Vikan - 28.01.1982, Page 19
Popp
ógna honum. Þeir leggja hann í einelti.
Jimmy er kaldur karl, ekki satt?
— Það er allt í lagi fyrir fólk eins og
Tom Robinson að syngja á móti
nasistum. Öðru máli gegnir með mig. Ég
þarf að standa fyrir framan þúsundir
krúnuskalla. Þeir ota að mér hnífum og
ráðast að mér í búningsherbergjunum.
En í rauninni er ekki helmingurinn af
þessum krökkum nasistar þó þeir séu í
Nasistaflokknum. Þeir halda það bara
vegna þess að Sun, Daily Mirror, People
og allur þessi skríll er búinn að keyra það
oní kok á þeim.
Enn einn krakkinn drepinn
í Ulster
Svo er það yfirgangur breska hersins í
Irlandi...
— Stiff Little Fingers sögðu að ég
hefði engan rétt til að syngja Ulster Boy
(á Tell Us The Truth plötunni). Öll
blöðin sögðu að ég hefði engan rétt til
þess. En á hverjum morgni les ég
einhvers staðar að enn einn krakkinn
hafi veriðdrepinn í Ulster. Á meðan þeir
drepa krakka og á meðan þeir segja mér
að ég hafi engan rétt til að syngja þetta
lag mun ég halda áfram að fara eftir
sannfæringunni. Ókey?
Það sem prýðir Jimmy mest — en
verður honum þó sennilega að falli —
eru hans einfeldningslegu og einlægu
orð. Viðhorf hans eru svart/hvítt,
rétt/rangt, barnaleg. Engin blekking og
þykjusta. Engin fágun af þvi tagi sem
lyft hefur Tom Robinson í hæstu hæðir
og unnið honum virðingu úr einkenni-
legustu áttum. Jimmy er bara Jimmy.
Kannski nægir það?
Uppáhaldslögin hans
Jimmy Pursey
Við getum ekki skilið við Jimmy
Pursey án þess að leyfa honum að telja
upp þau 10 lög sem hann hefur mestar
mætur á. Það er líklega alveg rétt hjá
honum að John Lennon, Small Faces og
Jimmy Cliff eru I hópi uppáhalds-
popparanna hans. Að minnsta kosti fer
öllu meira fyrir þeim á listanum en
stéttarbræðrum Jimmys úr
pönkgenginu.
1. Working Clash Hero — JOHN
LENNON
2. Imagine — JOHN LENNON
3. Tin Soldier — SMALL FACES
4. Bodies — SEX PISTOLS
5. Lazy Sunday — SMALL FACES
6. Won’ t Get Fooled Again — THE
WHO
7. The Israelites — DESMOND
DEKKER
8. Wet Dream — MAX ROMEO
9. Cloud 9 - THE TEMPTATIONS
10. Vietnam — JIMMY CLIFF
poppararnir minir, Small Faces, John
lænnon, Jirnnty Cliff...mér líkaði við
Clash. Ég get talið upp fleiri poppara en
mér leiðist það því mér finnst ég berjast
tapaðri baráttu með alla hina I kringum
mig.
Myndi Jimmy Pursey vilja fara I
hljómleikaferðalag með skallapopp-
grúppu, ja, við skulum segja til að
stækka áheyrendahópinn?
— Mér er sama með hverjum ég spila,
allt frá Led Zeppelin til Rollers. En ég
myndi ekki vilja spila með „power
poppurunum” j^í við, pönkararnir,
vorum aðeins þrælar fyrir þá. Við
vorum píslarvottar fyrir þær skepnur.
Og þú skalt veskú skrifa það niður hjá
þér að mér finnst Pleasers vera
DRULLA!
Uppreisnarmaður
með markmið
En hvað um krúnuskallana og Sham-
herinn?
— Krúnuskallarnir voru ekki I húsum
hæfir en pönkið var það af því að
foreldrunum fannst það brandari.
Helmingur þessara hræsnara myndi
æpa „stjórnleysi” ef hann sæi lögguna
hlaupa frá óeirðum, en helvítin væru
fyrstir að bjarga sjálfum sér. Krúnu-
skallarnir falla ekki í kramið af þvi að
þeir tákna ofbeldi. En þú getur beint því
ofbeldi inn á ákveðnar brautir. Líka
þessari orku og æsingnum. Þú getur
breytt því I eitthvað gott og sýnt að þú
getur verið uppreisnarmaður með
málstað og markmið. Það er það sem ég
er að reyna. Krúnuskallarnir eru alls
ekki allir nasistar en ég vil miklu heldur
fá þá á mína hljómleika heldur en
eintómar dúkkur og vélmenni því þá get
ég snúið mér beint að þeim og spurt
hvern andskotann þeir séu eiginlega að
hugsa um nasisma.
En nasistarnir ráðast á Jimmy og
Jimmy Pursoy slappar af í garðinum hcima hjá Ringo Starr.
Áður cn pönkið skall á „mímaði" Jimmy lög Bay City Rollcrs.
allt sem hann langar, hvar sem er,
hvenær sem er. Það er fátt svo heilagt
að Jimmy láti sér bregða. Þegar hann
kom I fyrsta sinn fram í sjónvarps-
þættinum Top Of The Pops lá óskaplega
vel á pilti, svo vel að hann sveif á
grandalausa nektardansmey, sem þarna
var einnig stödd I upptöku, greip hana
glímutökum og skellti henni með
mjaðmahnykk I gólfið. Starfsmenn BBC
urðu lítt hrifnir af uppátæki Jimmys og
áður en hendi var veifað þurfti hann að
glíma við óvenju hávaðasaman hóp
manna. Af fuku skór, sokkar, jakkar,
skyrtur og svo framvegis. Að lokum var
dyravörðurinn kvaddur til og tókst þeim
ágæta manni að koma Jimmy I skilning
um að stúdíó BBC er ekki
næturklúbbur!
heyra hjá Jimmy þegar þeir neituðu að
koma fram I Top Of The Pops.
— Þeir brugðust krökkunum með því
að hundsa Top Of The Pops. Krakkarnir
sjá Clash aldrei nú orðið. Clash spilar
ekki á hljómleikum. Ég á við að ég spila
alltaf og alls staðar. Ég sagði við þá: Þið
viljið ekki koma fram I Top Of The
Pops af því að það er partur af
„kerfinu”. En þið farið aðeins niður með
þessu háttalagi. Ég vil ekki að þið farið
svona niður því það erum aðeins við og
Tom Robinson sem höldum þessu
lifandi.
„Pleasers eru drulla!"
Jimmy, blessaður strákurinn af
götunni, hann er alltaf að hugsa um
krakkana. Hann er maður þeirra minni-
máttar. En í rokkinu er það miðstéttar-
liðið sem blífur. Hvað um það Iið?
— Nú, venjulega koma bestu böndin
úr miðstéttarumhverfi. Uppáhalds-
BBC og Top Of The Pops, bráð-
skemmtileg fyrirbæri. Það fengu
strákarnir í Clash að minnsta kosti að
4. tbl. Vikan 19