Vikan


Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 18

Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 18
Jens Guðmundsson tók saman Kjaftshögg eru hans vinahót Jimmy Pursey, einn vinsælasti poppsöngvari Breta, tekinn fyrir. Jimmy Pursey hcilsar gamla hippanum Stcve Hilligc, fyrrum gítarlcikara í David Allcns Gong. Eitt sinn var hann söngvari pönk-hljóm- sveitarinnar Sex Pistols. í annaö sinn söng hann meö hippanum Stevc Hillige (fyrrum gítarleikara David Allen’s Gong). Nýlega hljóöritaöi hann plötu ásamt vinsælasta söngvara Breta, Peter Gabriel. En iengst af stjórnaði hann pönk-hljómsveitinni Shain 69. Vió skulum kalla hann Jimmy Pisrsey. Áöur en lengra er haldið ættum við að rifja upp dæmigerða blaðafrásögn af hljómleikum Sham 69: Fjölmennur öryggisvörður, sem samanstóð af einkennisklæddum, tauga- veikluðum lögregluþjónum, hundum svo og öðru, reyndist ekki nægilegur til að hefta slagsmálin sem brutust út og einkenndu kvöldið. Bardaginn var hvað mestur á sviðinu sjálfu. Stórir hópar aðdáenda reyndu að ná hljóðnemunum af hljómsveitinni. Verðir hrintu þeim til baka og silki- hanskarnir voru ekki notaðir. Krúnu- skallar (afbrigði af heljarenglunum) réðu yfir skotum og göngum ásamt fótbolta- liði og róttækum hægrisinnum. Brotnar flöskur fóru að blandast blóði Þegar i þriðja laginu á dagskránni var friðurinn úti. Þegar brotnar flöskur fóru að blandast blóðinu voru hljómleikarnir stöðvaðir. Áhorf/heyrendur voru beðnir að hægja á sér. Jimmy Pursey var sjálfur fremstur í flokki þeirra sem vildu stilla til friðar. Samið var vopnahlé. Það stóð ekki einu sinni í tíu mínútur. Þegar ólætin höfðu eyðilagt áttunda lagið gafst meira að segja Jimmy upp. Hann viðurkenndi ósigur og kallaði félaga sína i hljómsveitinni af sviðinu. Það versta við þetta var að BBC var á staðnum og kvikmyndaði óhófið. Jimmy sá fyrir sér tugi samninga fjúka burt. Hann var greinilega mjög miður sín. Að lokum hné hann niður og grét. Já, þessi kjaftfori slagsmálahundur hágrét! Barinn brotinn upp og ungar stúlkur svívirtar Á meðan var barinn, sem hafði verið lokað, brotinn upp. Nokkrar ungar stúlkur voru svivirtar. Þetta var ekki þessi margumtalaða villta æska. Þetta voru ógeðslegir ruddar. I>egar hópur lögreglubila, með sírenur á fullu, nálgaðist byrjuðu ruddarnir að dreifa sér. Enginn var handtekinn. Gagnrýnendur voru ánægðir. Þetta var þcim góð skemmtun. Nú skilur þú kannski hvers vegna Jimmy Pursey er ekki fastagestur í Skon- rokksþætti sjónvarpsins. Og nú skilur þú kannski hvers vegna Jimmy Pursey var neitað um leyfi til að spila í Banda- rikjunum (á þeirri forsendu að hann væri á sakaskrá i London). En það kemur svo sem fleira til. Útgáfufyrir- tækið Polydor setti Jimmy á svartan lista eftir að hann á blaðamannafundi braut verðlaunaplötu sem Sham 69 fékk fyrir góða sölu á plötunni That’s Life. Lamdi dyravörð Polydor Þá vakti það litla lukku hjá sömu aðilum þegar Jimmy lamdi um svipað leyti dyravörð fyrirtækisins með til- heyrandi hurðabrotum og sliku. Góðlátleg verkamannskimni og gróf- leiki Jimmys er greinilega misskilinn af burgeisunum. Glóðaraugu og sprungnar varir eru bara hans aðferð við að vera vingjarnlegur. Húmor Jimmys er auðveld leið til að móðga náungann óvart. Þegar hann segir veitingamanninum að sér standi af að horfa á 10 ára dóttur hans eða jtegar liann líkir ommelettunni sinni við fylgju er hann að sýna vinahót. „Ekkert hægt að gera annað en slást eða fara á krána..." Þrátt fyrir allan misskilning og ófarir er Jimmy Pursey vinsæll i Bretlandi. Hann hefur grætt vel á röð vinsælla laga og nokkrum breiðskífum. Hvert hafa milljónirnarfarið? — Fólk segir að ég aki um á Rolls Royce og búi í höll. Nú, ég bý í ibúð fyrir ofan veðmálasjoppu i Hersham þar sem ekkert er hægt að gera annað en slást eða fara á krána. Peningarnir hafa farið í plötugjafir og stúdióið mitt (JP Label). Ég aðstoða hljómsveitir sem koma frá stöðum sem hafa ekki upp á neina möguleika að bjóða. Því má skjóta hér inn í að pönk- hljómsveitin vinsæla Angelic Upstairs fékk sitt fyrsta tækifæri hjá JP Label. En hvernig líst Jimmy á að lögin hans skuli ekki vera sungin i landi dollaraseðlanna og heilasmæðarinnar? — Andskotans saman. Það er ekki á við tvo drætti! — Svoeinfalt? — Svo einfalt, félagi. Ég samdi bara texta um það: Þeir vildu fá okkur til New York borgar /en sendiráðsmaðurinn af eymslum orgar. /Okkur líkar ekki fortið ykkar. — Þvílíkt þras! /Ég sagði: Ókey, félagi, haltu bara áfram að reykja þitt gras.” — En sannast sagna þá hugsa ég ekki neitt um vitleysuna hjá þessum fíflum. „...halda að við séum morðingjar" Honum er alvara með jjetta. Það eina sem honum finnst athugavert er að einhver skyldi falla fyrir þessari „fyrr- verandi afbrotamaður” dellu. — Fólk elskar að halda að við séum morðingjar. Hann hlær eins og mótorbátur. — Getur þú imyndað þér Dordie morðingja? Ójá. Dordie Mark Cain. Þessi ungi trommari sern aldrei hefur sagt orð svo vitað sé. Það var hann sem beðinn var um að fylla út umsóknina um vegabréf og setti í dálkinn um persónuleg sérkenni: Sléttgreitt hár! Aumingja strákurinn. Svo vill fólk að hann sé morðingi. En Jimmy Pursey og félagar eru svo sem engir englar þ>ótt þeir séu ekki neinir stórglæpamenn. Sham 69 tókst aldrei að æfa oftar en tvisvar á ári. Þeir þurftu að rifast og slást upp á hundrað. Eitt sinn fengu gestir og starfsfólk á hóteli i Nottingham að sjá Jimmy og Dave bassaleikara Sham 69 veltast um gólfið lumbrandi hvor á öðrum. Ástæðan var deila um hvort skrifa ætti matinn á kostnað Polydor! Glímdi við nektardans Jimmy Pursey vakti fyrst athygli mína þegar Sham 69 sendi frá sér lagið Angel With Dirty Faces. Á umslaginu stóð: „Allt í lagi, skitugu rotturnar ykkar. Ef ykkur líkar ekki þetta meistaraverk þá eruð þið algjörir asnar.” Þetta var svo hreint. Svo afgerandi. Svo innilega ósvífið. Þetta var hinn sanni Jimmy. Jimmy sem segir og gerir 18 Vikan 4. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.