrökk við.
— Ég veit það er ekki samkvæmt
reglunum...
— En árangursríkt eigi að síður,
muldraði Jakob Magnússon og lét sér
hvergi bregða. — Haltu áfram.
Lögreglufulltrúanum létti. — Takk.
Close sagði Nordur, að allt væri með
eðlilegum hætti i Reykjavik. Samtímis
höfum við séð svo um, að engar fréttir
síist út um dauða Kristínar Bennett eða
Renottis.
— Má treysta því? spurði Gaunt.
— Fullkomlega, fullyrti Guðnason.
— Fjölmiðlarnir skulda okkur greiða,
þeir sýna algjöra samvinnu. Svo að jafn-
vel þótt Nordur láti vaka yfir slíku...
Hann yppti öxlum og vék talinu að
öðru mikilvægara. — Leifur, Anna er
heil á húfi i Álfaborg, ef til vill fer ekkert
sérstaklega vel um hana, en hún er
örugg sem stendur.
— Ertu viss? sagði Leifur og saup
hveljur. — Ertu — ég meina, ertu alveg
viss?
— Close er það. Hann segir, að
Nordur treysti á gildi hennar sem gísls á
sama hátt og Gaunts, sem hann heldur,
að hann hafi enn á valdi sínu.
Lögreglufulltrúinn þagði um stund og
skoðaði spegilmynd sína í glerplötunni.
— Fyrirmæli Close voru þau, að hann
skyldi mæta til vinnu hjá þér samkvæmt
venju og láta sem hann hefði enga
hugmynd um það, sem gerst hafði.
Seinna átti svo Renotti, sent drepinn var
i gærkvöldi, að hringja og segja þér að
hafa samband við Álfaborg gegnum tal-
stöðina. Við höfum tímasetninguna. Þá
átt þú að fá að heyra í Önnu, stuttlega.
Nordur þarf enn á þér að halda til að
ferja sina menn innan úr óbyggðum, svo
að þeir geti náð flugi til Evrópu.
— Og þið ætlið ykkur líklega að reyna
að hindra mig í þvi, þaut í Leifi.
— Nei.
Svarið kom frá Jakobi Magnússyni,
sem virtist blöskra.
UNDIR
FÖLSKU
FLAGGI
— Við ráðleggjum þér einmitt að auð-
sýna samvinnu með öryggi eiginkonu
þinnar í huga. Undirbúðu því flugið,
eins og til stóð.
Leifur kinkaði kolli og var sýnilega
létt. En Gaunt veitti eftirtekt augnatilliti
sendimanns forsætisráðherra, sem hann
beindi til lögreglufulltrúans.
— Reyndu að haga þínum gerðum
fullkomlega eðlilega héðan i frá, sagði
Guðnason og reis um leið á fætur. — Til
að byrja með skaltu fara á skrifstofuna
núna, eins og þú ert vanur.
Hann sá efasemdina i svip Leifs,
þegar hann stóð upp úr sæti sínu. —
Hafðu engar áhyggjur, þú heyrir fljót-
lega frá mér. Því heiti ég. Þér verður
ekið út á flugvöll núna. En mig langar
að biðja herra Gaunt að hinkra
augnablik.
Leifur sýndist ekki sannfærður, en fór
þósamkvæmtboði.
Þegar hann var farinn, settist
lögreglufulltrúinn aftur í sæti sitt og
andvarpaði.
— Þetta er nú ekki svona einfalt,
sagði hann mæðulega og beindi máli
sínu til Gaunts.
— Mér datt það í hug, muldraði
Gaunt.
— Hvað léstu ósagt?
Ég sleppti stærðfræðinni, þeirri
sömu sem olli dauða Kristinar, sagði
Guðnason alvarlegur í bragði. —
Nordur er að loka búðinni, koma sér og
sínum i burtu. Að meðtöldum honum
sjálfum, Gunnari Birgissyni og „leið-
beinendunum" þremur, sem eftir eru í
Álfaborg, eru þetta þrettán manns, sem
hann þarf að fá flutta þaðan. Eitt
Arkival-flug í dag og annað á morgun,
og þá eru komnir tiu. Siðan er ráðgert að
láta Close sækja þrjá síðustu mennina.
— En ekki Önnu Jörgensdóttur?
botnaði Gaunt hörkulega.
Guðnason hristi höfuðið.
— Þeir ætla að drepa hana, sagði
hann blátt áfram. — Hún hefur séð of
mikið.
Hann drap fingrunum á borðið. —
Það sarna hefði hent þig. Það átti að
flytja þig út i gamlan fiskibát. Ólafur og
Bergur notuðu sama bát á mánudags-
kvöldið, þegar þeir fóru til móts við
þýskan togara að sækja sendingu til
Nordurs og félaga, fjármagn, vopn og
sprengiefni og annan útbúnað.
Hann gaut augunum skömmustu-
legur á svip til Jakobs Magnússonar. —
Þeir komu þessi í land, meðan við vorum
önnum kafnir vestur á Snæfellsnesi að
reyna að hafa upp á smyglurum Leifs
Ragnarssonar.
— Annað lítilræði kynni þér að þykja
áhugavert, sagði Jakob Magnússon, án
þess að láta sér bregða. Hann strauk
þunnt yfirskeggið með vísifingri. —
Sarah Jones, öðru nafni Sarah Haldoff,
sem átti fingrafarið á gullmeninu, hefur
komið til Islands. Samkvæmt skrám
útlendingaeftirlitsinskom hún hingaðog
fór eftir þriggja vikna námskeið í Álfa-
borg.
— Hvenær?
— Nokkrum vikum áður en Sarah
Haldoff var drepin i misheppnaðri til-
raun til flugvélarráns í Róm, svaraði
stjórnmálamaðurinn og yppti öxlum.
— Eitthvað hlýtur að hafa verið á
rnilli þeirra, úr þvi hún gaf Nordur þetta
men, rumdi Guðnason. — Segir ekki
málshátturinn góði „Líkur sækir líkan
heim”?
— Skiptir það nokkru máli? hnussaði
Jakob Magnússon. Hann horfði hvasst á
Gaunt. — Þessi vitneskja undirstrikar
aðeins það, sem við eigum við að etja.
Jafnvel við hér á íslandi höfðum heyrt
þann orðróm, að nokkrir af helstu
hryðjuverkahópum Evrópu hefðu
komið sér upp þjálfunarbúðum einhvers
staðar, svona nokkurs konar afskræmdri
útgáfu af Sandhurststofnuninni í
Bretlandi.
Hann þagði stundarkorn, yppti þvi
næst öxlum. — Nú, við þurfum ekki
frekar vitnanna við. Þessar búðir eru
hér. Á íslandi.
Gaunt kinkaði hægt kolli. Með
beiskju varð honum hugsað til þess,
hversu margar aðgerðir hryðjuverka-
manna kynnu að hafa átt sin mótunar-
skeið í Álfaborg, hversu margir hópar
þrautþjálfaðra og skipulagðra hryðju-
verkamanna hefðu verið sendir þaðan til
þess að drepa og eyðileggja.
— Og í þetta sinn er það Paris? spurði
hann.
— Já.
Það var Guðnason, sem svaraði.
Hann horfði varfærnu augnaráði á
Gaunt. — Þú manst, að Hotel Meurice
var merkt á blaðinu, sem þú fannst.
14 Vikan 4. tbl.