Vikan


Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 20

Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 20
Texti: Sigurður Hreiöar Starfsmenn G lasgowskrif stof unnar stofnuðu lceland Airtours Vonum að íslenskar ferða- skrifstofur notfæri sér þjónustu okkar 1 i í 'r ’: 1 m 11 I $ 1 1 í 1 ■ i- 1 f f f ■ 1 í: * Þótt sumir íslendingar, sem komið hafa til Glasgow, haldi að Glasgow sé litið annað en Argyle Street og Levis’ s kannast þeir þó líklega flestir við Royal Exchange Square. Þar var skrifstofa Flugleiða til húsa til skamms tíma og þar áður var skrifstofa Flugfélags íslands á horninu á móti þessu torgi. Hins vegar vita líklega ekki allir að Flugleiðir hafa nú lagt niður skrifstofu sína í Glasgow og nú situr annað flugfélag þar í húsi sem íslendingum þótti áður sem þeir væru komnir heim. Vikan var á ferð í Glasgow snemma á þessum vetri, í þann mund sem verið var að breyta gamla skrifstofuhúsnæðinu fyrir þarfir þess sem inn átti að flytja. En við héldum upp á loft því við höfðum af því sannar fréttir að ísland væri ekki heillum horfið á Royal Exchange Square þótt Flug- leiðir væru fluttar þaðan. Stuart Cree, sem lengi var starfsmaður Glasgowskrifstofu Flugleiða, hefur einfaldlega flutt sig á loftið og sett þar upp fyrirtæki sem heitir Iceland Airtours. Þetta var einn af mörgum bankafrí- dögum í Bretlandi. Að þessu sinni hafði hann skollið yfir Glasgow. Þá þykir yfirleitt til hlýða að aðrir í staðnum taki sér frí líka, rétt eins og við hér heima tökum okkur öll frí á frídegi verkamanna og frídegi verslunarmanna. Sú er þó bót í máli að frídagar sem þessir skella yfir allt ísland samdægurs, en bankafrídagar í Bretlandi taka aðeins lítinn part hver fyrir sig en eru alltaf að skjóta upp kollinui|n. Ég man varla eftir því að hafa komið svo í sameinaða konungdæmið að ég lenti ekki einhvers staðar á bankafrídegi. En þeir félagar tveir hjá Iceland Airtours, Stuart Cree og Ronnie Macavlay, létu bankafrídag ekki trufla sig heldur sátu við sitt. Hins vegar var velkomið að láta Vikuna trufla og Stuart bar mér sjóðheitt kaffi meðan við spjölluðum saman. Skrifstofan ekki lengur nauðsynleg „Jæja, svo Glasgowskrifstofa Flugleiða lenti í niðurskurði,” sagði ég, um leið og ég dreypti af ýtrustu varkárni á þessu brenn- heita kaffi. „Við orðum það svo að Glasgowskrif- stofan hafi ekki lengur verið nauðsynleg,” svaraði Stuart og brosti góðlátlega, enda ekki óvanur orðhvötum íslendingum. „Það var nokkuð bersýnilegt að miklar breytingar voru að verða i Glasgow. Starfs- liði skrifstofunnar fór jafnt og þétt fækkandi þangað til við vorum aðeins þrjú eftir, enda var ferðatíðni hingað orðin aðeins eitt flug á viku. Það er dálítið kaldhæðnis- legt að British Airways, sem var orsökin að þessum samdrætti hér í Glasgow, hefur síðan ekki reynst bera gæfu til að halda úti því flugi milli Glasgow og Kaupmanna- hafnar, sem það var þó að reyna að yfir- taka með því að takmarka flug Flugleiða um Glasgow, og er nú að gefast upp á því. Þetta islenska flug milli íslands og Kaupmannahafnar með viðkomu í Glasgow var mjög mikilvægt. British Airways sá ofsjónum yfir því og fékk bresku stjórnina til að beita þrýstingi til að ýta Flugleiðum út úr þeirri samkeppni. 20 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.